Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 32
32 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Litli prinsinn Þann 4. mars síðastliðinn héldum við þrjár, Þórunn, Margrét og Guðrún Birna, á fund til Targoviste í Rúmeníu, heimabæjar hins heims- fræga Drakúla greifa. Í þessum 80.000 manna bæ er skólinn Scola Tudor Vladimirescu, einn af þátttökuskólum í Comeniusarverkefninu um bókina Litla prinsinn eftir Antoine de Saint- Exupéry. Til fundarins komu einnig kennari og skólastjóri frá Belgíu, þrír kennarar og tveir nemendur frá Eistlandi og síðast en ekki síst skólastjóri og þrír kennarar frá Sikiley ásamt fjórum nemendum. Við lentum í Búkarest seint um kvöld og þar tók á móti okkur íþróttakennari skólans sem heitir því skáld- lega nafni, Alexander Ivan. Hann ók með okkur að Hótel Dracula en allir hinir funda- gestirnir voru löngu sofnaðir því klukkan var farin að ganga tvö. Við skelltum því hvít- lauknum í gluggann til að halda Drakúla frá rúmunum okkar og steinsofnuðum eftir tutt- ugu klukkustunda ferðalag. Scola Tudor Vladimirescu skartar prúðum nemendum Þann 5. mars er vorkomu fagnað í Rúmeníu og allir næla hvít blóm í barminn. Okkur var ekið í skólann þar sem börnin biðu okkar í þjóðbúningum og gáfu okkur blóm í barminn og brauð, en það er til siðs þegar gestum er fagnað í Rúmeníu. Börnin léku leikrit og túlk- uðu hvítu vorboðana, snjóblóm sem brjótast upp úr snjónum í mars. Við fengum líka fína snjóblómahatta í tilefni dagsins. Þennan dag voru börnin einnig að undirbúa mæðradaginn 8. mars, en það er mikill hátíðis- dagur í Rúmeníu. Við skoðuðum skólann og fylgdumst með í tveimur kennslustundum. Það var aðdáunarvert hversu falleg framkoma barnanna var við okkur og hvert annað. Þau stóðu öll upp þegar við komum inn og buðu góðan dag, þau hlustuðu á útskýringar kenn- arans og unnu svo verkefni og töluðu saman í lágum hljóðum á meðan við fylgdumst með. Í fyrri tímanum voru nemendur í 5. bekk að búa til hjörtu úr trölladeigi sem þau máluðu með gömlu naglalakki og tippexi. Nemendum okkar hefði sjálfsagt þótt þetta skrítinn efni- viður í föndurtíma. Þau unnu verkið af alúð og gáfu okkur hjörtu til að næla í fötin að lokum. Seinni kennslustundin var hjá 8. bekk og þar voru nemendur að búa til stöðluð kort með myndum af sér og fallegum texta handa mæðrum sínum. Okkur fannst frábært að sjá hvað börnin unnu fallega og hljóðlega og hvað þeim tókst að gera mikið úr litlu og einföldu efni. Stofurnar voru hlýlegar og skreyttar með verkum barnanna þó að hús-búnaður væri úr sér genginn og borð og stólar oft allt of lítil. Börnin voru glöð og ánægð og mættu í skóla- búningum í tilefni heimsóknar okkar, annars eru þeir helst notaðir á tyllidögum. Síðdegis áttum við svo fund með nem- endum á „skæpinu“ (Scype) og þau sýndu okkur kyrkislöngur sem var eitt af okkar verkefnum og við skiluðum inn á þessum fundi. Myndir barnanna í Álftamýrarskóla vöktu athygli fyrir hvað þær voru vel unnar og litríkar. Í Rúmeníu, Sikiley og Eistlandi er myndmennt ekki sérstakt fag og það var merkjanlegt á myndverkum, þó að hugmyndir væru góðar þá voru þær ekki nógu vel unnar. Sumarhöll kóngsins í snjóþyngslum Á laugardegi kyngdi niður snjó þegar við fórum að skoða sumarhöll kóngsins í Karpata- fjöllum, en kóngur er nú í útlegð í Austurríki. Náttúran var snæhvít og fögur og trén þung af snjó og í einni hlíðinni stóð ævintýrahöll - beint út úr Grimmsævintýrum, þar sem Þyrni- rós svaf í heila öld og Öskubuska dansaði. Það merkilega við höllina er hitakerfið en þegar höllin var byggð fyrir 150 árum var því komið fyrir í henni og einnig lyftu sem flutti mat milli hæða. Höllin þótti því mikið tækniundur. Um kvöldið borðuðum við öll saman á veitingastað í fjöllunum og í söngstund eftir matinn vorum við beðnar að syngja lag frá Íslandi. Við vildum ekki valda gestgjöfunum vonbrigðum og sungum Ríðum ríðum, rekum yfir sandinn með miklum þunga og dramatík svo að allir urðu hræddir, ekki síst Róberta frá Sikiley sem fannst þetta táknrænn söngur fyrir eyjuna köldu í norðri. Hún hafði sjálf nýlokið við að syngja léttu kátu söngvana sína, O sole mio og tarantellu, og allir dilluðu sér með, þarna mætti norðrið suðrinu! Róberta heldur að hér sé alltaf myrkur og kuldi og fólk í stöðugri lífshættu enda fréttir borist af efnahagslegum og jarðfræðilegum hamförum. Við vorum á fundi á Sikiley í janúar 2008 í miðri búsáhaldabyltingu og komumst ekki á fund til Eistlands í vor vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Harðstjórinn Ceausescu og kennari með áttatíu þúsund á mánuði Á sunnudegi fórum við til Búkarest sem er stundum líkt við París með árbakka sína og falleg breiðstræti. Ceausescu tókst að eyði- Comeniusarferð til Rúmeníu í mars 2010 Það er ómetanlegt að fá að kynnast þjóð með því að heimsækja skól- ana í landinu og kynnast lífi fólksins. Comeniusarverkefnið okkar um Litla prinsinn hefur gert okkur kleift að kynnast skólafólki í nokkrum Evrópulöndum og í þessari grein segjum við, þrír kennarar í Álfta- mýrarskóla, frá heimsókn okkar til Rúmeníu. námsferð Texti: Guðrún Birna, Margrét og Þórunn Myndir: Úr safni höfunda Álfamyndirnar hjá 4.-bekk

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.