Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 21
21
Skólavarðan 4.tbl. 2010
„... það er enginn að stjórna neinum, það er enginn að reyna vera
betri eða besservisser eða neitt. Þetta eru svona opin samskipti, ég
upplifi það að hún fær að segja sína skoðun, ég hef mína skoðun
og sameiginlega held ég að við séum bara að ná góðri skoðun fyrir
barnið.“
Allir kennararnir sögðu þetta mikilvæga þætti í að byggja upp
góð samskipti. Mæðurnar minntust á mikilvægi þess að hafa sam-
skiptin á jákvæðum og uppbyggilegum nótum, jafnvel þegar illa
gengi að finna ljósa punkta, það væri afar mikilvægt.
Mæðurnar voru misvirkar í samstarfi og forsendur þeirra mis-
jafnar. Ein móðirin benti á að stundum virðast kennarar ákafari í
að fá foreldra í lið með sér en foreldrar eru tilbúnir til eða ráða við.
Tveir kennarar töluðu um að það sem helst reyndist þeim erfitt í
foreldrasamstarfi væri að vita hvar mörkin lægju, það er hversu
mikið þeir mættu og ættu að skipta sér af málefnum fjölskyldunnar.
Þeir sögðust oft standa sig að því að vera komnir út fyrir vinnu-
ramma kennara sem þó væri oft ansi teygjanlegur, sérstaklega í
samskiptum við foreldra með einhvers konar erfiðleika eða erfiðar
heimilisaðstæður. Þeir töluðu einnig um að stundum gengju þeir of
langt við að hjálpa mæðrunum en þeir vildu frekar aðstoða þær en
horfa upp á aðgerðaleysi eða að hlutirnir færu á verri veg. Þannig
áynnu þeir sér traust mæðranna og það fælist mun meira í kennara-
starfinu en bein kennsla. Ákvarðanir væru teknar í sameiningu og
mæðurnar upplifðu sig sem hluta af menntunarliði eigin barna.
Allir þessir þættir og fleiri til gerðu það að verkum að samstarfið
gekk almennt vel og viðmælendur voru oftast nær sáttir og
ánægðir. Ein móðirin sagði: „Það er bara þessi brú á milli foreldra
og skóla, ... að það sé tekið tillit til beggja aðila og þeir nái að
vinna saman að þessu sameiginlega markmiði sem er náttúrulega
bara menntun og uppeldi barnsins. ... Þessi gagnkvæma samvinna.“
Kennararnir sögðust reyna að virkja foreldrana til samstarfs og
nýta sterkar hliðar mæðranna. Þeir sögðu að skilaboð til þessara
mæðra yrðu að vera skýrari og afmarkaðri en til annarra foreldra.
Tvær mæðranna töluðu um að lítið þyrfti til að þær yrðu ringlaðar
og óöruggar um stöðu sína og það skilaði sér til barnanna. Viðmæl-
endur voru sammála um að traust, virðing og trúnaður væri lykill-
inn að farsælu samstarfi heimilis og skóla.
...stundum finnst mér ég bara
ekki fá frið fyrir alls konar
skólaskemmtunum og foreldra-
viðtölum og foreldrafundum.
Þú veist, það er bara einhvern
veginn endalaust áreiti skilurðu,
getur farið alveg yfir strikið.
Erla
Nái nemandinn ekki settu marki er þóknun endurgreidd
- þá sem eru af erlendum uppruna:
Þjálfun málhljóða; hlustun, framburður og ritun
Fínstillt er að þörfum nemandans
Námsaukinn er mældur í hverjum tíma
Heimakennsla er veitt á höfuðborgarsvæðinu
- Talnaleikni og reikningur -
Málhljóð, lestur og ritun
LÆS Í VOR
Kennsla og þjálfun
Einstaklingar eða litlir hópar
Þjónusta í heimabyggð
Geymið
auglýsinguna
Guðríður Adda Ragnarsdóttir,
atferlisfræðingur og kennari.
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf,
sími 562 14 67, adda@ismennt.is
Kennslutækni:
- Bein fyrirmæli (Direct instruction)
- Hnitmiðuð færniþjálfun og mælingar (Precision teaching)
- Talnafjölskyldur (Fact families)
- Lausnaleit í heyrenda hljóði (Talk aloud problem solving)
- Smellaþjálfun (Clicker training; tag teach)
- Hraðflettispil, leifturspjöld (SAFMEDS, flashcards)
- Stöðluð hröðunarkort (Standard Celeration Charts)
Fyrir:
- börn og fullorðna
- byrjendur og lengra komna
- lesblinda og reikniblinda
- þá sem þurfa almenna leiðréttandi hjálp eða
- mjög sértæka þjónustu, s.s. börn með einhverfu
Kynningar um allt land
fyrir foreldra, kennara, skóla og aðra hagsmunaaðila:
Erindi, námssmiðjur, ráðgjöf, handleiðsla, eftirfylgd
En hvernig er þetta gert?
Láttu okkur vita! sigridur@ki.is
Varstu að skipta um netfang?
Eplið er á vefnum
Eplið, rafrænt fréttabréf KÍ, er á
vefnum. Lestu Eplið á www.ki.is
fræðin