Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 36

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 36
36 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Guðrún er framhaldsskólakennari og kennslustjóri í Borgarholtsskóla þar sem hún kennir efnafræði og lífsleikni. Árið 2006 minnkaði hún við sig vinnu eftir tíu ára kennslu við þrjá framhaldsskóla á landinu og hóf meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík. Í því námi vann hún fyrrnefnda rannsókn í upphafi árs 2008. Eftir efnahagshrun og breytingar sem það hafði í för með sér gaf auga leið að margt hafði breyst sem varð hvatinn að því að endurtaka rannsóknina. Félagi framhaldsskólakennara fannst þetta góð hugmynd og styrkir seinni rannsókn Guðrúnar. Fyrstu niðurstöður eru í tveimur hlutum um breytt starfsumhverfi framhaldsskólakennara, efnahagskreppuna og ný fram- haldsskólalög, en meira efnis er að vænta síðar því rannsóknirnar eru umfangsmiklar og gefa möguleika á fjölbreyttum úttektum. Í fyrri hluta úttektar rannsakar Guðrún hvaða breytingar hafa orðið á líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara með hliðsjón af efnahagshruninu og hvert viðhorf kennara er til breytinganna. Seinni hlutinn snýr að nýjum framhaldsskólalögum og þar spyr Guðrún hvort breytingar hafi orðið á líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara við innleiðingu nýju laganna og hvert viðhorf kennara sé til hennar. „Þetta er þýðisrannsókn þar sem öllum framhaldsskólakennurum var gefinn kostur á því að svara. Ég hélt inni flestum spurningunum frá rannsókninni 2008 og bætti við spurningum um áhrif efnahags- kreppunnar og viðhorf til nýju framhaldsskólalaganna,“ útskýrir Guðrún. „Það er eðlismunur á rannsóknunum tveimur því sú fyrri var lögð fyrir á kennarafundi þar sem einungis þeim sem mættu á fundinn gafst færi á að svara. Þá var svarhlutfallið 87%. Í seinni rannsókninni var spurningalistinn afhentur beint öllum framhalds-skólakennurum og þá var svarhlutfallið 62%. Það er mjög vel hægt að álykta út frá þessum gögnum. Þau endurspegla þýðið mjög vel hvað varðar aldur þátttakenda,dreifingu og tegundir skóla, og einnig er góð dreifing á milli kynja.” Hverjar reyndust svo helstu breytingarnar á högum framhalds- skólakennara eftir hrunið? „Þeim finnst lífskjör sín hafa dregist saman eins og okkur flestöllum í þessu samfélagi. Hingað til hafa kennarar byggt laun sín mikið á yfirvinnu en eftir hrun eru yfirvinnustundirnar færri þrátt fyrir að nemendum hafi fjölgað um 5% frá fyrri rannsókn til þeirrar seinni og fjöldi stöðugilda við kennslu hefur staðið í stað samkvæmt Hagstofu- tölum. Mjög stórt hlutfall kennara var líka í aukavinnu utan kennslu og hún hefur einnig dregist saman.“ Endalaus hagræðing í stað umbóta fólkið Texti: Hildur Loftsdóttir » Myndir: js Þjónusta við nemendur er verri eftir efnahagshrunið, kjör kennara hafa versnað og framhaldsskólakennarar óttast nýju framhaldsskólalögin. Þetta er meðal fjölmargra áhugaverðra niðurstaðna sem Guðrún Ragnarsdóttir komst að við úrvinnslu rannsóknar sinnar „Líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara.“ Hildur Loftsdóttir talaði við Guðrúnu og spurði hana nánar út í rannsóknina, nýju framhaldsskólalögin og skoðanir hennar á því hvað væri brýnast að gera í málefnum framhaldsskóla.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.