Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 44

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 44
44 Skólavarðan 3.tbl. 2010 „Það er hægt að fara margar ólíkar leiðir í skólastarfi,“ segir dr. Anna Magnea Hreinsdóttir, fyrsti doktorinn í leikskólafræðum sem útskrifast á Íslandi og leikskólafulltrúi Garðabæjar. „Engin leið er sú eina rétta,“ heldur hún áfram. „Það sem stendur þróun skólastarfs fyrir þrifum hér- lendis er hins vegar skortur á umræðuhefð. Hún er mjög skammt á veg komin á Íslandi og ekki bara í skólastarfi heldur á öllum sviðum mann- lífsins. Liður í að búa til og festa í sessi umræðuhefð er að hleypa öllum hagsmunahópum að í umræðu og ákvarðanatöku og byrja strax í bernsku.“ Doktorsverkefni Önnu Magneu ber titilinn: „Af því að við erum börn“. Lýðræðislegt umræðumat á menntun barna og þjónustu fjögurra íslenskra leikskóla. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starf leikskóla og meta það með aðferðum lýðræðislegs umræðumats þar sem sérstaklega er leitað eftir sjónarmiðum barna. Tilgangurinn með þessu er að vekja umræður um stöðu barna í leikskólum og færa rök fyrir því að raddir barna geti haft áhrif á starf þeirra. „Hagsmunir barna eru alls ekki alltaf í forgrunni í skipulagi skóla- starfs,“ segir Anna Magnea. Til dæmis eru það ekki þarfir barna sem ráða lengd dvalartíma. Það er miklu fremur atvinnuþátttaka foreldra, sem sagt atvinnulífið í landinu. Þá eru starfsmenn líka að gæta eigin hagsmuna, sem hefur áhrif, til að mynda er almennt ekki vinsælt að vinna til klukkan fimm á daginn.“ Anna Magnea er sjálf fyrrum skólastjóri og rekstraraðili leikskóla og segist hafa fengið þá reynslu sína staðfesta í doktorsverkefninu að börn hafi almennt litla stjórn á lífi sínu. „Sjónarmið þeirra eru oft önnur en við höldum,“ segir hún. „Þau eru til dæmis ekkert leið yfir að vera lengi í leikskólanum svo fremi það sé gaman. Ef þau skemmta sér ekki þá vilja þau fara heim. Það er athyglisvert að þótt börnin sem tóku þátt í rannsókninni séu ung að árum þá eru þau ákveðin í að þau vilja fá að ráða meiru um líf sitt. Það kom margt fleira mjög skýrt fram, til dæmis að þau vilja vera í námunda við dýr, að þau kjósa leiki með mikilli hreyfingu og að „konurnar“ ráða allt of miklu.“ Að sögn Önnu Magneu þá ráðskumst við allt of mikið með börn, hlustum lítið á þau og skipuleggjum athafnir þeirra í leikskóla um of. Lýðræðislegt umræðumat er aðferð sem var þróuð sérstaklega til að ná til valdaminni aðila, þar með talið barna. Ytra mat á skólastarfi, eins og til dæmis mat sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis, er sérfræðimat en sú nálgun hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of fjarri flóknu sam- hengi hversdagsins og ólíkum sjónarmiðum þeirra sem koma að skóla- Við fáum engu að ráða, er það nokkuð? Nei engu, konurnar ráða bara. Nemandi í leikskóla. Allir hópar eigi fulltrúa þegar skóla- starf er metið Um áhrif barna á eigið líf og lýðræðislegt umræðumat Texti: keg Myndir: js fræÐin

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.