Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 41

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 41
41 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Aðalatriðin: Ef ykkur langar í lautarferð með frönskum blæ er það ofureinfalt. Það sem þið þurfið að muna er: Baguette, rauðvín, ostar, ávextir (til dæmis eplabátar, plómur, ferskjur, jarðarber). Næst á dagskrá: Ef þið viljið hafa aðeins meira við: Kæfa (paté), áleggspylsa, litlar kökur, ólífumauk (tapenade) ofan á brauð, nýkreistur appelsínusafi, vínber, vatn, sulta. Ekki gleyma salti og pipar. Spínatsalatið á næstu síðu er líka fantagott í lautarferð. Það sem við borðum ekki en þarf að vera með: Ágætt er að hafa kælibox með í för, körfu, viskastykki, glös, diska og hnífapör, servíettur, blautþurrkur fyrir hendur og ruslapoka. Þá er gott að hafa lautarferðadúk eða þunna dýnu, má gjarnan vera vatnshelt. Sumir vilja taka með sér iPod og hátalara en aðrir kjósa að hlusta á tónlist náttúrunnar. Í staðinn fyrir servíettur og handþurrkur er hér eitt enn betra: Takið nokkur þvottastykki, bleytið þau í sjóðheitu vatni, vindið mesta vatnið úr þeim og vefjið hverju um sig í álpappír, raðið þeim svo í flugvélaplastpoka (plastpoka með rennilás). Voilá! Hlýtt, gott og hreinsandi fyrir andlit og hendur. Leikföng eru líka ómissandi, húlahringur, sippuband, badmin- tonspaðar og flugur, brennibolti, krítar, vatnsbyssur. Þrjár lautarlegar: Hér eru þrjár uppskriftir til viðbótar að frábærum pique-nique samlokum og sígildum sumardrykk. Límonaði 1 b. vatn 1 b. sykur Safi úr 4-6 sítrónum 4 b. kalt vatn, gott er að bæta við smávegis sódavatni, toppi eða kristal Sjóðið saman 1 b. af sykri og 1 b. af vatni, hrærið í stöðugt þar til sykurinn hefur leyst alveg upp. Kælið í ísskáp. Að því loknu er þessu blandað saman við allt hitt, hellt á kælibrúsa og tekið með. Uppskriftin er margfölduð eftir þörfum. Gott er að búa til svolítið aukalega og frysta í klakaboxi til að nota út í límonaðið í staðinn fyrir venjulega ísmola. Þá þynnist það ekki út. Pan Bagnat Þessi er seld á frönsku Rívíerunni í bílförmum. 2 hvítlauksrif, marin eða smáttskorin 1/3 b. ólífuolía 1 baguette (líka gott að nota ciabatta) 2 ds. túnfiskur í olíu (líka hægt að nota þennan nýja frá Ora með hvítlauk, ólífuolíu og sólþurrkuðum tómötum) 1/3 rauðlaukur 2 msk. capers 2 msk. rauðvínsedik tómatar, sneiddir Blandið saman hvítlauk og ólífuolíu. Skerið brauðið langsum í tvennt og penslið með hvítlauksolíunni. Sigtið túnfiskinn. Blandið saman tún- fiski, rauðlauk, capers, ediki og nógu af hvítlauksolíunni til að salatið fái hæfilega „salatáferð“. Smyrjið brauðið og raðið tómatsneiðum ofan á, vefjið brauðið þétt inn í álpappír og kælið í nokkra klukkutíma fyrir lautarferðina. Þessi fjölbreytta 8 sn. fjölkornabrauð ¼ b. gráðostsósa (eða blue cheese dressing duft og ½ b. majones) 2 steiktar og skornar kjúklingabringur (hægt að hafa bara eina til að spara!) 1 þroskuð lárpera (avókadó) 8 sneiðar steikt beikon 2 harðsoðin egg 4 salatblöð Smyrjið ostsósunni á brauðið, um 2 msk. á hverja sneið. Raðið öllu hinu á og lokið í samloku. Edouard Manet hafði svo mikil áhrif með málverki sínu af lautarferð, Déjeuner sur l’herbe (hádegisverður á grasinu) árið 1863 að Cezanne, Picasso og Monet ruku til og fóru að mála myndir af þessu fyrirbæri líka. slAkA á Pique-nique í sumar Þessar dásamlegu færanlegu sumarveislur sem við köllum lautarferðir eru upprunnar í Frakklandi ... eða að minnsta kosti orðið yfir þær. Picnic, pikknikk, á frönsku: Pique- nique. Eftir byltinguna voru hinir konunglegu garðar opnaðir almenningi og piqueniquers (lautarferðalangar) fluttu sig um set úr stofum sínum og út á tún. Þótt við höfum kannski ekki efni á að ferðast mikið í sumar getum þó alltaf skroppið út í garð í pique-nique! Bon appetit!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.