Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 37
37
Skólavarðan 4.tbl. 2010
Aukið sálfélagslegt álag á nemendum
En hvernig hefur viðhorf kennara breyst til starfsins?
„Samkvæmt rannsókninni skynja kennarar mun meira sálfélagslegt
álag meðal nemenda. Það skapast bæði andlegt og félagslegt álag,
væntanlega vegna vandamála sem tengjast kreppunni. Ef ég vísa
til minnar reynslu, án þess að það komi fram í rannsóknargögnum,
þá er kreppan mikið til umræðu í tímum og ég fann einkum fyrir
því sem lífsleiknikennari þegar við fjölluðum um málefni líðandi
stundar. Nemendur tala ennþá mjög mikið um þetta,” segir Guðrún og
bendir einnig á að ekki sé jafn mikil þjónusta í boði fyrir nemendur
í skólanum og dregið hefur úr möguleikum á fjölbreyttu vali að mati
þátttakenda rannsóknarinnar. Nú séu fleiri nemendur í hópi en áður var
og þar af leiðandi minni möguleikar á góðri kennslu og góðu námi.
„Kennurum finnst þeir ekki geta sinnt nemendum einstaklingsmiðað og
á eins fjölbreyttan hátt og áður og áfangar hafa verið skertir. Í stað þess
að kenndir séu sex tímar fara skólar fram á að kenndir séu fjórir tímar.
Þegar fáir nemendur eru í hópi eru kennarar beðnir um að fara út fyrir
reglugerðir um fjölda tíma bakvið áfangann.“
Þýðir þetta að kennsla í skólum sé orðin verri eftir efnahagshrunið?
„Það má draga þá ályktun af svörum kennara. Þeir tala um að þeir
geti ekki beitt eins fjölbreyttum kennsluháttum, einstaklingsmiðaðri
kennslu og þeir hafa ekki eins mikinn tíma til að sinna nemendum og
áður, sem er væntanlega andstætt þeirra gildismati. Flestir kennarar
reyna að nálgast nemendur út frá fjölbreytileikanum því við erum öll
ólík.“
Er þetta ekki einmitt andstætt nýju framhaldsskólalögunum?
„Jú, þar á nemandinn að vera í brennidepli og nýju lögin snúast
um það að auka fjölbreytileika í námi svo að ekki sé bara ein leið
að „eðalnámi“. Nemendur eiga að geta farið ólíkar leiðir í gegnum
skólakerfið en samt verið jafn góðir og gildir þjóðfélagsþegnar,“ segir
Guðrún, „og það má leiða líkur að því að brottfall meðal nemenda
aukist ef þeir fá ekki þá þjónustu og þann stuðning sem þeir þurfa í
kennslustundum.“
fólkið
Mikil vanlíðan og streita tengd óöryggi um starf
Í rannsókninni kemur einnig fram að skapast hafi mjög mikið starfs-
tengt álag hjá kennurum í kjölfar kreppunnar. „Það er mikill ótti um
starfsöryggi. Svo mikill að það kom mér einna mest á óvart af niður-
stöðum rannsóknarinnar. Vanlíðan og streita eru tengdar þessu
óöryggi. Streitan í samfélaginu hefur greinilega áhrif inn í starfið og
öfugt. Þessi ótti tengist þó ekki bara kreppunni heldur einnig nýju
framhaldsskólalögunum, því kennarar eru hræddir um sitt fag. Þeir
eru ekki búnir að finna faginu sínu farveg í nýju lagaumhverfi að mínu
mati. Í tengslum við lögin hefur til dæmis verið mikil umræða um
dönsku og þriðja málið.“ Guðrún segir að kennarar séu hins vegar upp
til hópa mjög ánægðir með það frelsi sem gefst innan nýju laganna sem
kveða á um að skólar geti sjálfir skipulagt nám og námsbrautir. Það sé
því mikil togstreita sem kennarar eiga í; óttinn um fagið sitt og ánægjan
að fá að hanna og skapa. Hún segir kennara einnig kvarta yfir auknu
starfsálagi vegna fjölmennari námshópa og telur mikilvægt að draga úr
fjölda nemenda í námshópum til að koma í veg fyrir að of stórir hópar
hafi neikvæð áhrif á gæði náms og kennslu.
Má þá álykta að kennslan sé ekki bara orðin verri eftir hrun, heldur
séu kennararnir líka verri vegna álagsins?
„Kennarar eru kannski ekki verri en þeir búa við aðrar starfsaðstæður
og svigrúm til fjölbreyttrar kennslu er minna. Þessar niðurstöður eru
vissulega áhyggjuefni því auðvitað hafa ótti, áhyggjur og vanlíðan áhrif
á störf kennara. Rannsóknir hafa sýnt að streita hefur áhrif á framleiðni
fyrirtækja og það má svo sem leiða líkur að því að það eigi einnig við
um skóla.“
Vantar stuðning frá ráðuneytinu
Guðrún segir nýju framhaldsskólalögin fela helst í sér að móta fjöl-
breyttari leiðir fyrir nemendur. Þau eigi að gera skólanum kleift að
skapa sína sérstöðu um leið og nemandinn eigi að vera í brennidepli og
þarfir hans hverju sinni. „Meginbreytingin er sú að við eigum að kenna
út frá hæfni og leikni en ekki eingöngu þekkingu. Ég upplifi í mínu
Þeim finnst lífskjör sín hafa dregist saman eins og
okkur flestöllum í þessu samfélagi. Hingað til hafa
kennarar byggt laun sín mikið á yfirvinnu en eftir
hrun eru yfirvinnustundirnar færri.
Það er mikill ótti um starfsöryggi. Svo mikill að
það kom mér einna mest á óvart af niðurstöðum
rannsóknarinnar.