Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 30
30 Skólavarðan 4.tbl. 2010fræðin Alls héldu átta fulltrúar frá KÍ utan til þátttöku: Ingibjörg Kristleifs- dóttir, Fjóla Þorvaldsdóttir, Marta Dögg Sigurðardóttir, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Jóhannes Þór Skúlason, Þórður Árni Hjaltested og undirritaðar. Auk okkar var stór hópur þátttakenda frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Færeyingar og Grænlendingar áttu einnig full- trúa á námskeiðinu. Anders Rusk framkvæmdastjóri samtakanna bauð námskeiðsgesti velkomna í upphafsræðu sinni en þar gat hann meðal annars um mikil- vægi norræns samstarfs og samvinnu fyrir kennara og aðra þá sem að skólamálum koma á Norðurlöndunum. Fyrirlestrar fóru fram á sænsku utan einn og voru flestir þeirra áhugaverðir. Fyrstur var sálfræðingurinn Tony Dunderfeldt sem hélt mjög áhugaverðan og gagnlegan fyrirlestur um sjálfsstyrkingu og hvernig hægt er að afstressa sig og endurnýja orku með aðeins hálfrar mínútu æfingum. Hann sagði kennara þurfa að vera sjálfmiðaða en ekki sjálflæga og að persónueinkenni þeirra ættu alltaf að fá að setja svip sinn á kennsluhætti. Tony sagði kennara ekki geta notað kennsluaðferðir sem þeir hefðu ekki trú á sjálfir. Þá talaði Jonathan Neale, lektor í Creative Studies við School of Humanities and Cultural industries við Bath Spa University á Stóra Bretlandi. Hans fyrirlestur var um hnattræna hlýnun jarðar og hversu mikilvægt væri að kenna nemendum um afleiðingar hennar í stað þess að hræða þá. Heyra mátti skiptar skoðanir um ágæti þessa fyrirlesturs, sumum þótti hann fullur af svartsýni og boða nánast endalok alls lífs á jörðinni en aðra vakti hann til umhugsunar og kveikti meðvitund um mikilvægi þess að huga að þessum þætti. Á þriðja degi hlýddum við á Miu Nykopp, taugasálfræðing á barnalæknastöð i Haglund/Esbo í Finnlandi. Fyrirlestur hennar fjallaði um börn með sérþarfir og þá sérstaklega börn í leik- og grunnskólum með ADHD og einhverfu. Mia velti meðal annars upp spurningunni hvers vegna eru börn erfiðari nú en áður? Hún ræddi um hraðann í þjóðfélaginu og sagði mikilvægt að börn vissu mörk sín og að skila- boð og reglur þyrftu að vera skýr. Engum viðstaddra datt í hug að mót- mæla þeim orðum hennar, þau komu engum á óvart. Síðari fyrirlestur þessa dags innihélt kynningu á hvernig finnskt skólakerfi er uppbyggt. Það var hin reffilega Benita Kavander, lektor og kennari við Vasa övningsskola/Åbo Akademi í Vasa sem talaði. Eflaust biðu fleiri en við spenntir eftir að heyra fyrirlesturinn þar sem Finnar hafa staðið sig mjög vel í Pisa könnunum. Benita hefur langa reynslu af því að kenna kennaranemum ásamt því að vera varaformaður finnsk-sænska kennarasambandsins FLS. Kennaranám í Finnlandi er fimm ár og þar af æfingakennsla í æfingaskólum fjórar vikur í senn í allt að sextán vikur. Í skólunum eru bekkjakennarar í fyrstu sex árgöng- unum og eftir það taka fagkennarar við. Mikil áhersla er lögð á aga sem sumum kann að þykja frekar gamaldags hugsunarháttur. Í Finnlandi er fræðsluskylda en ekki skólaskylda. Kennsluskylda kennara er mis- munandi eftir fögum og eru móðurmálskennarar með 16 til 18 tíma kennsluskyldu en kennsluskyldan er mest 24 kennslutímar (45 mín). Finnskir skólar eru skólar án aðgreiningar og vill Benita meina að ef til Fagmennska til umræðu á sumarnámskeiði NLS Íslensku þátttakendurnir ásamt nokkrum færeyskum félögum. Á myndina vantar Fjólu Þorvaldsdóttur. Hið árlega sumarnámskeið NLS (Nordiska Lärarorganisationernas Samråd) var haldið í Nådendal í Finnlandi dagana 29. júní – 3. júlí sl. Yfirskriftin var Menntapólitískar áskoranir, fagmennskan í forgrunni. Lára Guðrún Agnarsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín voru á staðnum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.