Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 31

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 31
31 Skólavarðan 4.tbl. 2010fræðin Sumarnámskeiði NLS 2010 var ætlað að vekja athygli kennara og stjórnenda sem eru í forsvari í sínum heimalöndum á nýjum stefnum (trends) í menntamálum sem smám saman hafa orðið mjög fyrirferðarmiklar í menntapólitík og stjórnun menntamála. Þarna er um að ræða hugmyndafræði í anda nýfrjálshyggju og eina afleiðingu hennar eða sk. New public management (NPM), sem er opinber stjórnsýsla sem þiggur aðferðafræði sína og hugmyndir frá einkageiranum. Í boðsbréfi til þátttakenda segir meðal annars að í umhverfi einkavæð- ingarferlis, þar sem samkeppniskraftur er talinn mikilvægari menntun, verða stjórnmálamenn og yfirvöld áhugasamari um endanlega niður- stöðu (svo sem einkunnir) en lærdómsferlið sjálft. Áhersla á ígrundun víkur fyrir áherslu á mælanlega færni. Markmið menntunar verður þá að efla samkeppnishæfni samfélagsins í stað þess að styrkja einstak- linginn í að öðlast þá menntun sem hann óskar sér. Þetta sjónarhorn og stjórnsýsla á grundvelli NPM ryður sér æ meira til rúms þrátt fyrir kreppuna og hrun nýfrjálshyggjunnar sem hug- myndafræði og gerir kennara og stjórnendur smám saman ósýnilega og rænir þá sjálfræði sínu. Þungaviktarmenn í umhverfismálum Skipuleggjendur námskeiðsins segja í bréfinu að sú menntapólitíska stefna sem vex fiskur um hrygg í þessu umhverfi sé sífelldur og stöð- ugur niðurskurður. Vonir aðstandenda námskeiðsins standa til að þátt- takendur fái með þátttöku sinni aukinn styrk til að berjast fyrir faglegu sjálfræði kennarastéttarinnar, eflingu fagmennsku og bættum kjörum. Kennarar verða að láta til sín heyra og vera virkir í mótun mennta- stefnu og hafa áhrif á viðhorf til menntunar. Önnur áhersla á sumarnámskeiðinu var umhverfismál og ekki síst umhverfisvá vegna hitnunar jarðar og mengunar af mannavöldum. bent var á að kennarar eru þungaviktarmenn í þessu samhengi. Þeir miðla endingargóðri þekkingu og gegna veigamiklu hlutverki í að móta við- horf ungs fólks til þess hverjar eru lífsnauðsynjar samfélagsins og for- sendur fyrir þeim. „Samnefnari landa sem fara NPM leiðina er efnahags- og fjármálakreppa sem hefur leitt til aukinnar kröfu um skilvirkni og leitina að leiðum til að skera niður í opinberri þjónustu.“ Þýtt af Wikipediu. Tony Dunderfelt setti fram punkta um grundvöll sjálfsþekkingar, skilgreiningu á hugtakinu og fleira sem henni tengdist í ítarefni sínu með fyrirlestrinum. Hér eru nokkrir þeirra: Grundvöllur sjálfsþekkingar • Að öðlast styrk til að gera það sem þarf að gera á þessu augnabliki. • Að geta breytt þeirri hegðun sinni og hugsanagangi sem kemur í veg fyrir að maður nái þeim árangri sem maður vill. • Að geta einblínt á ÞAÐ BESTA, þ.e. langtímamarkmið um það sem maður vill ná fram í starfi og einkalífi. • Sjálfsþekking er skv. skilgreiningu nokkuð sem einungis ég get hrundið af stað og framkvæmt fyrir mína eigin vellíðan og velferð. Enginn annar getur gert þetta fyrir mig – og enginn annar mun heldur gera það því aðrir eiga fullt í fangi með sitt eigið líf. • Vertu manneskjan sem hundurinn þinn trúir nú þegar að þú sért. Það er sjálfsmiðun en ekki eigingirni. vill sé hægt að rekja velgengni Finna í Pisa til strangra skóla (plikten at lära). Hún segir að Finnar sæki sér fyrirmyndir til Noregs og ný námsskipan verði sett 2014. Á fjórða degi var fyrri fyrirlesarinn Petri Salo, prófessor í fullorðins- fræðslu við Pedagogiska faktulteten við Åbo Akademi í Vasa. Hann fjallaði um ímynd skólans þar sem hann gekk meðal annars út frá spurningunni hvað gera kennarar í sínu langa sumarfríi? Á lokadeginum var stutt dagskrá en fyrirlesari þann morgun var hinn skemmtilegi Johan Storgård, leikari og leikhússtjóri í Svenska Teatern i Helsingfors. Fyrirlestur hans fjallaði um forustu i skapandi samfélagi. Hann ræddi meðal annars um líkamstjáningu og hversu oft hún segir meira en töluð orð, eða að það skiptir máli hvernig hlutirnir eru sagðir. Fyrirlesturinn var afar líflegur og vakti kátínu námskeiðsgesta. Ferðin í heild var mikil upplifun og aðbúnaður allur til fyrirmyndar. Námskeið NLS eru haldin annað hvort ár og næst er komið að okkur. Það er virkilegt tilhlökkunarefni að vita hver yfirskrift þess námskeiðs verður. Eitt er víst að við eigum metnaðarfullt fagfólk í skólamálum og án efa verður námskeiðið hérlendis bæði fróðlegt og gott innlegg í að treysta norræna samvinnu með fagmennsku í fyrirrúmi. Það var okkur sönn ánægja að taka þátt í afar vel skipulögðu, skemmtilegu og fræðandi sumarnámskeiði. Fyrir hönd hópsins, Lára Guðrún Agnarsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín, skólamálanefnd FG. Ígrundun víkur fyrir mælanlegri færni Sífelldur og stöðugur niðurskurður framundan og kennarar gerðir ósýnilegir Texti: keg Markmið menntunar verður þá að efla samkeppnishæfni samfélagsins í stað þess að styrkja einstaklinginn í að öðlast þá menntun sem hann óskar sér.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.