Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 22
22 Skólavarðan 4.tbl. 2010námsgögn Geturðu frætt lesendur um það í stuttu máli hvað og hver Stoðkennarinn er? Ef Stoðkennarinn væri persóna af holdi og blóði þá mætti segja að hann væri ofvirkt séní. Hann er til taks 24 tíma sólarhrings, allan árs- ins hring. Hann kennir nemendum grunnatriði í íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði og tölvunotkun, leggur fyrir þá verkefni sem hann fer yfi r á innan við sekúndu og skráir einkunnir í einkunnabók. Og ekki nóg með það, heldur veitir hann kennurum og foreldrum aðgang að einkunnabókum og heldur utan um virkni nemenda öllum stundum. Stoðkennarinn er sem sagt gagnvirkur námsvefur. Felst mikil vinna í því að halda svona námsvef við? Það fer auðvitað eftir metnaði hver og eins. En ef vefur er ekki í sífelldri þróun er hætt við að hann dagi uppi sem steingervingur á nokkrum árum. Net- og tölvutækni fl eygir fram og við höfum lagt áherslu á að fylgja þeirri þróun. Á síðasta ári endurhönnuðum við kerfi ð frá grunni og bættum ýmsum nýjum þáttum við, til dæmis leggjum við meiri áherslu á að þjónusta foreldra. Við ætlum okkur líka að byrja að sinna miðstiginu, en hingað til hefur Stoðkennarinn einbeitt sér að unglingastiginu. Þú talar um að sinna foreldrum betur. Hvað felst í því? Hverjum nemandaaðgangi fylgir frír foreldraaðgangur. Foreldrar geta þá skráð sig inn á vefi nn, skoðað og jafnvel rifjað upp námsefnið og fylgst með gengi og virkni barna sinna. Ég held að margir foreldrar vilji styðja við bakið á börnum sínum en skortir oft þekkingu á náms- efninu til þess. Með hjálp Stoðkennarans geta þeir hins vegar fylgst með gengi barns síns og hvatt það áfram. Hvernig móttökur hefur Stoðkennarinn fengið? Þeir sem hafa hleypt honum inn eru stóránægðir. Hann léttir kennurum vinnu sína en hjálpar um leið við að gera kennslu markvissari. Kenn- arar hafa miklu meiri yfi rsýn yfi r framvindu nemenda. Það er mikið rætt um einstaklingsmiðað nám en eins og kennarar vita er erfi tt að sinna því með stóra nemendahópa þar sem einstaklingar eru mjög ólíkir. Vel gerðir námsvefi r eiga þátt í því að auðvelda skólum að sinna hlutverki sínu. En hitt er svo annað mál að það getur verið erfi tt að fá skóla til að opna dyrnar. Þeim er auðvitað gert að spara við núverandi aðstæður. En ég er viss um að það má ná fram sparnaði með því að nota Stoðkennarann. Hvernig? Í fyrsta lagi er Stoðkennarinn ekki dýr, í raun afar ódýr. Og skóli þarf ekki að kaupa aðgang fyrir alla nemendur heldur aðeins þá sem koma til með að nota vefi nn. Sérkennsla er skólum dýr en vefurinn hefur hentað afar vel þar. Eftirfylgni er til dæmis einfaldari því allir þeir sem koma að kennslu nemenda geta fylgst með framvindu og samræmt aðgerðir sínar. Einnig er hentugt að nota vefi nn í forfallakennslu því hann getur gefi ð nákvæmar upplýsingar um hvað hver og einn var að gera á tilteknu tímabili. Og enn má nefna sparnað við útprentun verk- efna. Nemendur geta jafnvel skilað inn textum yfi r netið og kennari farið yfi r í gagnvirku umhverfi . Eruð þið bjartsýnir? Já, við fi nnum fyrir auknum áhuga á Stoðkennaranum, bæði hjá skólum og heimilum. Tölvan mun aldrei koma í staðinn fyrir kenn- arann, en hún er ótvírætt nytsamlegt tæki ef hún er notuð á réttan hátt. Björn Víkingur, stærðfræðikennari við Holtaskóla (ágúst 2010): „Við kennarar í Holtaskóla höfum notast við Stoðkennarann í nokkur ár fyrir nemendur skólans og líkað vel. Forritið nýtist sem sjálfstætt ítarefni við annað námsefni þar sem efnisatriði þess smellpassa við efnisatriði kennslubókanna og námskrár. Nem- endur hafa einnig tekið Stoðkennaranum fagnandi og margir fengið útrás fyrir keppnisanda og námsmetnað. Nemendur vinna við forritið bæði í skólanum og heima. Auðvelt er að setja þeim fyrir ákveðin efnisatriði sem þeir eiga að ljúka fyrir tiltekinn tíma og auðvelt er að halda utan um allar niðurstöður um árangur nemenda. Þannig hafa kennarar nýtt Stoðkennarann sem viðbót við fl óruna í námsmati. Stoðkennarinn hefur því öðlast fastan sess í kennsluáætlunum og námsmati kennara á unglingastigi í Holtaskóla.“ Ásdís Ögmundsdóttir, 10. bekk í Borgaskóla (ágúst 2010): Ásdís Ögmundsdóttir í 10. bekk í Borgaskóla (Grafarvogi) hefur notað Stoðkennarann frá því í byrjun ágúst, aðallega í stærðfræði þar sem hún þarf að bæta sig. „Mér fi nnst vefurinn mjög sniðugur og hann hjálpar mér mjög mikið. Hérna get ég fengið góðan grunn í því sem ég er að læra í skólanum. Þetta hefur hjálpað mér mjög mikið í stærðfræðinni og ég hef lært heilmargt á stuttum tíma. Þegar maður leysir dæmin þá er maður í samkeppni við sjálfan sig og vill alltaf gera betur og ná að leysa sem fl est dæmi. Þegar maður fær 10 þá er maður voða ánægður og þegar ég fæ lægri einkunn í þessum prufudæmum þá held ég áfram og vil gera betur. Í Stoðkennaranum er maður líka í næði og nær að einbeita sér betur að dæmunum en í skólanum. Svo er líka margt annað þarna sem maður getur valið úr sem mig langar að ná framförum í, eins og til dæmis danskan.“ Ofvirkt séní Einu sinni var kennari sem bjó til námsvef. Kennarinn heitir Starkaður Barkarson og við spurðum hann um vefi nn hans, Stoðkennarann. Texti: keg Mynd: Úr safni SB Starkaður Barkarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Stoðkennarans, og Guðmundur Ingi Jónsson, verkefnisstjóri.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.