Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 62
Þjóðmál haust 2012 61
Aðeins ómengað efni verður notað og
sótthreinsunar gætt . Smit er úr sögunni .
Glæpum tengdum eiturlyfjum fækkar og
kostnað þeim tengdum yrði hægt að virkja
til að ná tökum á þessum skaðvaldi .
Þessar hugmyndir má alls ekki líta á sem
tillögu um að gera verslun með fíkniefni
löglega eða frjálsa, þvert á móti .
Öll verslun og neysla þeirra utan um sjár
ríkisins á áfram að vera ólögleg og refsi-
verð .
Það á að líta á eiturlyfjafíkla sem sjúklinga,
sem þurfa hjálpar samfélagsins við . Þessar
tillögur lúta að því að fjarlægja ógnina og ná
betur til hinna hrjáðu .
Reglur mega þó ekki vera þannig að svart-
ur markaður myndist á ný og þjóðfélagið
missi tökin á þessum málum aftur .
Óeirðir hafa orðið víða í arabaheiminum síðustu daga, en þar hefur sumum mislíkað
kvikmynd ein og segja þeir hana draga upp of
neikvæða mynd af spámanni heimamanna .
Allnokkrir hafa verið myrtir í óeirðunum, hús
brennd og sendiráð sprengd . Í dag létust fimm .
Íslenska ríkissjónvarpið hefur nú sagt frétt af
þessum ósköpum . Sú frétt var auðvitað eins og
búast mátti við úr Efstaleiti .
Íslenska ríkisútvarpið sér auðvitað strax
hverjum þarf að fletta ofan af . Það eru auðvitað
kvikmyndagerðarmennirnir .
Strax í inngangi fréttarinnar er sagt frá því að
um leið og hlutar úr myndinni hafi sést á netinu
hafi múslimar „brugðist ókvæða við enda er þar
dregin upp dökk mynd af þeirra helsta spámanni
og hann sagður blóðþyrstur kvennabósi“ .
Þetta er sem sagt allt skiljanlegt . „Enda“ er
þarna dregin upp dökk mynd og hver getur
látið bjóða sér slíkt án þess að brenna sendiráð
og drepa fólk?
Og framleiðendur myndarinnar, íslenska
Ríkisútvarpið áttar sig strax á því hvers konar
menn það eru . „Leikstjóri myndarinnar sem
sagður er egypskur kopti, búsettur í Banda-
ríkjunum, er farinn í felur . Svo virðist sem hann
hafi þóst vera gyðingur þegar hann fékk fólk til
liðs við sig og leitaði fjármögnunar .“
Þetta er augljóst aðalatriði í málinu . Fólk er
drepið og hús brennd af því að einhverjum líkar
ekki kvikmynd, og þá er auðvitað þýðingarmikið
hvernig leikstjórinn stóð að fjármögnun . Það
setur þetta í allt annað ljós . Menn vilja hafa
svona fjármögnunarmál á hreinu .
En svo er auðvitað skiljanlegt að menn
reiðist, ráðist á fólk og brenni sendiráð .
„Jarð vegurinn er líka frjór, ólgan kraumar í
mörgum ríkjum Mið-Austurlanda enda hafa
fyrirheit arabíska vorsins ekki ræst nema að
tak mörkuðu leyti . Þegar tækifæri gefst til
að skeyta skapi sínu á bæði yfirvöldum og
Bandaríkjunum grípa margir það fegins hendi .
Mót mælin, sem blossuðu upp í Egyptalandi á
þriðjudagskvöldi, hafa haldið áfram að breiðast
út í dag . Í Khartoum, höfuðborg Súdans, létu
mótmælendur sér ekki nægja að gera aðsúg að
bandaríska sendiráðinu heldur líka því breska
og þýska og var eldur lagður að því síðast-
nefnda . Í Túnis eru þrír sagðir hafa látist eftir
uppþot við sendiráð Bandaríkjanna og tveir í
Líbanon .“
Menn ættu að reyna að ímynda sér að
kristnir menn stæðu fyrir slíkum hlutum til að
mótmæla kvikmynd um Pál postula eða Krist
á krossinum . Ætli nokkur hefði þá áhuga á að
afsaka ofbeldismennina?
VefÞjóðViljinn 258. tbl. 16. árg.,
andriki .is, 14 . september 2012
Fastir liðir . . .