Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 27
27
Skólavarðan 4.tbl. 2010
Örlað hefur á ágreiningi um orðavalið útikennsla eða útinám en hvort
heldur sem rætt er um útikennslu eða útinám, jafnvel útimenntun,
þá er um að ræða fjölbreytt starf nemenda og kennara sem fer fram
utandyra. Um það hverfist sú skilgreining sem Náttúruskóli Reykja-
víkur byggist á:
Útikennsla er þegar nemendur fara reglulega í kennslustund utan-
dyra þar sem náttúra og/eða umhverfi er notað sem kennslurými og
kennslugögn.1
Útikennsla er frábrugðin hefðbundinni útiveru að því leyti að um er
að ræða kennslustund, því felur hún ávallt í sér skilgreind námsmark-
mið í samræmi við námskrár. Einnig er átt við að slík kennslustund fari
fram reglulega og sé hluti af hefðbundinni vinnu nemenda og kennara.
Þannig á útikennslan að tengjast með eðlilegum hætti því starfi sem
fram fer innandyra í skólanum, bæði fyrir og eftir útikennslustundina.
Að síðustu gengur skilgreining útikennslu út frá því að umgjörð og
efniviður kennslunnar sé umhverfið og náttúran, ekki aðeins óspillt
náttúra heldur allt umhverfi, einnig manngert.
Kostir útikennslu
Útikennsla hefur fjölmarga kosti sem auka velferð og nám þeirra sem
taka þátt í henni. Hún fellur mjög vel að áherslum um einstaklings-
miðað nám. Utandyra er mikill sveigjanleiki í vinnubrögðum og nem-
andinn fær tækifæri til að nálgast viðfangsefnið á persónulegum nótum
(Cooper 1997, Woodhouse, Knapp 2000).
Einn nemandi kýs að sitja uppi við trjástofn meðan hann leysir
verkefni, annar velur að liggja á maganum í grasinu. Enn aðrir kjósa
að sitja á sessum eða bekkjum. Í fæstum skólastofum yrði það hins
vegar liðið að nemendur sætu bak við hurð, undir vaski eða inni í skáp
á meðan þeir leystu verkefni sín. Með sama hætti verða hugrænar
nálganir nemenda einstaklingsmiðaðri og úrlausnir þeirra fjölbreyttari
og persónulegri þegar þeir fást við viðfangsefni utandyra.
Þar fá nemendur tækifæri til að fást við raunveruleg viðfangsefni
í raunverulegu umhverfi, raunverulegar lífverur, aðstæður, verkefni.
Persónuleg reynsla nemandans skiptir sköpum fyrir ábyrgð hans á
skólastarf
framvindu verkefnisins. Slík verkefni hafa aukna þýðingu fyrir ein-
staklinginn og hann fær tækifæri til að láta ljós sitt skína (Cooper
1997).
Þegar kennsla fer fram utandyra er félagslegt umhverfi brotið
upp. Með því er átt við að hlutverk sem einstaklingarnir eru í, bæði
nemendur og kennarar, eru ekki eins fastmótuð og gjarnan er í hefð-
bundnara kennsluumhverfi. Umhverfið skipar okkur ekki fyrirfram á
tiltekinn stað líkt og gerist þar sem kennsla fer fram í ferköntuðu rými
þar sem allir eiga sitt ákveðna vinnurými. Í úti-kennslu fá nemendur og
kennarar tækifæri til að kynnast fleiri hliðum hver annars og félagsleg
tengsl verða margbreytilegri (SEER 2000, Bendix 2003).
Í útikennslu er ferli kennslunnar ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Upp geta
komið tilvik sem kennarar og nemendur þurfa að bregðast hratt við,
svo sem óhöpp, óvæntar breytingar í veðri eða umhverfi sem kalla fram
ólíkar tilfinningar, hræðslu, gleði, forvitni. Fólk þarf að sýna samúð,
umburðarlyndi og nærgætni og það brýtur upp hefðbundin félagsleg
tengsl nemenda og kennara.
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á tengsl reglulegrar útikennslu og
bættrar hreyfifærni. Einkum á það við um yngstu nemendurna sem fá
fjölbreyttari líkamsþjálfun þar sem kennslan fer fram í óskipulagðara
umhverfi. Jafnvægi og samhæfing hreyfinga ungra barna er betri meðal
þeirra sem vön eru að athafna sig á ójöfnu undirlagi eins og þúfum í
móa og steinklöppum og úthald barna eykst við reglulega útikennslu
(Fjørtoft 2001).
Að auki er útivist heilsusamleg og holl öllum, bæði nemendum og
kennurum. Fjölmargar rannsóknir benda til aukinnar vellíðunar, bæði
líkamlegrar og andlegrar, hjá einstaklingum sem eru í reglulegum
tengslum við náttúru (White 1997, Charles 2009).
Að flytja kennslu út undir bert loft leggur lóð á vogarskálarnar í
baráttu gegn þyngdaraukningu barna og stöðugt minnkandi hreyfingu
þeirra (Anna Sigríður Ólafsdóttir 2001, Virkni í skólastarfi 2010).
Þegar kennslustund fer fram utandyra felur hún ávallt í sér fjölbreytta
hreyfingu. Án þess að því sé veitt athygli eða skipulagt sérstaklega
hreyfa nemendur sig miklu meira utandyra við úrlausn verkefna. Þeir
1 Náttúruskólanum er tamara að nota orðið útikennsla þar sem starfsemi hans snýr að því að auka kennslufærni kennara og því verður það orð notað í þessari grein.
Í kennslustundum utandyra kynnast
einstaklingarnir fleiri flötum á persónu-
leika hvers annars og með sama hætti
dýpka tengsl nemenda og kennara.