Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 14
Þjóðmál haust 2012 13
leikskólans sem nú hefur sett öll hagkerfi
heimsins í uppnám . Spilaborgin féll og
að hætti tregra brugðu margir á það ráð
að stökkva úr steikarpönnunni beint út í
eldhafið . Þeir kusu „eitthvað annað“ og
því kusu þeir Jón Gnarr .
Það er að bera í bakkafullan lækinn að eltast við allt það sem gerst hefur síðan
vorið 2010 og ekki verður reynt að gera
það hér . Flestir eru nú farnir að átta sig á
að ævintýri eru fyrir börn og að þegar við
„krýnum trúðinn“ þá breytist hann ekki
í prins . Það er svo óendanlega margt sem
miður hefur farið með Gnarrinn . Látum
vera að Jón Gnarr hafi enn ekki komið
ísbirninum í Húsdýragarðinn . Enginn
bjóst við því frekar en að hann myndi
standa við orð sín um að svíkja öll loforð .
Þar misskildu margir húmorinn . Menn
mis skildu líka loforðið um að „gera allt
fyrir aumingja“ . Kjósendur gerðu sér hins
vegar ekki grein fyrir að aumingjarnir
byggju allir í miðbænum og fengjust við
föndur . Kaffidrykkju og föndur . Og að það
þyrfti að auðvelda þeim aðgang að þessum
nauðsynjum . Jón Gnarr boðaði mannúð í
borginni . Ólánsmenn í Reykjavík hafa ekki
notið hennar . Það gerir heldur ekki fólkið
úr úthverfunum sem sækir Kolaportið og
kann ekki „réttu“ hirðsiðina . Við horf um
upp á nýja tegund af snobberíi í Reykja vík .
Táknmynd þess eru kaffihúsin og veit inga-
staðirnir og líf þeirra hangir á birtu stigi
halastjarnanna sem þau sækja . En tískan
er hvikull húsbóndi og því eru gjaldþrot,
eigendaskipti og kennitöluflakk nú helsta
hreyfiafl miðborgarinnar . Haustið 2011
fóru fimm veitingahús í mið bænum í
gjaldþrot, þar af þrjú við Austur völl . Og
Þ að er komin þreyta í borgarbúa . Þreyta yfir subbuskapnum sem
er alls staðar sýni legur, viðhaldsleysi
mannvirkja sem drabb ast niður,
bjálfalegum ákvörðun um og
hótfyndni borgarstjórans sem á
engin svör þegar hann er spurður
um verkefnið sem hann tók að sér .
Maðurinn sem fyrir rúmum tveimur
árum var kosinn borgar stjóri með
lúðraþyt og söng, en stóð ekki undir
væntingum . Í raun er brandarinn,
sem farið var af stað með, farinn
að súrna og liggur nú, eins og aðrir
fúlir frændur, óendurvinnanlegur í
einhverri gámastöð Sorpu .