Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 15
14 Þjóðmál haust 2012
maður spyr, ef veitingahús ber sig ekki í
hjarta miðborgarinnar hvar í ósköp unum
á slíkur rekstur að geta borið sig? Jafnvel
kostnaðarsöm „endurreisn“ Lands yfir-
réttar hússins skilar sér ekki í vinsældum .
Nýtt verður ekki gamalt og dúllur og
dúkar leyna ekki plastáferðinni þótt ekkert
hafi verið til sparað . Staðurinn skreytir
sig nú með nýju nafni og getur líkleg
skýringin aðeins verið sú að eftirspurn
hafi verið ofmetin . „Lige om hjörnet“
stendur hins vegar Jómfrúin sem aldrei
skortir viðskiptavini þótt mat seð illinn
sé hinn sami frá opnunardegi . Jóm frúin
lifir á tryggð við viðskiptavinina . Fyrir
Jómfrúna eru túristar bara bónus . Góð-
viðrisfyrirtækin eru hins vegar eins og Besti
flokkurinn, sá um sig glimmer og glans og
sigla svo í gjaldþrot þegar innihalds leys ið
kemur í ljós .
En á meðan öllu púðri borgarinnar
er hleypt af í miðbænum eru úthverfin
afskipt . Kvarti fólk þar undan lélegri
þjónustu er þeim bent á að „gera þetta
bara sjálf“ . Þetta á jafnt við um umhirðu
borgarlandsins sem snjómokstur og
sorphirðu . Samráði um aðkomu borgarbúa
að ákvörðunum, sem þá varða, var lofað
og það svikið . Af því leiðir að skólaganga
barna er í uppnámi og það án þess að sýnt
sé fram á hagræðingu í rekstri . Valtað er
yfir andmæli foreldranna sem aðeins bera
hag barna sinna fyrir brjósti . Fórnarlömb
þessa eru svo börnin sem missa tengslanet
sitt; þurfa að aðlagast nýju skólaumhverfi
og félögum . Sjálfsmynd of margra barna
þolir ekki slíkt . Til að tryggja óánægju
og sundrung á öllum skólastigum
sveik meirihlutinn svo samninga við
leikskólakennara . Þessu bjuggust þeir ekki
við af vininum væna . En heigulshátturinn,
sem einkennt hefur borgarstjórastíl Jóns
Gnarr, kom þá berlega í ljós . Allt í einu
skein sviðsljósið of skært og sprellipinninn
gufaði upp . Þegar axarsköftin ganga úr
hófi er varadekkjunum rúllað út á völlinn
til að verja vitleysuna . En töfrabrellur
Jóns Gnarr virka ekki lengur . Allir vita
að valdastrúktúrinn byggir á tilvist hans .
Hann er meirihlutinn, eða man einhver
hverjir sitja í borgarstjórn fyrir hönd
Besta flokksins? Brandarinn er staðnaður
og borgarbúar þreyttir . Þeir vilja bara að
borgin sinni sínum lögbundnu störfum en
láti sig að öðru leyti í friði .
Jón Gnarr er ekki bara persóna heldur líka hersingin sem rann inn í borgarstjórn í
kjölsoginu . Óreiðan sem fylgir er afleiðing
þess að hvert og eitt kemur með sitt mark-
mið . Allt skal vera svo smellið og sniðugt
og billegar lausnir ævinlega valdar ef annað
stendur til boða . Borið er við að borgin
hafi úr svo litlu fjármagni að spila . Þó er
ausið í dekurverkefni og útiskemmtanir
eins og Neró sé hér við völd og peningum
kastað í forgengilegt rusl . Eiturgrænu
smíðajárnshúsgögnin í Austurstræti 2010
hafa nú þróast yfir í eiturgræn reiðhjól
(freudiskt viðhorf til almennings?) og
óhefluð vörubretti á torgum . Hér er
leikskólakynslóðin, sem enn er á klipp-
og klísturstiginu, í essinu sínu . Og eins
og óvitum er tamt leiða borgaryfirvöld
hjá sér það sem vekur ekki áhuga þeirra
sjálfra . Stríði Jóns Gnarr við aspirnar lauk
með sigri njólans og því má segja að val
B orið er við að borgin hafi úr svo litlu fjármagni að spila .
Þó er ausið í dekurverkefni og
útiskemmtanir eins og Neró sé
hér við völd og peningum kastað í
forgengilegt rusl .