Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 3
Í sumar var haldið námskeið sem margir kennarar frá Norðurlöndum tóku þátt í og sagt er frá hér i blaðinu. Þar var varað við afl eiðingum tiltekinnar gerðar stjórnsýslu sem kölluð er New Public Management fyrir skólakerfi ð. Þessi stjórnsýsla er grundvölluð á markaðshyggju, einkarekstri og nýfrjálshyggju. Í skjóli hennar þrífst tortryggni: Er starfsmaðurinn að gera það sem hann á að gera? Starfsmaðurinn, í þessu tilviki kennarinn, á að hámarka menntun. En vel að merkja, einungis þá menntun sem er talin ábatasöm fyrir markaðinn. Besta leiðin til að ganga úr skugga um það er eftirlit, mælingar og stutt og hraðverkandi nám, eins konar eðalspítt menntakerfi sins. Alið er á samkeppni og stjórnmálamenn, embættismenn og fjölmiðlar fá um það skilaboð að kennarar, sem samkvæmt hefðinni vilja standa vörð um kjarngóða þekkingu þar sem ekki er tjaldað til einnar nætur, séu viðsjárverðar skepnur. Árið 1953 reit dr. Símon Jóhannes Ágústsson í grein sinni Aðbúð og geðvernd kennara að kennarastarfi ð væri ekki heiglum hent: „Það reynir bæði á líkamlega og andlega hreysti og þolgæði að kenna 5-6 stundir á dag börnum og unglingum, sem oft er erfi tt að hafa sæmi- legan aga á.“ Símon taldi að hægt væri að auðvelda kennurum lífi ð með góðum aðbúnaði. Svo sagði hann: „Stundum er kennarinn hálf- gerður utanveltubesefi , eins konar útlendingur, sem aldrei er tekinn til fulls inn í það samfélag sem hann starfar í og fyrir. Auga almennings hvílir ávallt á honum, umvöndunin og kröfurnar, sem gerðar eru til hans, geta verið þvingandi og ósanngjarnar.“ Og síðar í greininni að „[a]fburðamenn í kennarastétt eru sennilega jafnfágætir að tiltölu og afburðamenn í öðrum stéttum. Þar er mest af meðalmönnum, sem geta dugað vel við góð skilyrði, og loks eru þar ýmsir sem ættu að fi nna sér annað starf.“ Minnir þetta ekki sterklega á það sem við stöndum frammi fyrir núna? Erfi ðleikarnir eru umtalsverðir og kennarar, eru þeir ekki venjulegt fólk eins og aðrir? Börn og ungmenni eiga erfi tt uppdráttar, mörg þeirra fá ekki uppeldi sem skyldi og samfélagið svíkur þau um þroskandi skólaferðir, listmenntun, tíma fyrir ígrundun og að fá að kynnast sjálfum sér og öðrum í öruggu umhverfi . Hvað er til ráða? Hvað verður kennurum til varnar í þessari baráttu? Svarið sem Elna Katrín Jónsdóttir gefur í erindi sínu á svæðisþingum tónlistarskólakennara um þessar mundir er: Fagmennska. Hún vitnar í Kant sem segir að engin afsökun önnur en leti og ragmennska sé lengur fyrir því að losa sig úr viðjum ósjálfræðis - líka þess ósjálfræðis sem felst í því að lúta ógagn- rýnið forystu annarra. „Af þessu verður að draga þá ályktun,“ segir Elna, „að sá sem telur sig menntaða manneskju verði að vera hugsandi manneskja og samkvæmt Kant þýðir það um leið að vera siðferðileg manneskja.“ Elna fjallar um kennara sem hugsandi og hugrakkar mann- eskjur sem tengja „með fagmennsku sinni saman þekkingu sína og sið- ferðileg gildi“, og brýnir þá auðvitað til þess í leiðinni að sækja fram, móta og skapa. En um leið „að sýna festu og horfa ákveðið til langtíma- áhrifa og árangurs um starf á sviði skóla- og menntamála, málefna er snerta velferð nemenda, málefna kennaramenntunar, kennarastarfsins og kennarastéttarinnar.“ Síðasta manneskjan sem ég get ekki látið hjá líða að vitna í er Katrín Jakobsdóttir. Í pistli sínum Velferð í skólum á vef menntamálaráðuneyti- sins segir hún meðal annars: „Ég leyfi mér að fullyrða að fyrir þjóð sem er að byggja sig upp skiptir öfl ugt menntakerfi sköpum. Árangur í upp- byggingu samfélagsins byggist ekki síst á samstöðu og fagmennsku þeirra sem starfa í skólunum í góðu samstarfi við grenndarsamfélagið. Í nýju menntalögunum frá 2008 er lögð áhersla á velferð, öryggi og jákvæðan skólabrag í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum og að allir nemendur fái notið skólavistar, með jafnrétti og lýðræði að leið- arljósi. Kennarinn er kjölfestan í menntakerfi okkar. Þegar allt kemur til alls er kennarinn, líðan hans, áhugi og fagmennska ein meginforsenda fyrir góðu skólastarfi þar sem hver nemandi skiptir máli. Góður kennari getur gert kraftaverk.“ Kristín Elfa Guðnadóttir 3 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Leiðari Spjörunum úr Eiríkur Jónsson Málefni Fjölbreyttar námsleiðir Skólastarf Heilsuefl andi skóli Fólkið Námsaðstoð Guðríðar Fræðin Foreldrar með ADHD Námsgögn Stoðkennarinn Samræða Ólafur og Björk um siðareglur Skólastarf Útikennsla Fræði NLS sumarnámskeið Námsferð Litli prinsinn Fagfélagið FTT Fólkið Líðan kennara Skólastarf Misskilningur um trúnað Menntapólitík Tónlistarfræðsla Slaka á Smiðshöggið Verk sem hlaut viðurkenningu Stutt á bls. 6, 44, 46 3 4 7 14 16 18 22 24 26 30 32 34 36 40 42 48 50 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor. Ljósmyndir: Jón Svavarsson (js), nema annars sé getið. Forsíðumynd: Drífa Magnúsdóttir. Börn í 2. Bekk í Egilsstaðaskóla hjá Klofasteini á göngudegi skólans. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold. Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Kristín Elfa Guðnadóttir leiðari „Kennarinn er kjölfestan í menntakerfi okkar“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.