Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 44

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 44
44 Skólavarðan 4.tbl. 2010 raunvísindum minnkar. Fegurð og undirgefni verða skilgreining á hvað það er að vera ung kona. Þegar stelpur hafa komist yfi r jarðsprengjusvæði unglingsáranna mæta þeim enn meira krefjandi verkefni í „alvöruheiminum“, þær basla við að samþætta mótsagnir í hugmyndum um metnað og kvenleika, auk togstreitu vegna gilda sem stangast á um vinnu og uppeldi.“ Þetta eru ágætir punktar sem dr. Eliot dregur fram en er ekki merkjanlegur munur á lýsingu á strákum og stelpum? Hjá strákum eru fremur dregnar fram staðreyndir (lægri einkunnir o.s.frv.) en á hjá stelpum óhlutbundnari þættir og orðað með þeim hætti að þeir liggi ekki síst hjá stelpunum sjálfum (þær eru í togstreitu og basla við mótsagnir). Hvar er stofnanabundið misrétti? Hvað fi nnst ykkur, lesendur góðir? keg stutt „Kynferði skiptir máli. Sama hvað við reynum að koma eins fram við stelpur og stráka hafa þau ólíka styrkleika og veikleika og standa andspænis ólíkum áskorunum þegar þau vaxa úr grasi. Strákar eru viðkvæmari snemma ævinnar: þeir þroskast hægar, veikjast oftar og eru síður líklegir til að hafa náð góðum tökum á máli, sjálfsstjórn og fínhreyfi ngum þegar þeir hefja grunnskólagöngu. Á undanförnum árum hafa akademískar væntingar aukist hraðbyri og hægfara skólabyrjun stráka hefur því orðið þeim verulegur fjötur um fót, allt fram á miðstig eða jafnvel unglingastig. Þeir eru á eftir stelpum í að útskrifast, fá góðar einkunnir og vera leiðtogar í athöfnum utan námsins. Stelpur fara auðveldar í gegnum fyrstu árin, hjá þeim þyngist róðurinn um það bil frá og með gelgjuskeiðinu. Þá fer sjálfsöryggi þeirra að dala, áhugi þeirra á stærðfræði og Já, hann er enn til þessi vágestur, því miður. Í fyrra kom út foreldra- bæklingur hjá Heimili og skóla sem margir kennarar kannast við en full þörf er á að minna á. Þetta er auðvitað smárit Þorláks H. Helga- sonar framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi Einelti, góð ráð til foreldra. Þar segir meðal annars: „Börnum á að líða vel í skóla, á heimili og í frístundastarfi . Foreldrar og aðrir sem koma að menntun og uppeldi barna gegna lykilhlutverki og bera ábyrgð á því að börn búi við öryggi. Aðgerðaáætlun gegn einelti í skóla er liður í að skapa nemendum umgjörð við hæfi , bæta skólabrag og efl a bekkjaranda svo að tryggja megi að einelti þrífi st ekki. Rannsóknir sýna að einelti er algengast í tengslum við skólastarf og á meðal barna og unglinga. Framkoma kennara og annars starfsfólks, viðhorf (t.d. að taka einelti alvarlega) og starfshefðir í skólasamfélaginu geta skipt sköpum um hversu mikið eineltið verður í hverjum bekk eða skóla. Samhæfi ng skóla og heimilis um til dæmis hvað er við hæfi og hvað ekki þegar horft er á sjónvarp eða hvað er tilhlýðilegt í netsam- skiptum skiptir miklu. Í skólum og heima fyrir á að skapa börnum umhverfi sem einkenn- ist af hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu. En einnig þarf að setja reglur til að koma í veg fyrir óæskilega hegðun. Aðgerðaáætlun skóla þarf að ná til heimila og þeirra sem sjá um íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga. Kennarar, foreldrar og leiðbeinendur eiga að koma fram af myndugleika í samskiptum við barnið. Þeir fullorðnu verða að sýna staðfestu og taka ábyrgð á félagslegri stöðu barnsins en ekki bara mælanlegum árangri í skóla, íþróttum eða öðru félagsstarfi . Í skýrum skólareglum/bekkjareglum, sem taka á einelti, eru dæmi um æskilega umgengni sem nemendum er kennt að virða og ræða t.d. á bekkjarfundum. Með því öðlast þeir skilning á hversu miklu skiptir að fylgja reglunum til að koma í veg fyrir einelti. Eftirfarandi bekkjarreglur hafa reynst vel: • Við leggjum ekki aðra í einelti. • Við eigum að aðstoða þá nemendur sem verða fyrir einelti. • Við eigum líka að vera með nemendum sem eru útundan. • Ef við vitum að einhver nemandi er lagður í einelti eigum við að segja umsjónarkennaranum (eða öðrum starfsmanni) frá því og líka fólkinu okkar heima.“ Einelti Nauðsynlegt að minna á þennan vágest á hverju hausti Tilvitnunin er ... úr bókinni Pink brain, blue brain eftir taugafræðinginn dr. Lise Eliot

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.