Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 33
33 Skólavarðan 4.tbl. 2010 leggja hana töluvert því hann lét brjóta niður gömul, falleg hús í borginni til þess að breikka götur og byggði fjölbýli í Sovétstíl. Í þessum ljótu blokkum var bannað að vera með hunda svo að fólk setti þá út á götu - nú ráfa villihundar um alla Rúmeníu og í Búkarest eru fimmtán þúsund manns bitin árlega. Ceausescu hefur fleira á samviskunni, til dæmis lokaði hann öllum kirkjum í landinu og eyðilagði margar þeirra, sumar voru mörg hundruð ára gamlar með fallegum freskum og íkónum eins og kirkjan við höllina hans Drakúla sem nú er verið að gera upp. Rúmenar eru mjög trúaðir og það var þeim erfitt að fá ekki að stunda trú sína en nú eru allar kirkjur fullar og vel mætt í morgunmessur. Það er ekki nema fyrir trúheita, messan stendur yfir í fjóra tíma og fólk stendur og kastar sér á kné á hart gólfið (að kyssa íkóna) á víxl. Við skoðuðum líka ljótu höllina sem Ceausescu byggði, næst stærsta hús heims- ins á eftir Pentagon. „Höll fólksins“ er hún kölluð, skreytt útskornum, rúmenskum marm- ara og eðalviði í hólf og gólf og stærstu kristalsljósakrónur veraldar hanga í loftinu. Rúmenar eru enn reiðir yfir bruðlinu og enn reiðari því að Ceausescu og félagar rændu öllum peningum í landinu og skildu fólkið eftir í sárri fátækt og atvinnuleysi sem er hvergi meira í Evrópu. Hin fagra Elena leiðsagði okkur en hún er frönskukennari og aðstoðarskólastjóri í Tudor Vladimarescu. Elena hafði nýlokið frönskuprófi í háskólanum þegar Ceausescu komst til valda og lokaði landinu. Hana hafði dreymt um að ferðast til Frakklands en hún fékk ekki að tala frönsku nema við nemendur sína. Elenu finnst kommúnistastjórnin hafa rænt hana tækifærum í lífinu en nú þegar landið hefur opnast að nýju vonast hún til að unga kynslóðin fái að njóta tækifæranna sem hún fékk ekki. Laun kennara eru ekki há, Elena er með 80.000 krónur í mánaðarlaun en almennur kennari með 50.000 krónur. Bílar og bensínlítrar kosta samt það sama og á Íslandi. Það er erfitt að skilja hvernig fólk fer að því að lifa af á þessum launum. Álfavikivaki Nú var komið að okkur að kenna Rúmenum um Ísland. Fyrir hádegi kenndum við 8. bekk í 60 mínútna kennslustund og eftir hádegi 4. bekk í 60 mínútur. Við byrjuðum á því að kynna landið okkar og bera saman við Rúmeníu. Þau voru hissa að heyra hversu fáir búa á íslandi en þá sögðum við þeim frá ósýni- lega fólkinu sem við höfum ekki tölu yfir. Við sýndum þeim bækur um álfa og huldufólk, Guðrún sagði frá landinu og tilurð álfa og síðan lét Margrét þau teikna myndir. Þá sýndi Þórunn myndir frá Íslandi og börnunum okkar á tjaldi og spilaði íslenska tónlist. Við gáfum fjórðu bekkingum harðfisk og sögðum þeim að ef þau borðuðu þennan skrítna fisk þá gætu þau orðið ósýnileg einsog álfarnir ef þau einbeittu sér mjög mikið. Þau langaði svo mikið til þess að heilt kíló hvarf ofan í þau með eldingarhraða. Við kenndum þeim líka að dansa Álfavikivaka þar sem strákar eru í miðjunni en stúlkur færa sig ógnandi nær og reyna að hremma þá og taka inn í klettinn sinn. Þeim fannst þetta ægilega spennandi dans og hlógu mikið. Eftir að kennslu lauk hófst hátíðadagskrá í anddyri skólans með kórsöng og einsöng tveggja stúlkna, níu og ellefu ára. Sú yngri söng af þvílíkri tilfinningu að við tárfelldum öll þótt enginn skildi um hvað söngurinn fjallaði. Síðan dönsuðu börnin í þjóðbún- ingum, brosandi, hnarreist og glæsileg og enginn tók feilspor. Að lokum léku þau fyrir okkur leikrit um Litla prinsinn og þuldu einræður eins og ekkert væri, aldrei hik og leikararnir voru allan tímann uppteknir af námsferð leiknum og létu ekkert trufla sig. Það vakti aðdáun okkar hversu vel var vandað til allra þátta og greinilegt að börnin fengu góða tilsögn í dansi og leiklist, að maður tali nú ekki um í söng! Kveðjudans og kennaradómur Gestgjafar okkar buðu til hátíðarkvöldverðar á hótelinu og voru allir kennarar skólans mættir ásamt mökum sínum. Eftir matinn hófst þindarlaus hringdans við lifandi tónlist og söng, dansað var í marga klukkutíma, hring eftir hring. Við Þórunn urðum að lokum að rífa Margréti úr dansinum og kveðja þessa góðu vini okkar sem við höfðum kynnst svo vel á nokkrum dögum. Þetta kvöld var mæðra- deginum fagnað og allur bærinn mættur í dans sem fór í alla staði vel fram. Heimsóknin til Rúmeníu hafði mikil áhrif á okkur. Við kunnum betur að meta tölvur og skjávarpa sem auðvelda okkur lífið í skóla- stofunni en um leið varð okkur ljóst að gæði skólastarfs verða ekki meiri þó að byggingar séu glæsilegar og skólar tölvuvæddir. Þrátt fyrir fátækt er hvergi gefið eftir í menntun rúmenskra barna sem sýna færni og hæfileika á öllum sviðum og einstaka kurteisi og hátt- prýði. Þau voru svo sannarlega landi sínu til sóma og fyrst æska landsins lofar svona góðu þá efumst við ekki um að framtíð Rúmeníu verði björt og fögur. Ævintýrahöllin Þjóðdansar í skólanumAlexander Ivan tók á móti okkur á flugvellinum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.