Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 42

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 42
42 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Þann 24. ágúst sl. gengu Sigrún Grendal, Árni Sigurbjarnarson og Jón Hrólfur Sigurjónsson í stjórn Félags tónlistarskólakennara (FT) á fund borgarstjóra og ræddu við hann um málefni íslenskra tónlistarskóla og stefnumörkun og rannsóknaniðurstöður um gildi list- arinnar í menntun og mótun menntastefnu og -kerfa. Fundurinn var haldinn að frumkvæði FT og til að fylgja eftir bréfi sem félagið hafði sent nokkru áður. Að sögn Sigrúnar Grendal var fundurinn mjög góður en auk ofangreindra sátu hann þau Laufey Ólafsdóttir, Oddný Sturlu- dóttir, Óttar Proppè og S. Björn Blöndal. „Þetta var jákvæður fundur og þar fóru fram mjög gagnlegar og faglegar umræður“, sagði Sigrún ennfremur eftir fundinn. Þann 25. ágúst sl. var síðan haldinn 126. fundur menntaráðs Reykjavíkur. Þar voru svohljóðandi tillögur samþykktar samhljóða: 1. Menntaráð samþykkir að óska eftir 102 m.kr. viðbótarfjármagni vegna tónlistarskóla við borgarráð. 2. Menntaráð samþykkir að marka stefnu um tónlistarfræðslu í Reykjavík. Fræðslustjóra verði falið að skipa í starfshóp sem skili tillögum fyrir áramót. Leiðarljósið verði að efla fagvitund, kostnaðarvitund, samstarf og jafnræði þegar kemur að tónlistarnámi og öllu skipulagi tónlistarskóla í Reykjavík. Menntaráð samþykkir jafnframt að frá og með hausti 2011 verði tónlistarnám barna og ungmenna í forgangi. Því verði sett aldursviðmið um þá nem- endur sem Reykjavík niðurgreiðir tónlistarnám hjá. Þorgerður L. Diðriksdóttir (KFR) óskaði bókað eftirfarandi: Fulltrúi kennara leggur áherslu á að sveitarfélög þrýsti á samninga- viðræður ríkis og sveitarfélaga um endurskoðun á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi tónlistarskóla. Í samræmi við verka- skiptingu í hinu almenna skólakerfi þá er hliðstæð nálgun í tónlistar- skólakerfinu, sem ekki er aldurstengt, að miða annars vegar við grunn- og miðnám og hins vegar við framhaldsnám. Fulltrúi kennara vill beina því til menntaráðs að tekið verði mið af uppbyggingu tónlistarnáms í viðræðunum og lagt að ríkinu að taka framhaldsnám í tónlistarskólum í sinn hlut. Starfshópurinn hefur verið myndaður og er að hefja störf. Það verður athyglisvert að fá niðurstöður hópsins en þeirra er að vænta fyrir áramót eins og fram kemur í síðari tillögunni. Í hópnum sitja Oddný Sturludóttir formaður menntaráðs, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, menntaráði, Sigurður Sævarsson tónlistarskólastjóri, Stefán Stefánsson tónlistarskólastjóri, Einar Jónsson stjórnandi skólahljómsveitar Grafar- vogs, Elín Halldórsdóttir tónmenntakennari í Háteigsskóla og Laufey Ólafsdóttir forstöðumaður tónlistarmála í Reykjavík. Bréfið til borgarstjóra (sent 16. ágúst) Efni: Tónlistarfræðsla og niðurskurður Stjórn Félags tónlistarskólakennara (FT) vill byrja á því að lýsa ánægju sinni yfir þeim áherslum sem ný borgarstjórn færir inn í starfsemi Reykjavíkurborgar. Við fögnum þeirri stefnu Besta flokksins að gera listir að grunnþætti í skólastarfi í samræmi við „Vegvísi fyrir list- fræðslu“, stefnumörkunarskjal UNESCO, þar sem megin inntakið er að listir og menning þurfi að öðlast miðlægan sess í mennta- kerfum þjóða. Þessi stefna er í takt við umræðu og aðgerðir víða um heim þar sem horft er til fjölda rannsókna og stefnumarkandi pólitískra yfirlýsinga sem benda á