Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 20
20 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Mynd: Villi.Ingi heimanáms sagði önnur móðir: „Stundum eru börnin að koma heim með heimanám sem lítur kannski út fyrir að vera meira heimanámsins vegna ... látum þau bara lita mynd við þetta ljóð. Það er engin sérstök þjálfun fólgin í því skilurðu. ... en atriði sem eru mikilvæg þjálfunar- atriði eins og lestur, mér finnst eðlilegt að þau þjálfi sig heima, skil- urðu, í að lesa.“ Báðar nefndu þær einnig að þeim og sonunum reyndist erfitt að skilja tilgang heimanáms þar sem skólinn væri vinna barna og það orkaði tvímælis að senda ung börn heim með aukavinnu. Heimanám væri því annaðhvort óþarfur streituvaldur eða markviss og nauðsynleg þjálfun. Hvort væri, færi eftir sjónarhorninu á heimanám og hvernig það væri upp byggt. Ein móðirin dró upp dökka mynd af heimanámi og sagði að það hefði alltaf verið mikil kvöð, á heimilinu ríkti hreinlega stríðsástand í kringum það. Hún þyrfti að undirbúa sig andlega undir hvert skipti. Hún sagði þó að þegar heimanámi væri skilað þá fylltist bæði hún og drengurinn stolti. Mæðurnar töluðu um að heimanámið gengi erfiðlega ef þær væru þreyttar, pirraðar eða stressaðar og utan við sig og þær, ekki síður en drengirnir, þyrftu að vera upplagðar í heimanámið. Tími dags skipti þær því máli, rétt eins og þá. Enginn kennaranna var talsmaður mikils heimanáms og allir vildu þeir takmarka það eins og kostur væri. Þeir töluðu um mikilvægi þess að hafa heimanám hæfilega krefjandi, skemmtilegt og spennandi bæði fyrir börn og foreldra og taka ætti mið af stöðu barnsins og fjölskylduaðstæðum. Allir kennararnir töluðu um mikilvægi þess að hræðast ekki að afnema heimanám í einhvern tíma hjá einstaka barni. Aðstæður barns ættu að ráða því hvort heimanám væri framkvæmanlegt. Heimanám ætti ekki að vera streituvaldur og mætti alls ekki vera íþyngjandi. Allir kennararnir sögðu heimanám eiga að vera í stöðugri endurskoðun. Öllum viðmælendum bar saman um að þátttaka foreldra í námi barna skipti máli þegar horft væri til lengri tíma. Einnig töluðu þeir um að stuðningur og áhugi foreldra á því sem barnið tæki sér fyrir hendur skilaði árangri, meðal annars bættum námsárangri. Einn kennarinn orðaði þetta svona: „Verðum við ekki að telja að skólinn skipti máli upp á framtíðina? Heimanámið er hluti af náminu, fer fram heima líka ... og kannski líka þetta að setja sér þennan aga, að þú hafir einhver verkefni til að vinna og verðir að finna þér tíma til að vinna þau og muna eftir að skila þeim.“ Þátttaka foreldra í námi barna var því almennt talin mikilvæg og í því ljósi væri áríðandi að tryggja að samskiptin væru sem heiðarlegust og hver einstaklingur axlaði þá ábyrgð sem honum bæri. Viðmælendur töluðu í því samhengi um mikilvægi þess að hlutverk hvers og eins væru skýr og skólinn þyrfti að hafa stefnu í heimanámi, tilgangur þess og markmið samstarfs yrði að vera ljós til að vel tækist til. Samskipti Mæðurnar voru almennt sáttar við kennarana og töldu að samskiptin við þá væru í flesta staði góð og styrktu þær, bæði sem mæður og ein- staklinga. Á heildina litið áttu mæðurnar ánægjuleg samskipti við kenn- arana og markmið með samstarfinu voru oftast nær skýr. Kennararnir töluðu um nauðsyn þess að foreldrar vissu til hvers væri ætlast af þeim í samskiptum og hreinskilni og opin samskipti gögnuðust vel. Ein móðirin sagði: „Ef það er ekkert aðhald þá fer ramminn bara að svigna. Af því að þá veit maður ekki lengur til hvers er ætlast.“ Mæðurnar voru nokkuð sammála um hvert þeirra hlutverk væri í samskiptum við kenn- ara. Þær litu á það sem sitt hlutverk að miðla upplýsingum til skólans um gengi barns og heimilisaðstæður og þær tækju við upplýsingum frá kennaranum. Allir viðmælendurnir sex voru sammála um að sam- skiptin einkenndust af gagnkvæmri virðingu, trausti og trúnaði og að þetta væru þeir þrír þættir sem stuðluðu að farsælu samstarfi heimilis og skóla. Einn kennarinn sagði þetta skipta mestu máli í samskiptum: „Traust, að það sé traust á milli, að maður geti sagt það sem manni finnst og þau líka til baka. Ég held að traustið skipti mestu máli. ... [Trúnaður] skiptir náttúrulega ekki síður miklu máli, bæði það að maður sem fagmaður beri þennan trúnað og þú segir ekkert frá hlutum. Það liggur í því, traustið, að maður getur sagt allt, en reiknað með því og trúað því og treyst að það fari ekkert lengra. Að maður sé alveg óhræddur við það.“ Annar kennari hafði þetta að segja um virðingu: „Það á sér ekkert nám stað nema það sé gleði, traust, virðing og þá er gagnkvæm virðing fyrir nemanda og kennara. Við eigum náttúrulega ekki að bera minni virðingu fyrir nemendum okkar en þeir fyrir okkur. Annars gerist ekkert jákvætt.“ Einnig var talað um mikilvægi hlustunar og áberandi var hve fúsir kennararnir voru að hlusta á mæðurnar og hafa þær með í ýmsum ákvörðunum er vörðuðu börn þeirra. Velferð og menntun barnanna var í fyrirrúmi og kennararnir horfðu á barnið í víðu samhengi og tóku velferð fjölskyldunnar með í heildarmyndina. Ein móðirin sagði: Ég hlakka svo til að geta einmitt af minni reynslu hjálpað honum að ná sínu takmarki. Reynsla mín svona heilt yfir af heimanámi er að þetta er mjög streituvaldandi ... bæði einhvern veginn inni á heimilinu og svona dags daglega. fræðin

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.