Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 15
15 Skólavarðan 4.tbl. 2010skólastarf heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna á skólaaldri. Þegar talað er um heilsu þarf sérstaklega að hugsa um þrjá þætti, hreyfingu, næringu og andlega líðan. Ef unnið er markvist með þessa þætti ætti að koma út einstaklingur sem hreyfir sig reglulega, borðar hollan mat, líður vel andlega, kemur vel fram við aðra og hefur sterka sjálfsmynd. Ef öll þessi markmið nást ættu þau að vera besta forvörnin: Einstaklingur með sterka sjálfsmynd sem kann að bera ábyrgð á eigin heilsu. Heilbrigðir lífshættir hafa fest sig í sessi innan Egilsstaðaskóla og það samfélag sem skólinn þjónar á að ganga að því sem vísu að skólinn sé í fararbroddi með heilnæmum skilaboðum og aðgerðum í þágu nemenda og starfsfólks. Stuðli með skemmtilegum verkefnum og viðburðum að heilbrigði og samkennd. Skólinn vill að hollusta og hreyfing séu ekki afmarkað verkefni heldur sjálfsagðir hlutir á öllum tímum. Skólinn ætlar að setja sér stefnu í heilsueflingarmálum þannig að kennarar, foreldrar, nemendur og aðrir sem taka þátt í skólastarfinu hafi traustar leiðbeiningar og geti gripið til aðgerða í þeim málum. Stefna ríkisstjórnarinnar (heilsustefna, heilsa er allra hagur, nóv. 2008) er að auka áherslu á forvarnir og heilsueflingu og stuðla að heilbrigði landsmanna. Nemendur og starfsfólk í Egilsstaðaskóla vilja svo sannarlega leggja sitt af mörkum til að stuðla að heilbrigði okkar fólks. Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is www.boksala.is Heilsueflandi skóli kominn á flug Sjá nánar um heilsueflandi grunn- og framhaldsskóla á vef Lýðheilsustöðvar, lydheilsustod.is Glæra frá Sveinbirni Kristjánssyni verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.