Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 81
80 Þjóðmál haust 2012 því það er mögulegt að alls konar hugmyndir móti þankagang fólks án þess það sjálft geri sér grein fyrir því . Ef við tökum Einar Má alvarlega hljótum við samt að spyrja hvaða samband „frjálshyggjan“ sem hann lýsir hefur við stjórnmálahreyfingar nútímans? Er hún skoðun þeirra sem sjálfir kalla sig frjálshyggjumenn eða einhverra annarra? Hagmennið Í andmælum sínum gegn frjálshyggju verð- ur Einari Má tíðrætt um líkan Adams Smith af hinum hagsýna manni sem hann kallar hagmenni og nefnir líka stundum upp á latínu homo oeconomicus . Þegar hann lýsir þessu líkani (bls . 422) vitnar hann í skrif Kolbeins Stefánssonar í bókinni Eilífðarvélin2 þar sem segir að myndin, sem er dregin upp í hagfræðilíkönum frjálshyggjumanna, sýni mann sem lifir í félagslegu tómarúmi, láti stjórnast af sjálfselsku og hafi það eitt markmið að hámarka eigin gróða en sé þrátt fyrir þessa vankanta skynsamur, hagsýnn og óskeikull um eigin hag . Einar Már bendir réttilega á að líkanið lýsi ekki raunverulegu fólki (og má skjóta því inn máli hans til stuðnings að þekktasta dæmið um hreinræktað hagmenni er teiknimyndafígúran Jóakim aðalönd en ekki raunveruleg manneskja) . Hann rökstyður jafnframt að umrætt líkan hafi brenglað hugmyndir manna um eigin tilveru . Sértekningar og einföld líkön af mannlífinu eru engin séreign frjálshyggju hagfræðinga . Þau eru samofin rökhyggju, tæknihyggju og vísindalegum skilningi á tilverunni og kannski öllum módernisma . Einn áhrifaríkasti frumkvöðull í svona líkanasmíði við upphaf nýaldar var enski heimspekingurinn Thomas Hobbes (1588–1679) . Hann var enginn frjálshyggjumaður en hafði veruleg áhrif á stjórnspeki og mannvísindi seinni alda, ekki hvað síst á upphafsmenn frjálshyggjunnar . Rit hans Leviathan er jafnan talið meðal þess merkasta sem skrifað hefur verið um stjórnmálaheimspeki . Í þessu riti dregur Hobbes upp einfaldaða mynd af manninum . Hann gerir ráð fyrir að menn vilji halda lífi og beiti skynsemi til að sjá sér borgið en séu jafnframt þrætugjarnir og áfjáðir í að ná valdi yfir öðrum . Í 11 . kafla þess segir hann „mannkyn allt hneigjast til eirðarlausrar og sífelldrar löngunar sem dauðinn einn fær enda á bundið, löngunar í vald og meira vald“ .3 Af líkani sínu af manninum sem valdafíknum og þrætugjörnum leiðir Hobbes bæði þörfina fyrir valdstjórn og ýmis einkenni á ríkisvaldinu . Útleiðsla hans er að sumu leyti undanfari að leikjafræði tuttugustu aldar sem John von Neumann (1903–1957) og fleiri færðu í stærðfræðilegan búning . Líkan Hobbes dregur líka um sumt dám af eðlisfræði Galíleós (1564–1642) og eftirmanna hans sem settu fram einföld lögmál um hreyfingu hluta . Til dæmis kenndi Galíleó að þungir hlutir og léttir féllu jafnfljótt til jarðar . Samt veit hver maður að ef fjöður og steini er sleppt úr sömu hæð dettur steinninn hraðar . Kenning Galíleós var einföldun, sértekning, en ekki lýsing á því sem raunverulega gerist . Við getum sagt að hún sé fremur lýsing á því sem mundi gerast ef engin loftmótstaða verkaði á hlutina og við höfum það fyrir satt að á tunglinu féllu fjöðrin og steinninn jafnfljótt . En þótt kenning Galíleós hafi verið einföldun var vit í henni . Svipað held ég megi segja um kenningu Hobbes . Hún lýsir því hvað gerist ef drottnunargirnin fer sínu fram og menn eru jafnframt nógu skynsamir til að sjá eigin lífi borgið . Hobbes hélt því ekki fram að þrætugirnin og valdafíknin væru einu einkenni mannsins . Kenning hans byggist aðeins á þeirri forsendu að mannfólk hafi tilhneigingar í þessa veru og af þeim sökum sé ríkisvald nauðsynlegt til að hafa hemil á mönnum og koma í veg fyrir að deilur stigmagnist og verði að stríði allra gegn öllum . Síðan Hobbes var og hét hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.