Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 34
34 Skólavarðan 4.tbl. 2010fagfélagið Félag talkennara og talmeinafræðinga (FTT) er eitt fagfélaganna í Kennarasam- bandinu. Að sögn Kristins Hilmarssonar formanns þess eru „félagar í FTT alltaf eitthvað að sýsla og margt af því í frásögur færandi.“ Kristinn segir frá markverðum áföngum og fleiru í starfsemi félagsins sem fagnar því um þessar mundir að loks er hægt að læra talmeinafræði hérlendis. Áralangri baráttu félagsins fyrir að fá nám í talmeinafræði heim til Íslands er nýlega lokið en fyrsti kennsludagur í þverfaglegu meistara- námi í talmeinafræði við Háskóla Íslands var 30. ágúst 2010. Fimmtán nemendur hafa hafið sitt tveggja ára nám og verða nýnemar teknir inn annað hvert ár. Þessi atburður er einn af stærstu áföngum í sögu talkennslu og talmeinafræða á Íslandi og vonandi upphaf að gróskumiklum rannsóknum og framförum í allri kennslu og þjálfun barna og fullorðinna sem glíma við mál- og talörðugleika. Félag talkennara og talmeinafræðinga tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi og það hefur sýnt okkur að nám í talmeinafræði verður að kenna í því landi sem talkennarar og talmeinafræð- ingar starfa. Menning, siðir, venjur, lands- hættir of síðast en ekki síst tungumálið hefur áhrif á hvernig talkennarar og talmeinafræð- ingar nálgast viðfangsefni sín hvort sem um er að ræða kennslu, þjálfun eða rannsóknir. Nýliðun hefur verið hæg og meðalaldur félagsmanna hækkað jafnt og þétt. Það stefndi í óefni ef ekki hefði tekist að koma náminu heim. En nú lítur þetta betur út fyrir fræði- greinina og ekki síst fyrir málhamlaða á Íslandi sem munu hagnast mest á að fá námið heim. Markmiðið er sameining allra talkennara og talmeinafræðinga í eitt félag Verkefni og baráttumál félagsins hafa verið mörg. Félagið hefur samþykkt siðareglur sem félagsmenn fylgja, barist fyrir að þjónusta við börn, unglinga og fullorðna sem glíma við mál- og talörðugleika verði veitt sem víðast, barist fyrir réttindum sínum og löggildingu, gefið út tímarit, komið að samningum og gefið álit og umsagnir. Samkvæmt lögum FTT er markmið félagsins að sameina alla talkennara og talmeinafræðinga í eitt félag, gæta hagsmuna þeirra, taka þátt í starfi erlendra systurfélaga, standa fyrir fræðslu og kynningarstarfsemi og hvetja til og taka þátt í rannsóknum. Málþroskafrávik er þema í nýju tölublaði Talmeinafræði er ung fræðigrein. Fyrstu tal- kennararnir tóku til starfa 1953 og 1954 og svo fór þeim fjölgandi og störfuðu í fyrstu aðallega í sérskólum. Formlegur stofndagur FTT er 11. september 1981 og verður félagið því þrjátíu ára á næsta ári. Frá 1984 höfum við gefið út félagsblað sem við köllum Talfræðinginn. Með honum miðlum við af þekkingu okkar hvert til annars og allra þeirra sem hafa áhuga og starfa með málhömluðum. Nýjasta tölublaðið er nýlega komið út og eins og síðustu ár er um þemahefti að ræða. Blaðið fjallar að þessu sinni um málþroska- frávik leik- og grunnskólabarna. Málþroska- frávik eru nokkuð algeng en bandaríska menntamálaráðuneytið telur að um 10% grunnskólabarna og 15% leikskólabarna glími við einhvers konar frávik í máli og tali. Málþroskafrávik á leikskólaaldri koma gjarnan fram sem námserfiðleikar síðar meir. Lestrarerfiðleikar eru nátengdir frávikum í máli og tali. Lestur byggist annars vegar á umskráningu og hins vegar á lesskilningi. Báðir þessir þættir eru tengdir því hvernig einstaklingur vinnur úr hljóðum og almennri málþekkingu hans. Í blaðinu eru nokkrar greinar sem fjalla um samband málþroska og lestrar. Þar er fjallað um lesskilningserfiðleika, horfur barna sem greinast með sértæka mál- þroskaröskun á leikskólaaldri, greiningartækið LOGOS og orðminniserfiðleika. Ennfremur eru hagnýtar greinar þar sem sagt er frá nýút- komnu námsefni um íslensku málhljóðin og lestrarnám (Lubbi finnur málbein, Lærum og leikum með hljóðin og Fimm vinir í leik og lestri). Foreldrar segja frá reynslu sinni af því að eiga barn með tal- og málþroskaröskun en víða er pottur brotinn í þjónustu þessara barna, sérstaklega í grunnskólum. talmein.is Heimasíða félagsins, talmein.is, var uppfærð á árinu og nýja síðan er einfaldari í notkun. Á heimasíðunni má fræðast um starf félagsins, hvar félagar starfa, panta nýjasta og eldri árganga af Talfræðingnum (talfræðingurinn@ talmein.is), finna gagnlega tengla og hafa samband með því að senda okkur línu á net- fangið talmein@talmein.is. Þar eru námskeið auglýst og þar verður sagt frá viðburðum sem tengjast þrjátíu ára afmæli félagsins. Víða pottur brotinn í þjónustu við nemendur Texti: Kristinn Hilmarsson Kristinn er formaður Félags talkennara og talmeinafræðinga Mynd: Frá höfundi Málþroskafrávik á leik- skólaaldri koma gjarnan fram sem námserfiðleikar síðar meir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.