Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 31

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 31
30 Þjóðmál haust 2012 myndi þýða að við þyrftum að afsala okkur veigamiklum hluta hins dýrmæta fullveldis okkar . Að mínum dómi kemur slíkt ekki til mála . Í öðru lagi hafa atburðir síðustu mánaða í ýmsum Evrópusambandslöndum, sem hafa átt undir högg að sækja, sýnt svo ekki verður um villst að Evrópusambandið er stórveldabandalag, þar sem rödd Íslands myndi drukkna . Hvers vegna ættum við að vilja ganga inn í slíkt bandalag? Sumir segja að svarið sé að því muni fylgja svo mikið hagsæld fyrir íslenskan almenning, lægra matarverð, lægri vextir og svo framvegis . Mín skoðun er sú að við getum tryggt stöðu okkar áfram með svipuðu móti og hingað til, í nánu samstarfi við helstu viðskiptaþjóðir okkar . Fullveldi og full yfirráð yfir eigin málum er að mínu mati það verðmætasta sem við eigum, sem okkur ber skylda til að skila áfram til næstu kynslóða . Tungumál, menning og byggð Stjórnmál eru tæki í höndum manna til að stuðla að meiri lífshamingju ein stakl- ingsins . Lífshamingjan felst þó ekki í góð- um lífskjörum þrátt fyrir að þau skipti þar miklu máli . Sjálfsímynd okkar, sem þjóðar, tungumál og menning, skiptir þar líka miklu . Við verðum að hafa burði til þess sem þjóð að landið okkar haldist í byggð . Það er margbreytileiki mann lífsins og menningarinnar í landinu sem er svo dýrmætur fyrir okkur sem þjóð . Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki aðeins flokkur allra stétta heldur líka allra landshluta . Verum sjálfum okkur samkvæm Erum við þjóð sem telur tjáningarfrelsi hornstein þjóðfélags okkar? Ég segi hiklaust já . Erum við framarlega í mann réttinda- málum? Aftur segi ég hiklaust já . Við eigum að sjálfsögðu að halda áfram að vera í forystu á þessum sviðum . Mér hefur því miður þótt Íslendingar vera til bún ir að veita afslátt í þessum efnum í skiptum fyrir mögulegan efnahagslegan ávinn ing . Þetta hefur komið vel fram í málefnum Huangs Nubo, kínverska fjárfestisins sem vill kaupa eða taka á leigu stórjörðina Grímsstaði á Fjöllum . Sjálfstæðisflokkurinn á að taka forystu um að við Íslendingar séum sjálfum okkur samkvæmir í samskiptum við aðrar þjóðir og stöndum fast á grundvallarreglum okkar . Jafnréttismál Að lokum vil ég nefna jafnréttismál, sem eru mér mjög hugleikin, jafnrétti karla og kvenna . Þau mál eru því miður ekki í lagi árið 2012 þótt við viljum telja okkur meðal fremstu þjóða á sviði réttinda mála . Konur fá lægri laun en karlar fyrir sömu störf . Þetta er staðreynd . Afar fáar konur eiga sæti í stjórnum fyrirtækja . Framtíðarsýn okkar verður að vera sú að við búum í þjóð félagi þar sem bæði kynin standa ævinlega jafnt að vígi, hafi jöfn tækifæri og umbuni til samræmis . Hér þarf Sjálfstæðis flokk ur inn að beita sér . V ið verðum að hafa burði til þess sem þjóð að landið okkar haldist í byggð . Það er margbreytileiki mann lífsins og menningarinnar í landinu sem er svo dýrmætur fyrir okkur sem þjóð . Sjálfstæðis flokkurinn er ekki aðeins flokkur allra stétta heldur líka allra landshluta .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.