Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 38
38
Skólavarðan 4.tbl. 2010
starfi að við í bóknámsgeiranum kennum út frá akademískum gildum,
út frá þekkingu, en nýju lögin krefjast meiri leikni- og hæfnivið-
miða. Lögin gefa líka skólakerfinu möguleika á því að sleppa prófa-
tíma og kveða á um lengingu skólaársins. Námið á að vera verkefna-
miðað og nota á fjölbreyttar nálganir að námsefninu. Við eigum að
kenna nemendum að hugsa gagnrýnið en vissulega hafa margir bók-
námskennarar verið að þróa sig í þá átt.“
Samkvæmt rannsókn Guðrúnar er viðhorf framhaldsskólakennara
til tiltekinna þátta laganna ekki sérstaklega jákvætt. Þeir virðast ekki
telja að þau geti haft í för með sér minna brottfall úr námi og einungis
helmingur kennara hefur trú á að þau geti styrkt framhaldsskólastigið
og inntak námsins. Í þeim skólum sem byrjaðir eru að vinna eftir nýju
lögunum, þ.e. Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og Kvennaskólanum í
Reykjavík, er viðhorf kennara til nýju laganna hins vegar mun jákvæð-
ara, samkvæmt rannsókninni. „Já, þeir sem hafa fengið tækifæri til að
taka þátt í breytingunum, fá sérstaklega greitt fyrir og eru með sérstaka
kjarasamninga virðast vera ánægðari með lögin. Og kannski með eigið
sköpunarverk líka,“ segir Guðrún.
En hvað finnst þér um nýju framhaldsskólalögin?
„Mér finnst margt gott í lögunum en annað umhugsunarvert. Ég hef
verið verkefnastjóri við innleiðinguna í mínum skóla. Þetta er þungur
vagn að draga í efnahagskreppunni því það vantar fjármagn í verkið.
Það vantar einnig upplýsingar og stuðning við skólana frá mennta-
málaráðuneytinu eins og kemur glöggt fram í gögnunum. Kennurum
finnst ráðuneytið ekki styðja verkefnið nægilega vel. Enda eru þeir
styrkir sem veittir hafa verið í þetta bara dropi í hafið.“
Í skýrslu Guðrúnar kemur fram að í Finnlandi hafi það verið þáttur
í að koma sér út úr efnahagskreppunni að efla menntakerfið. „Finnar
hafa verið mjög duglegir að efla stutt nám og veita fólki réttindi til
ýmissa starfa. Þetta hefur ekki tekist jafn vel á Íslandi. Hér er bara
endalaus hagræðing. Nýju lögin stuðla að því að gera öllu námi jafn
hátt undir höfði, hvort sem það er bóknám, verknám, starfsnám eða
listnám. Þannig felst visst jafnræði í nýju lögunum,“ telur Guðrún.
Einnig kemur fram í skýrslunni að í gögnum frá OECD komi fram
nákvæmlega það sama; að styðja eigi við menntakerfið í kreppum
því áhugi á námi eykst þegar erfiðleikar eiga sér stað í efnahagslífinu.
„Ráðuneytinu hér hefur einmitt ekki tekist vel að vinna með hópinn
sem er 18 ára og eldri,“ segir Guðrún. „Þeir eru að banka upp á því
þeir fá ekki vinnu, hafa jafnvel misstigið sig í lífinu og eru með brotinn
feril. Sumir þeirra eru tilbúnir núna en komast ekki inn í skólana því
forgangshópurinn er 18 ára og yngri. Þetta finnst mér mjög sorglegt.
Kostnaður við að mennta nemanda sem er atvinnulaus er að öllum
líkindum minni en sem nemur atvinnuleysisbótum og kostnaði af sál-
félagslegum stuðningi sem þarf að veita atvinnulausum borgurum til
fólkið
lengri tíma litið ef þróunin heldur áfram svona. Tækifæri eldri hópsins
eru mjög fá þegar skorin eru niður þau úrræði sem eru sérstaklega
hönnuð fyrir hann, til að mynda dreif- og fjarnám.”
Rannsókn á innleiðingarferlinu?
Hvað leggur þú til til umbóta?
„Ég legg til tíma til að innleiða nýju lögin. Mér finnst að kennarar
þurfi að fá tíma til að aðlaga námið nýju lögunum og til að vinna að
breytingum. Það er ekki hægt að bæta þessu ofan á daglega vinnu
kennara. Það þarf að veita stuðning og fræðslu, það er ekki nóg að
hafa opna vefsíðu. Vinnan kostar að sjálfsögðu peninga. Það þarf líka
að veita styrki í fjölbreyttar skólagerðir, en tilraunaskólarnir eru báðir
nokkuð einsleitir. Best af öllu væri að fá gott stuðningsteymi við inn-
leiðinguna sem færi á milli skólanna. Auk þessa alls finnst mér líka
nauðsynlegt að gera rannsókn á innleiðingarferlinu því við þurfum að
vera tilbúin að snúa til baka ef nýju lögin bregðast; ef meira brottfall
verður, ef einkunnir verða lakari og árangur slakari.
Þá þarf að sporna við þessum gífurlega fjölda í hverjum námshópi og
ég tala nú ekki um skerðinguna,“ heldur Guðrún áfram. „Mikilvægt er
að fara ekki út fyrir viðmiðunarmörk. Með þessu áframhaldi þá brenna
kennarar út. Ég tel jafnframt mikilvægt að veita kennurum handleiðslu,
útbúa víðtæka verkferla og áætlanir til að bregðast við áföllum því
atvinnuleysi og tekjumissir herjar jafnt á heimili kennara og annarra
þjóðfélagsþegna, þar á ég við maka og börn. Að ég tali nú ekki um
stjórnendur. Þeir taka erfiðar ákvarðanir og þurfa því stuðning eins og
aðrir. Kennurum finnst stjórnunarhættir stjórnenda hafa versnað frá
hruni. Ég dreg þá ályktun að það sé vegna þess að þeir þurfa að taka
óvinsælar ákvarðanir. Síðan þarf að huga sérstaklega að smærri skólum
því þeir eru ekki að koma sérstaklega vel út. Þar eru áfangar kenndir
skertir, kennarar í meira mæli í hlutastörfum og kennarar vinna mikið
utan skólanna með kennslu. Við þurfum að hafa virkt umbótastarf og
vera í sífelldri endurskoðun.“
Hvað tekur við þegar rannsókninni lýkur?
„Þá fer eintak í hvern framhaldsskóla fyrir sig og síðan er markmiðið
að halda fyrirlestra um niðurstöðurnar. Ég hef þegar kynnt hlutann um
efnahagskreppuna í menntamálaráðuneytinu. Það eru líka uppi hug-
myndir um að kynna rannsóknina meðal félagsmanna,“ segir Guðrún
sem á ærið starf fyrir höndum því þessir tveir hlutar sem hér hefur
verið fjallað um eru einungis brot af stærri og víðtækari rannsókn á
líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara.
Með þessu áframhaldi þá brenna kennarar
út. Ég tel mikilvægt að veita kennurum
handleiðslu, útbúa víðtæka verkferla og
áætlanir til að bregðast við áföllum því
atvinnuleysi herjar jafnt á heimili kennara
eins og annarra þjóðfélagsþegna.