nauðsyn þess að menntakerfið setji í forsæti að stuðla að alhliða persónuþroska einstaklinga í stað hefðbundinna áherslna á þekkingu og miðlun þekkingar. Rannsóknir sýna jafnframt að ein skil- virkasta leiðin til að vinna að alhliða persónuþroska einstaklinga er í gegnum listir og skapandi starf – og að almenna skólakerfið verði að opna fyrir utan að komandi þekkingu og getu. Í „The Wow Factor“, alþjóðlegri rannsókn um áhrif lista á menntun (UNESCO 2006), kemur fram að þar sem listum og menningu er gert hátt undir höfði í menntakerfi þjóða eru gæði almennrar menntunar hvað mest. Gæðin eru mest þar sem tekst að virkja sérþekkingu úti í samfélaginu til stuðnings hinu almenna skólakerfi. Einnig má benda á að á ráðstefnunni „Skapende læring“ í Osló árið 2009 kom fram í erindi Paul Roberts, framkvæmdastjóra „Improvement and Development Agency for Local Government“ í Englandi, að til að halda áfram að þróa og bæta menntun sé ekki lengur hægt að halda áfram á sömu braut heldur verði að líta til nýrra viðmiða, þ.e. sköpunar og menningar („Creativity and Culture“). „Besti flokkurinn vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og vill skapa besta samfélag sem til er þar sem öllum líður vel.“ Í Vegvísi fyrir listfræðslu, sem Besti flokkurinn hefur komið inn á í sínum áherslum, er eftirfarandi dregið fram: • Vandamál samfélaga í dag felst ekki í þekkingarskorti, heldur felst það í vanhæfni til að nýta fyrirliggjandi þekkingu út frá heildar- hagsmunum þar sem umhyggja og réttlæti eru höfð að leiðarljósi. • Mikil áhersla á bóknám fram yfir nám þar sem tilfinningar koma meira við sögu hefur valdið því að vaxandi gjá hefur myndast milli vitræns og tilfinningalegs þroska. Prófessor Antonio Damasio heldur því fram að þessi áhersla á hið vitræna á kostnað hins tilfinningalega eigi þátt í hrakandi siðferði í nútíma samfélagi. • Tilfinningar eru samofnar allri ákvarðanatöku og virka sem leiðar- ljós eða vegvísir fyrir athafnir og hugmyndir, hugsun og dómgreind. Án aðkomu tilfinninga yrði hver athöfn, hugmynd eða ákvörðun alfarið byggð á rökrænum forsendum. • Siðræn hegðun, sem er undirstaða samfélagslegrar tilveru, krefst tilfinningalegrar þátttöku. Prófessor Damasio heldur því fram að listfræðsla styrki friðarmenningu vegna þess að slík fræðsla stuðli að tilfinningalegri virkni og betra jafnvægi milli vitræns og tilfinningalegs þroska. Stjórn Félags tónlistarskólakennara vill benda á að allt sem hefur komið fram hér að framan samræmist áherslum Besta flokksins um að byggja á inntaki Vegvísis fyrir listfræðslu í menntun þeirra sem erfa landið sem og að vinna að stöðugum umbótum á sam- félaginu og skapa besta samfélag sem til er þar sem öllum líður vel. Tónlistarskólar hafa bæði mennta- og menningarhlutverki að gegna og eru eitt öflugasta tækið sem sveitarfélög hafa til að efla menningar- og listastarfsemi í samfélaginu. Breyttar þarfir samfélaga á núlíðandi öld kalla eftir auknu vægi skapandi námsgreina í menntun auk þess sem fólk leitar í vaxandi mæli til lífsgæða sem felast í listum og menn- ingu. Þetta á ekki síður við á krepputímum. Tónlistarskólar hafa bæði mennta- og menningarhlutverki að gegna og eru eitt öflugasta tækið sem sveitarfélög hafa til að efla menningar- og lista- starfsemi í samfélaginu. menntapólitík Mörkuð stefna í tónlistarfræðslu í Reykjavík Árangursríkur fundur tónlistarskólakennara og borgarstjóra

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.