Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 46

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 46
46 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Í síðasta blaði kynntum við nýja ráðgjafar- þjónustu á vegum Skólavörðunnar og Kenn- arasambandsins. Hægt er að spyrja eftirtalda ráðgjafa um mál sem heyra undir þeirra verk- svið. Nokkur erindi hafa borist þar sem óskað var eftir að bréfin yrðu ekki birt og hefur þeim verið svarað persónulega. Önnur bréf verða birt í Skólavörðunni eða á www.ki.is Fyrirspyrjandi getur óskað nafnleyndar þótt hann gefi leyfi sitt fyrir birtingu bréfs. Hvert á að senda fyrirspurn? Á netfangið kristin@ki.is og merkja hana í bréfatitili með þessum hætti: RÁÐGJÖF (nafn ráðgjafa). Dæmi: RÁÐGJÖF Margrét Gunnarsdóttir. stutt Félagsmenn KÍ! Nýtið ykkur ráðgjafarþjónustuna Kaup og kjör Ráðgjafi: Ingibjörg Úlfars- dóttir launafulltrúi KÍ. Vinnuumhverfi Ráðgjafi: Hafdís Dögg Guð- mundsdóttir starfsmaður vinnuumhverfisnefndar KÍ. Starfsendurhæfing Ráðgjafi: Margrét Gunnars- dóttir ráðgjafi KÍ hjá VIRK. Samkeppni um mynd- verk og slagorð lokið Efnt var til samkeppni um myndverk til birt- ingar í Skólavörðunni og slagorða til birtingar í henni eða Eplinu fyrr á þessu ári. Rúmur tugur verka barst og vann ekkert þeirra til 1.-3. verðlauna en höfundar tveggja verka hlutu viðurkenningu og fimmtán þúsund króna peningaverðlaun. Annað verkanna er birt á blaðsíðu 50 í þessu blaði og hitt verður birt í næsta tölublaði. Við þökkum öllum sem áttu innsend verk kærlega fyrir þátttökuna! Tveir búnir að tilkynna framboð - frestur rennur út 15. október Þau Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og Þórður Á. Hjaltested varaformaður FG eru búin að tilkynna framboð sitt til formanns- kjörs KÍ. Hægt er að tilkynna framboð til 15. október. Sjá auglýsingu á bls. 28 í síðustu Skólavörðu og á vef KÍ, www.ki.is Sigrún og Árni með toppfyrirlestra á ársfundi ANMA Ársfundur ANMA, félags tónlistarháskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, var haldinn í Listaháskólanum dagana 6. og 7. september. Til fundarins mættu rektorar tónlistarháskólanna og ræddu sín á milli um samstarf skólanna, markmið í alþjóðasamstarfi, þróun kennslu og endurmenntun. Einnig var borin saman mismunandi uppbygging tónlistarnáms á öllum námsstigum í viðkomandi löndum. Meðal framsögumanna á fundinum voru Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara (FT) og Árni Sigurbjarnarson, stjórnarmaður í FT og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur. Þau Sigrún og Árni fluttu góða fyrirlestra sem vöktu athygli og umræður en fyrirlestra sína byggðu þau á könnun FT, „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“, og fleiri gögnum. Í könnuninni eru ólík skólalíkön skoðuð út frá þjónustu-, kostnaðar- og virknistuðlum, skiptingu í námsáfanga, kennslugreinum, aldri nemenda o.fl. Þessi könnun auk úttektar Anne Bamford á stöðu list- fræðslu á Íslandi eru meðal þess sem rætt er um á yfirstandandi svæðisþingum tónlistarskóla- kennara víða um land.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.