Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 24
24 Skólavarðan 4.tbl. 2010 niðurlægður frammi fyrir hópnum? Við getum aldrei verið viss en það sem helst getur tryggt að okkur miði fram á veginn er sjálfsagi hvers kennara og ábyrgð hans á verk- efni sínu. Hver og einn þarf því að búa sér til öflugt innra eftirlit en um leið þarf að sjá kennurum fyrir verkfærum og umgjörð til þess. Þar skiptir þrennt mestu máli, réttlát lög, jákvæður skólabragur og ekki síst siðareglur kennara. Sjálfstæði kennara í starfi er óumdeilt og einn af hornsteinum starfs- vitundar þeirra. Því sjálfstæði fylgir einnig veruleg ábyrgð og mikið er í húfi, því bregðist kennari skyldum sínum er hætt við að stéttin missi virðingu og sjálfstæði starfsins verði hætta búin. Á hinn bóginn má segja að sjálfsagi, fagleg vinnubrögð og starfskenning í samræmi við lög og siðareglur auki virðingu stéttarinnar. Á þann hátt uppfylla kennarar einnig best 11. regluna um að gæta heiðurs og hagsmuna kennarastéttarinnar. Stuðla siðareglur að betra starfi? Er yfirleitt hægt að fara eftir siða- reglum? Vafalaust hafa þeir sem unnu að setningu siðareglna kennara svarað þessum spurningum játandi enda væri til lítils að setja reglur sem ein- göngu væru til skrauts og notkunar á tyllidögum. Báðar spurningarnar kalla okkur til ábyrgðar á því að athafnir fylgi orðum, að kennarar þekki til hlítar þær siðareglur sem stéttin hefur sett sér, byggi þær inn í eigin starfskenningu og máti athafnir sínar reglulega við þær í starfinu. Sú regla sem hefur víðtækast gildi er sett fram í 2. grein: Kennurum ber að virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstaklingi virð- ingu, áhuga og umhyggju. Hér er ábyrgð kennara mest, hér skiptir öllu að vel fari Löggjafinn hefur á undanförnum áratugum lagt vaxandi áherslu á rétt- indi nemenda. Áskoranir eins og skóli án aðgreiningar og framhalds- skóli fyrir alla eru afsprengi þeirrar viðleitni og einnig sú áhersla sem er lögð á að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Því má segja að ofangreind 2. regla, ásamt þeirri þriðju, um að jafn- rétti sé leiðarljós í skólastarfi, rími vel við lög og styðji við það mikil- væga markmið að menntun sé mannbætandi. Eftir sem áður geta þó hvorki lög um hin ýmsu skólastig né siða- reglur kennara tryggt að boðskapur þeirra verði að samræmdum athöfnum í þágu þess sem menntunar nýtur. Getum við verið viss um að í krafti siðareglna fái nemandi hlýtt viðmót, uppbyggjandi verkefni, hvatningu til góðra verka? Er öruggt að kennari skeyti ekki skapi sinu á nemandanum, honum sé ekki núið upp úr mistökum sínum eða hann samræða Texti: Ólafur Sigurðsson Ólafur er sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og fyrrverandi skólameistari Borgarholtsskóla Mynd: js Hver og einn þarf því að búa sér til öflugt innra eftirlit en um leið þarf að sjá kennurum fyrir verkfærum og umgjörð til þess. Þar skiptir þrennt mestu máli, réttlát lög, jákvæður skólabragur og ekki síst siðareglur kennara. Getum við verið viss um að í krafti siðareglna fái nemandi hlýtt viðmót?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.