Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 45

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 45
45 Skólavarðan 3.tbl. 2010 starfi. „Þeir fræðimenn sem gagnrýna sérfræðinálgunina,“ segir Anna Magnea, leggja áherslu á mannlega þáttinn og kalla eftir þátttöku allra helstu hagsmunaaðila leikskólastarfsins.“ Í rannsókn sinni kannaði Anna Magnea skólastarf í fjórum leik- skólum með tilliti til meðal annars þjónustu þeirra, rekstrarforms og tengsla þess við skólastarfið, þeirra aðferða sem notaðar höfðu verið til að leggja mat á starfið og loks hvaða kosti og galla það hefði að innleiða lýðræðilegt umræðumat. Skólarnir sem hún valdi til þátttöku voru tveir Reggio Emilio skólar og tveir Hjallaskólar. Annar Reggio skólinn er einkarekinn með þjón- ustusamning við sveitarfélag en hinn rekinn af sveitarfélagi og annar Hjallaskólinn er rekinn af Hjallastefnunni en hinn af sveitarfélagi. „Það kom mér á óvart hvað þessir skólar eru líkir hver öðrum í dag- legu starfi,“ segir Anna Magnea. „Ég held að það sé einhver menning á Íslandi sem endurspeglast í skólastarfinu og felst í fremur lítilli félagslegri virkni. Foreldrar eru til dæmis frekar lítið virkir í skóla- starfinu, það er lítið hlustað á börn og lítil umræða um plögg sem fólki er gert að vinna eftir, svo sem lög og skólanámskrár. Gerjun í skóla- starfi verður að vera til staðar í sífellu. Ég þekki til dæmis til í Dan- mörku og Danir hafa þessa samræðuhefð en við Íslendingar höfum tamið okkur að setja reglur í staðinn fyrir að ræða málin. Við slökkvum á umræðu með reglusetningum.“ Eitt af því sem Anna Magnea skoðaði var hvort rekstrarform hefði áhrif á skólastarf og komst að því að svo væri ekki. „Innra starf og gæði þess veltur ekki á rekstrarformi heldur á metnaði stjórnenda,“ segir hún. „Þá langar mig að nefna að þótt skórinn kreppi um þessar mundir þá þarf viðhorfavinna í skólum ekki að kosta neitt. Svigrúm til þess að hleypa nemendum að borðinu þegar skólastarf er metið er fyrir hendi. Reynslan af því að innleiða lýðræðislegt umræðumat í þessum fjórum skólum hefur meðal annars beint sjónum starfsfólks að því hversu greinandi og þenkjandi nemendur eru og hvað þeir eiga auðvelt með að tjá skoðanir sínar. Við þurfum bara að nota viðeigandi aðferðir til að nálgast sjónarmið barna og þær felast fyrst og fremst í því að nota leikinn og hópinn. Börn þurfa að upplifa frelsi til að tjá sig. Ef þú tekur barn og stillir því upp andspænis þér til þess að taka viðtal við það getur afrakstur orðinn rýr. En ef þú lætur það fá blað og liti eða tekur fleiri börn með þá fer eitthvað að gerast.“ Anna Magnea leggur áherslu á að börn eru ekki einsleitur hópur. „Við hugsum ekki þannig um fullorðna að þeir séu allir eins, með sömu skoðanir, áhugamál, lífsgildi og svo framvegis. En þannig hættir okkur til að hugsa um börn. Börn eru hins vegar alveg jafnólík innbyrðis og fullorðið fólk.“ Í lýðræðislegu umræðumati fá ólík sjónarmið að njóta sín og þar sem matið tekur einnig til starfsfólks leikskólans og foreldra nemendanna þá koma fram flest ef ekki öll atriði sem fulltrúar allra helstu hagsmunahópa telja að skipti mestu máli í leikskólastarfi. „Börnin sem hafa mestra hagsmuna að gæta eru einnig valdaminnst en með því að innleiða þessa aðferð eru þeim færð meiri völd,“ bendir Anna Magnea á. „Mér fannst líka frábært að sjá hversu mikið umræða jókst við að innleiða þessa matsaðferð. Fólk setti sig frekar hvert í annars spor og hafði meiri og betri skilning á aðstæðum hvert annars. Svo fengu líka allir vettvang til að setja fram skoðanir sínar. Helstu annmarkar fólust í því að ná hópum saman og mikilvægt er að skapa menningu trausts í skólunum svo að fólk þori að setja fram skoðanir sínar,“ segir Anna Magnea að lokum. Matsfræðingarnir Ernest R. House og Kenneth R. Howe skilgreindu forsendur lýðræðislegs umræðumats sem Anna Magnea notaði í rann- sókn sinni. Foreldrar eru frekar lítið virkir í skólastarfinu, það er lítið hlustað á börn og lítil umræða um plögg sem fólki er gert að vinna eftir, svo sem lög og skólanámskrár. fræÐin

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.