Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 43
43
Skólavarðan 4.tbl. 2010
Framlag Reykjavíkur til tónlistarskóla og -fræðslu
Þegar fjöldi nemenda í tónlistarskólum á aldrinum 0-15 ára er skoð-
aður sem hlutfall af fjölda barna á grunnskólaaldri kemur fram að í
Reykjavík komast hlutfallslega fæst börn og ungmenni í tónlistarnám.1
Á mynd 1 sést að hlutfallið í Reykjavík er 19% á meðan hlutfallið er að
meðaltali 34% utan höfuðborgarsvæðisins.
!"#$
!%#$
%&#$
!'#$
!&#$
()#$
('#$
'*#$
!%#$
(+#$
(,#$
+#$ '+#$ (+#$ !+#$ %+#$ "+#$ ,+#$
-./.0123$
-./.04516$
7.38.04516$
9:0/.04516$
;238<=0/=0$
;238.04516$
>?<./@:0A503BC/=$.851$D2EFG5BHF.0$
D2EFG5BHF$
I851$J?<./@:0A503BC/=3$
>?<./@:0A503BC/=$
K516=/$5448$
MYND 1 Fjöldi nemenda í tónlistarskólum á aldrinum 0-15 ára sem
hlutfall af fjölda barna á grunnskólaaldri – eftir landsvæðum
Það sama er upp á teningnum þegar fjöldi nemenda í tónlistarskólum
er skoðaður sem hlutfall af íbúafjölda. Á mynd 2 kemur fram að
hlutfallið er 3,8% í Reykjavík en er að meðaltali 6,4% utan höfuð-
borgarsvæðisins.2
!"#$%
!"&$%
&"'$%
(")$%
*)"*$%
!"!$%
+"($%
+"&$%
("'$%
+",$%
'",$%
)")$% -")$% '")$% (")$% &")$% *)")$% *-")$%
./0/1234%
./0/15627%
8/49/15627%
:;10/15627%
<349=>10>1%
<349/15627%
?@=/0A;1B614CD0>%/962%E3FGH6CIG/1%
E3FGH6CIG%
J962%K@=/0A;1B614CD0>4%
?@=/0A;1B614CD0>%
L627>0%6559%
MYND 2 Fjöldi nemenda í tónlistarskólum sem hlutfall af íbúafjölda
eftir landsvæðum
Þegar breytingar á fjárframlögum sveitarfélaga til tónlistarskóla milli
áranna 2009 og 2010 eru skoðaðar sker Reykjavík sig einnig úr hvað
varðar niðurskurð. Samkvæmt könnun sem FT framkvæmdi í mars
2009 hljóðaði meðaltals breyting á milli áranna 2009 og 2010 upp á
tæplega 1% niðurskurð hjá tónlistarskólum utan Reykjavíkur. Í Reykja-
vík var niðurskurður upp á rúm 21%.
„Engan niðurskurð í listkennslu, lífsleikni eða annarri
þjónustu við börn“.
Stjórn Félags tónlistarskólakennara lýsir yfi r verulegum áhyggjum af
þróun mála hjá Reykjavíkurborg þar sem lítill skilningur hefur verið
á gildi tónlistarfræðslu og hlutverki tónlistarskóla bæði fyrir einstak-
linga og samfélagið í víðum skilningi. Við bindum vonir við að ný
borgarstjórn fylgi eftir þeirri hugmyndafræði sem fi nna má stað
í tilvísun Besta fl okksins til Vegvísis fyrir listfræðslu og skorum
á nýjan meirihluta að fylgja eftir orðum Besta fl okksins „Engan
niðurskurð í listkennslu, lífsleikni eða annarri þjónustu við börn.“
Stjórn Félags tónlistarskólakennara lítur á frekari niðurskurð í
starfsemi tónlistarskóla í Reykjavík sem alvarlega aðför að tónlistar-
fræðslu í Reykjavík sem og á landinu öllu þar sem ýmsir tónlistar-
skólar í Reykjavík hafa mikilvægu hlutverki að gegna m.a. fyrir langt
komna tónlistarnemendur á landsvísu. Ekki verður heldur fram hjá því
litið að Reykjavíkurborg er í mörgu tilliti fyrirmynd annarra sveitar-
félaga hvað varðar stefnumótun og forgangsröðun.
Með vísan til alls þess sem að framan hefur verið sagt vill stjórn
Félags tónlistarskólakennara benda á að þar sem framsýn mennta- og
menningarstefna er höfð að leiðarljósi eiga tónlistarskólar og tónlistar-
fræðsla svo sannarlega heima undir hatti skilgreindrar „grunnþjónustu“
sveitarfélaga.
Í tengslum við sterka stöðu og frumkvæði Íslands á sviði lista, menn-
ingar og skapandi starfs teljum við að Ísland geti verið leiðandi í að
nýta fyrirliggjandi og nýjar rannsóknir til þróunar skólakerfi sins, til
samræmis við breyttar þarfi r samfélagsins á nýrri öld. Það er sýn FT
að menntastefna dagsins í dag þurfi að vera gljúp og umlykja meira en
tilteknar stofnanir hvers skólastigs. Við tökum heils hugar undir orð
Besta fl okksins um að Ísland eigi að vera í forystu á þessu sviði.
Stjórn Félags tónlistarskólakennara óskar hér eftir því að fulltrúar
félagsins fái fund með þér, ágæti borgarstjóri, til að fylgja eftir inni-
haldi þessa bréfs. Jafnframt förum við þess á leit að formaður mennta-
ráðs, Oddný Sturludóttir, sitji fundinn auk annarra þeirra sem borgar-
stjóri telur þörf á.
1Könnun Félags tónlistarskólakennara á starfsemi tónlistarskóla mars 2009
2Könnun Félags tónlistarskólakennara á starfsemi tónlistarskóla mars 2009
Þar sem listum og menningu er gert hátt
undir höfði í menntakerfi þjóða eru gæði
almennrar menntunar hvað mest. Og allra
mest þar sem tekst að virkja sérþekkingu
úti í samfélaginu til stuðnings almenna
skólakerfi nu.
menntapólitík
Tónlistin rædd yfi r kaffi bolla á fundi ANMA á Listaháskólanum