Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 9
9
Skólavarðan 4.tbl. 2010málefni
Kennsla á framhaldsskólabraut hófst í Menntaskólanum í Kópa-
vogi nú í haust samkvæmt lögum um framhaldsskóla og verður
brautin kennd til reynslu í samstarfi við menntamálaráðuneytið.
Ýmsar nýjungar eru á brautinni varðandi námsmarkmið, fyrir-
komulag, kennsluhætti og námsefni, nemendur munu að hluta
glíma við nýjar námsgreinar og verður sveigjanleiki í námi og
námsmati eins mikill og kostur er. Námið verður einingabært og
námslok með ýmsum hætti eftir þörfum hvers og eins. Hægt er
að ljúka framhaldsskólaprófi og útskrifast frá Menntaskólanum í
Kópavogi í fyllingu tímans.
Sveigjanleiki er lykilatriði
Þær Steinunn Inga Óttarsdóttir áfangastjóri og Guðrún Helgadóttir
náms- og starfsráðgjafi tóku að sér að skipuleggja og gera drög að nám-
skrá fyrir framhaldsskólabrautina í MK. Þær segja að vantað hafi fl eiri
námsleiðir í framhaldsskólann þar sem þangað sæki æ fjölbreyttari
nemendahópur.
„Við sáum þarna leið í nýjum lögum til að koma til móts við þetta
og tókum þá stefnu að beina athygli sérstaklega að þeim nemendum
sem standa höllum fæti, hafa ekki náð tilskildum árangri í grunnskóla
af margvíslegum ástæðum eða eiga við ýmsa námsörðugleika að etja.
Við vildum bjóða þeim nám við hæfi , hætta að spóla í námsefni sem
búið er að reyna að vinna með í áratug með sáralitlum árangri og beina
sjónum í aðrar áttir,“ segja þær Steinunn Inga og Guðrún.
Þær segjast hafa viljað prófa nýjar nálganir í kennsluháttum, náms-
efni og námsmati og reyna að laga kerfi ð að nemandanum en ekki að
troða honum inn í einhæft og stíft kerfi .
„Samkvæmt nýju framhaldsskólalögunum á hver og einn að geta
fundið sér námsleið við hæfi og sveigjanleiki er lykilatriði í því efni.
Þetta er allt á tilraunastigi, við sóttum um styrk til ráðuneytisins til
að prófa þetta og fengum hluta fjárins sem sótt var um. Við höfum
starfrækt mjög gott almennt fornám hér í MK árum saman og byggjum
á þeirri reynslu. Kennsla á brautinni er afar krefjandi þar sem margir
nemendanna glíma við alvarlegan athyglisbrest og ofvirkni og það
getur tekið á taugar allra sem að því koma. Í framhaldsskólanum eru
sérkennarar ekki á hverju strái en við höfum fengið reynda og góða
kennara til að glíma við þetta og það gengur ágætlega. Við höfum þá
trú að við getum komið til móts við þessa nemendur, skapað jákvæða
skólareynslu og efl t sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd svo að úr þeim
verði nýtir þjóðfélagsþegnar,“ segja Steinunn Inga Óttarsdóttir og
Guðrún Helgadóttir.
Kurteisi, umburðarlyndi og skipulögð vinnubrögð
Fríða Proppé íslenskukennari hefur umsjón með framhaldsskólabraut-
inni í MK og segir hún 25 nemendur vera á brautinni og sé þeim skipt
í tvo hópa í fl estum áföngum. Piltar eru í miklum meirihluta en stúlk-
urnar aðeins fjórar.
„Nemendur eiga nú samkvæmt lögum rétt á að vera í framhalds-
skóla til 18 ára aldurs, svo fremi að þeir brjóti ekki skólareglur,“
segir Fríða. Á framhaldsskólabrautinni í MK er lögð mikil áhersla
„Við vildum bjóða þeim nám við hæfi , hætta að spóla í námsefni sem búið er að reyna
að vinna með í áratug með sáralitlum árangri og beina sjónum í aðrar áttir.“
Frá vinstri; Steinunn, Fríða og Guðrún
Nýjar námsleiðir hefur vantað í
framhaldsskólann