Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 10
10 Skólavarðan 4.tbl. 2010málefni á almenna skólasókn og segir Fríða að ennfremur verði boðið upp á starfskynningu á vinnustaði og vettvangsferðir. „Vettvangsferðirnar eru samþættar námsgreinum eftir föngum. Fyrsta ferðin var farin í Hellisheiðarvirkjun og Draugasetrið á Stokkseyri. Efni úr ferðinni var síðan nýtt í mörgum námsgreinum. Nemendur eiga þess einnig kost að hafa áhrif á viðfangsefni sín. Í áfanganum Samfélagið í nærmynd völdu þau til dæmis stríðsátök,“ segir Fríða. Mikið er lagt upp úr kurteisi, umburðarlyndi og skipulögðum vinnu- brögðum á framhaldsskólabrautinni að sögn Fríðu og haldnir eru viku- legir fundir með nemendum þar sem farið er yfir námsframvindu, samskiptamál, líðan nemenda og fjallað almennt um gang mála. Þá er samband við forráðamenn nemenda náið og haldinn að minnsta kosti einn fundur með þeim í skólanum á hverri önn auk þess sem forráða- mönnum er sent fréttabréf vikulega. Meiri sveigjanleiki í efnisvali og námsmati en á öðrum námsbrautum Aðspurð um hvernig framhaldsskólabrautin sé í samanburði við hefð- bundnar námsbrautir segir Fríða að fyrir það fyrsta sé annarskipan öðru vísi. Önnin miðist við árið og í mörgum áföngum sé unnið með tví- skiptan hóp. Annar hópurinn sé til dæmis í íslensku, ensku og tölv- unarfræði fram til 15. október en skipti þá við hinn hópinn sem hefur lokið hálfri önn í stærðfræði, samfélagsfræði og sjálfbærni. Hóparnir tveir séu svo saman í matreiðslu, framreiðslu og heilsueflingu. „Eftir áramót ljúkum við önninni með sams konar skiptingu. Þetta skapar meiri fjölbreytni og kemur í veg fyrir námsleiða. Við gerð náms- áætlana eru höfð að leiðarljósi hagnýti og ný nálgun sem byggist m.a. á framlagi nemenda, ekki fyrirlestrarformi,“ segir Fríða. Þar sem kennslan er á tilraunastigi segir Fríða að erfitt sé að segja til um árangurinn og í raun og veru sé um að ræða tilraunakennslu frá degi til dags. Við brautina starfa níu kennarar sem allir eru fagkennarar og kenna einnig við aðrar brautir skólans. „Við vinnum þétt saman, fundum vikulega og berum saman bækur okkar. Eflaust er meiri sveigjanleiki bæði í efnisvali og námsmati það sem greinir framhaldsskólabrautina helst frá öðrum brautum skólans, ennfremur er aðhald og agi meiri,“ segir Fríða. Námsmat byggir á virkni nemandans Margir nemendur á framhaldsskólabraut hafa að sögn Fríðu átt við ýmiss konar erfiðleika að etja í grunnskólunum þar sem þeir hafa ekki fallið inn í rótgrónar og hefðbundnar kennsluaðferðir. Sveigjanleikinn sé þeim því mikilvægur, bæði í námsvali og námsmati. „Eftirfarandi námslýsing á vel við á framhaldsskólabraut: „Segðu mér og ég gleymi. Sýndu mér og ég man. Leyfðu mér að prófa og ég skil.“ Námsmatið byggist þannig á virkni nemandans. Við kennararnir notum sameiginlegar ferilmöppur undir verkefnin þeirra og byggjum matið að stórum hluta á samvisku- og vinnusemi,“ segir Fríða. Námið á framhaldsskólabrautinni er einingabært (þ.e. metið til ein- inga á fyrsta þrepi) og námslok verða með ýmsum hætti eftir þörfum hvers og eins en hægt er að ljúka framhaldsskólaprófi og útskrifast að loknum 90-120 framhaldsskólaeiningum. Fríða segir að nemendur geti útskrifast formlega af brautinni með framhaldsskólapróf eftir þrjár til fjórar annir eða haldið að lokinni einni eða tveimur önnum á brautinni ýmist inn á aðrar námsbrautir eða út í atvinnulífið. Útskrift hvers nemanda sé ráðgerð í samvinnu við umsjónarmann brautarinnar, námsráðgjafa og áfangastjóra. Eitt meginmarkmiðið að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda Fríða segir að nemendur á framhaldsskólabrautinni í MK hafi eðlilegar framtíðaráætlanir og sumir þeirra séu jafnvel ákveðnari í sínu vali en jafnaldrar þeirra á bóknámsbrautum. Þannig sé einn staðráðinn í að verða vélstjóri og annar ætli að verða smiður. „Allir eiga að geta látið framtíðardrauma sína um menntun rætast. Kenningar Howards Gardners um fjölgreind koma fljótt í hugann þegar unnið er með krökkunum á framhaldsskólabrautinni því ýmsir hæfi- leikar koma í ljós þótt þeir flokkist ekki undir málgreind sem almennt skólastarf byggist að stærstum hluta á. Listrænir hæfileikar búa í mörgum nemenda okkar, einnig er í hópnum afreksfólk í íþróttum,“ segir Fríða. Hún segir að eitt af meginmarkmiðum framhaldsskólabrautarinnar sé að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda og skila þeim út í lífið með nokkuð góða grunnþekkingu á helstu þáttum í námi og atvinnulífi. „Tilgangurinn er ekki síst sá að nemendur átti sig á innviðum og uppbyggingu samfélagsins og hlutverki sínu í því. Ennfremur að þeir búi að loknu námi yfir jákvæðri skólareynslu sem skili sér í framtíðinni til afkomenda þeirra,“ segir Fríða Proppé að lokum. Allir eiga að geta látið framtíðar- drauma sína um menntun rætast. Þegar unnið er með krökkunum á framhaldsskólabrautinni koma ýmsir hæfileikar í ljós þótt þeir flokkist ekki undir málgreind sem almennt skólastarf byggist að stærstum hluta á.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.