Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 28
28 Skólavarðan 4.tbl. 2010 eru stöðugt að beygja sig niður, teygja sig, setjast á jörðina eða leggjast, klifra, lyfta. Kennarar samþykkja meiri hreyfingu nemenda utandyra en í hefðbundnu kennslurými og umburðarlyndi gagnvart hreyfingu og hvatning til hennar er miklu meiri í útikennslu en ella. Frjáls leikur er mikilvægasta námsleið barna. Í gegnum hann öðlast barn trú á eigin getu og fær tækifæri til að prófa raunverulegar leiðir til úrlausnar verkefna í gegnum ímynduð viðfangsefni. Útikennsla hvetur til aukins ímyndunarafls í frjálsum leik og ýtir undir sjálfstæða skapandi hugsun. Það er mikil upplifun fyrir börn að fá að kynnast umhverfi og náttúru og fá svigrúm til að móta sinn eigin leik. Úti- kennsla utan hefðbundinna leiksvæða auðgar frjálsan leik og skapandi starf nemenda. Hún styrkir sjálfsöryggi einstaklingsins og trú hans á eigin getu (Fjørtoft 2001, Charles 2009). Rannsóknir benda til þess að mörgum börnum finnist afar skemmti- legt í útikennslu. Líkt og í öðru skólastarfi höfðar eitt og sama vinnu- lagið ekki til allra og því er óraunhæft að ætla öllum nemendum að finnast gaman. En mörg börn njóta kennslustunda utandyra og þar á meðal gjarnan þau sem hafa ekki mikla ánægju af hefðbundnara fyrir- komulagi kennslu og eiga erfitt uppdráttar í kennslustofunni (SEER 2000, Charles 2009). Kostir útikennslu lúta einnig að kennaranum. Í útikennslu felast möguleikar til samþættingar námsgreina og aðferðin býður ósjálfrátt upp á heildræna þverfaglega nálgun. Nánast er ómögulegt fyrir kenn- ara að vinna að einni námsgrein eingöngu í útikennslu því miklu fleiri námsgreinar eru undir í hverri kennslustund, án þess að það sé megin- markmið. Hvert og eitt fyrirbæri í umhverfinu tengist á sama tíma mörgum námsgreinum, það er hluti af stærri heild og verður ekki slitið úr samhengi. Útikennsla er því kjörinn vettvangur til samstarfs og samvinnu kennara þvert á námsgreinar (Woodhouse 2000, Cooper 1997). Eins og áður var vikið að eykur útikennsla félagslega færni nem- enda. Í kennslustundum utandyra kynnast einstaklingarnir fleiri flötum á persónuleika hver annars og með sama hætti dýpka tengsl nemenda og kennara. Slík tengsl leiða til fækkunar agavandamála og árekstra og aukinnar samheldni nemendahópsins. Útikennsla skilar sér því með tímanum í bættri bekkjarmenningu og betra starfsumhverfi fyrir nem- endur og kennara (SEER 2000, Bendix 2003). Að leggja stund á útikennslu skilar sér til umhverfisins. Útikennsla ýtir undir umhverfisvænni lífshætti þar sem undirliggjandi er það mark- mið að efla umhverfisvitund einstaklingsins. Með reglulegum heim- sóknum í umhverfið myndast tengsl. Nemandinn kynnist smám saman umhverfi sínu, eiginleikum þess og sérkennum og með tímanum verða breytingar frá einni árstíð til annarrar merkingarbærar. Umhverfið öðlast gildi fyrir einstaklinginn og skiptir hann máli. Þegar það gerist ýtir það undir að hann láti sig umhverfið varða, hann fer að láta sér annt um það. Virðing hans fyrir umhverfinu vex með aukinni umhverfisvitund. Umhverfisvitund er lykillinn að því að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir um umhverfismál og er grunnur að umhverfisvænum lífs- háttum einstaklinga í samfélagi manna (Dillon et al. 2006, Palmberg 2000, Kenney et al. 2003, Fisman 2005). Heimildir Anna Sigríður Ólafsdóttir (2001): Heilsuátaks ekki síður þörf fyrir börnin. Grein birt á vef Lýðheilsustöðvar. Sótt 