Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 60
 Þjóðmál haust 2012 59 Jóhann J . Ólafsson Eiturlyfjavandinn Eiturlyfin munu stórskaða vestræna menningu . Þessi Níðhöggur drekkur ekki blóð dauðra, né étur nái, eins og nafni hans í Völu spá, heldur lifandi æskuna . Hann nagar rætur lífstrésins með vax andi áfergju ef mannkynið finnur ekki mót leik . Fréttir, sem okkur berast úr undir heim um eiturlyfjanna, verða sífellt fleiri og verri . Hagnaðurinn er bölvaldurinn Menning okkar virkjar hagnað með miklum árangri til góðra mála en hagnaður er bölvaldur ef hann er notaður til illra verka og glæpa . Það sem gerir baráttuna við eitur lyfja- vandann svo erfiða og vonlitla er hinn gífur legi gróði, sem glæpamennirnir hafa til ráðstöfunar . Þessi mál eru full af þversögnum . Eitur- lyfjasala er ólögleg og því bönnuð . Þess vegna er hún frjálsasta atvinnustarfsemi í heiminum og sú stærsta . Yfirvöld gera allt sem þau geta til að stöðva þessa iðju en viðleitni þeirra hefur þveröfug áhrif enda við ofurefli að etja . Aðgerðir lögreglu og tollyfirvalda hækka verð vörunnar enn meir og auka þannig gróða eiturlyfjasalanna . Vegna þess að starf- semin er ólögleg greiðir hún enga skatta . Það að gróðinn er geysimikill sést á því að menn eru tilbúnir að hætta lífi sínu og margra ára fangelsisvist til að öðlast hlut- deild í honum . Núverandi baráttuaðferðir yfirvalda eru ekki nógu árangursríkar . Þær magna hagn- aðinn af glæpastarfseminni upp úr öllu valdi og margfalda með því þann vanda sem þau eru að berjast við þó að tilgangurinn sé göfugur . Barátta yfirvalda er aðallega við burðardýrin, fótgönguliðana, en höfuð- paurarnir eru ósýnilegir . Basl lögreglunnar lítur út eins og enda- laus bófahasar við leiguþý glæpamannanna og fórnarlömb þeirra . Fjölmiðlar auglýsa götu verð og hagnað ókeypis í fréttaflutningi sínum . Eftir því sem gróðinn eykst, harðnar baráttan og þrýstingurinn vex . Glæpa- menn irnir ganga lengra og harðar fram, beita hættulegri meðulum í baráttu sinni og taka sífellt meiri áhættu . Meiri harka skapar þrýsting á fórn ar- lömbin, sem þurfa að útvega fé til neysl- unnar, sem aftur setur saklausa borgara í vax andi hættu . Allt þetta eykur kostnað þjóðfélagsins vegna afleiðinga þessara glæpa . Þjóðfélagið nái undirtökunum Áður fyrr, þegar fóstureyðingar voru bann aðar og því lögbrot hér á landi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.