Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 15

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 15
14 Þjóðmál haust 2012 maður spyr, ef veitingahús ber sig ekki í hjarta miðborgarinnar hvar í ósköp unum á slíkur rekstur að geta borið sig? Jafnvel kostnaðarsöm „endurreisn“ Lands yfir- réttar hússins skilar sér ekki í vinsældum . Nýtt verður ekki gamalt og dúllur og dúkar leyna ekki plastáferðinni þótt ekkert hafi verið til sparað . Staðurinn skreytir sig nú með nýju nafni og getur líkleg skýringin aðeins verið sú að eftirspurn hafi verið ofmetin . „Lige om hjörnet“ stendur hins vegar Jómfrúin sem aldrei skortir viðskiptavini þótt mat seð illinn sé hinn sami frá opnunardegi . Jóm frúin lifir á tryggð við viðskiptavinina . Fyrir Jómfrúna eru túristar bara bónus . Góð- viðrisfyrirtækin eru hins vegar eins og Besti flokkurinn, sá um sig glimmer og glans og sigla svo í gjaldþrot þegar innihalds leys ið kemur í ljós . En á meðan öllu púðri borgarinnar er hleypt af í miðbænum eru úthverfin afskipt . Kvarti fólk þar undan lélegri þjónustu er þeim bent á að „gera þetta bara sjálf“ . Þetta á jafnt við um umhirðu borgarlandsins sem snjómokstur og sorphirðu . Samráði um aðkomu borgarbúa að ákvörðunum, sem þá varða, var lofað og það svikið . Af því leiðir að skólaganga barna er í uppnámi og það án þess að sýnt sé fram á hagræðingu í rekstri . Valtað er yfir andmæli foreldranna sem aðeins bera hag barna sinna fyrir brjósti . Fórnarlömb þessa eru svo börnin sem missa tengslanet sitt; þurfa að aðlagast nýju skólaumhverfi og félögum . Sjálfsmynd of margra barna þolir ekki slíkt . Til að tryggja óánægju og sundrung á öllum skólastigum sveik meirihlutinn svo samninga við leikskólakennara . Þessu bjuggust þeir ekki við af vininum væna . En heigulshátturinn, sem einkennt hefur borgarstjórastíl Jóns Gnarr, kom þá berlega í ljós . Allt í einu skein sviðsljósið of skært og sprellipinninn gufaði upp . Þegar axarsköftin ganga úr hófi er varadekkjunum rúllað út á völlinn til að verja vitleysuna . En töfrabrellur Jóns Gnarr virka ekki lengur . Allir vita að valdastrúktúrinn byggir á tilvist hans . Hann er meirihlutinn, eða man einhver hverjir sitja í borgarstjórn fyrir hönd Besta flokksins? Brandarinn er staðnaður og borgarbúar þreyttir . Þeir vilja bara að borgin sinni sínum lögbundnu störfum en láti sig að öðru leyti í friði . Jón Gnarr er ekki bara persóna heldur líka hersingin sem rann inn í borgarstjórn í kjölsoginu . Óreiðan sem fylgir er afleiðing þess að hvert og eitt kemur með sitt mark- mið . Allt skal vera svo smellið og sniðugt og billegar lausnir ævinlega valdar ef annað stendur til boða . Borið er við að borgin hafi úr svo litlu fjármagni að spila . Þó er ausið í dekurverkefni og útiskemmtanir eins og Neró sé hér við völd og peningum kastað í forgengilegt rusl . Eiturgrænu smíðajárnshúsgögnin í Austurstræti 2010 hafa nú þróast yfir í eiturgræn reiðhjól (freudiskt viðhorf til almennings?) og óhefluð vörubretti á torgum . Hér er leikskólakynslóðin, sem enn er á klipp- og klísturstiginu, í essinu sínu . Og eins og óvitum er tamt leiða borgaryfirvöld hjá sér það sem vekur ekki áhuga þeirra sjálfra . Stríði Jóns Gnarr við aspirnar lauk með sigri njólans og því má segja að val B orið er við að borgin hafi úr svo litlu fjármagni að spila . Þó er ausið í dekurverkefni og útiskemmtanir eins og Neró sé hér við völd og peningum kastað í forgengilegt rusl .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.