20. ágúst 2010 á www.lydheilsustod.is/greinar/ greinasafn/manneldi/nr/229 Bendix, M. og Gretoft H. (2003): Slip dem ud! – en vejledning om udeskole og Natur-klasser. Sótt 20. ágúst 2010 á www.groen-skole.dk/ecobase/naturklas/ Udeskole.pdf Fjørtoft, Ingunn (2001): The Natural Environment as a Playground for Children: The Impact of Outdoor Play Activities in Pre-Primary School Children. Early Childhood Education Journal 29(2), 111-117. Sótt 20. ágúst 2010 á www. springerlink.com/content/l130641583210721/fulltext.pdf Charles, Cheryl (2009): The Ecology of Hope: Natural Guides to Building a Children and Nature Movement. Birt í Journal of Science and Technology (18), 467-475. Sótt 20. ágúst 2010 á www.springerlink.com/content/n021631q656653w1/ Cooper, Geoff (1997): How Outdoor Education Contributes to Sustainability. Einnig birt í Journal of Adventure Education and Outdoor Leadership, 14(1),23-27. Sótt 20. ágúst 2010 á www.outdoor-learning.org/info_centre/environment.htm Dillon, Justin et al. (2006): The value of outdoor learning: evidence from research in the UK and elsewhere. School Science Review, 87(320):107-111. Sótt 20. ágúst 2010 á www.outlab.ie/forums/documents/the_value_of_school_science_review_ march_2006_87320_141.pdf Fisman, Lianne (2005): The Effects of Local Learning on Environmental Awareness in Children: An Empirical Investigation. The Journal of Environmental Education 36(3): 39-50 Kenney, Jane L., Militana, Heidi Price & Donohue, Mary Horrocks (2003): Helping Teachers to Use Their School‘s Backyard as an Outdoor Classroom: A Report of the Watershed Learning Center Program. The Journal of Environmental Education 35(1): 18-26 Palmberg, Irmeli E. & Kuru, Jari (2000): Outdoor Activities as a Basis for Environmental Responsibility. The Journal of Environmental Education 31(4): 32-36. State Education & Environment Roundtable (SEER)(2000): The Effects of Environment-based Educaton on Student Achievement. Sótt 20. ágúst 2010 á www.seer.org/pages/csap.pdf Virkni í skólastarfi - Handbók um hreyfingu fyrir grunnskóla (2010). Reykjavík, Lýðheilsustöð. White, Randy & Stoecklin, Vicki L. (1997): Children´s Outdoor Play & Learning Environments: Returning to Nature. Birt í Early Childhood News, mars 1998. Sótt 20. ágúst 2010 á www.whitehutchinson.com/children/articles/outdoor.shtml Woodhouse, Janice L., Clifford E. Knapp (2000): Place-Based Curriculum and Instruction: Outdoor and Environment. Sótt 20. ágúst 2010 á www.ericdigests. org/2001-3/ Í október heldur Náttúruskóli Reykjavíkur námskeið fyrir kennara í grunn- og leikskólum um útikennslu og menntun til sjálfbærni. Þar verður fjallað nánar um útfærslu útikennslu í ljósi menntunar til sjálfbærni og kennarar fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta innleitt menntun til sjálfbærni í útikennsluna. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Náttúruskóla Reykjavíkur, www.natturuskoli.is en tekið er við skráningum á netfangið natturuskoli@reykjavik.is Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að gerð nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla sem byggist á nýjum grunnskólalögum 2008. Í henni eru skilgreindir fimm grunnþættir í íslenskri menntun og er menntun til sjálf- bærni einn þeirra. Í síðari hluta þessarar greinar verður fjallað sérstaklega um þetta hugtak, menntun til sjálfbærni og tengingu þess við útikennslu. skólastarf

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.