Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 25
24 Þjóðmál haust 2012 sem taki á þeim málum, sem sárast svíður undan, óréttlætinu og þeirri mismunun sem á sér stað milli einstaklinga og fyrirtækja í afskriftum og peningafyrirgreiðslum . — „Gjör rétt, þol ei órétt .“ Hinn 23 . maí s .l . birti ég í Morgun­blaðinu opið bréf til trúnaðarmanna Sjálf stæðis flokksins, þar sem ég skrifaði m .a .: Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem stjórn málin eru í, þar sem vantraust til allra þing manna er mjög mikið, verðum við sjálf stæðis menn að skoða allar leiðir til að ná til kjósenda í komandi kosningum . Það þarf að gerast án þess uppgjörs, sem galopin prófkjör hafa áður sýnt að leiða af sér, þar sem jafnvel flokksbundnir aðilar annarra flokka taka þátt og þar sem fram bjóðendur berjast með fjármagni stuðn ingsaðila, sem síðar gera sínar kröf ur, væntanlega beint eða óbeint, um endur gjald . Ákveðið siðrof hefur orðið í þjóð félag inu, þar sem hinir best stæðu verða ríkari, líklega um 10% þjóðarinnar, en gengið er á eignir hinna og æ fleiri fjöl skyldur standa uppi eigna- lausar . Frá hruni eru brátt liðin fjögur ár, þegar pen inga inneignum að upphæð um 1 .600 milljörðum var bjargað með yfir lýsingu for- sætisráðherra . Þeim sem skulduðu var á hinn bóginn gert að greiða stökkbreyttar hækkanir skulda til banka og fjármálastofnana, sem hafa í raun búið við lögvarinn rétt frá Alþingi til að knésetja um 60% heimila og nær öll minni fyrirtæki einstaklinga og bænda . Í framhaldi setti ég fram þá hugmynd að í stað prófkjörs myndu kjördæmisráðin velja í hverju kjördæmi tvo lista D og DD til framboðs, þar sem sitjandi alþingismenn, sem stuðnings nytu, væru í efstu listum D-listans en nýir frambjóðendur á hinum listanum . Í kosningunum sjálfum veldu síðan Sjálfstæðismenn á milli listanna, en þannig myndi flokkurinn ná, að mínu mati, mesta mögulega fylgi kjósenda . Þetta væru ekki klofningsframboð, enda valin af kjördæmisráðum og stefnuskráin væri sú sama, grunngildi flokksins, stefnumörkun og samþykktir síðustu landsfunda . Ekki virðist þessi skoðun njóta fylgis al- þingismanna eða kjördæmisráða og stefnir því í prófkjör hjá flokknum með sömu aðferðum og væntanlega líkri niðurstöðu og áður . Vonbrigði með svo margt, sem gert var og svo ótrúleg úrvinnsla núverandi ríkistjórnar á þeim vanda, sem við er að etja, hvetur að ég held, fáa hæfa einstaklinga til að bjóða sig fram í efstu sæti framboðslista flokksins til að takast á við störf á Alþingi, eins og þau störf eru í dag með málþófi og fyrirspurnum til ráðherra eða annarra, oft að því er virðist, til þess að vekja athygli á sjálfum sér . Hin lögbundnu störf löggjafarþings við að semja lög eru unnin af embættis- mönnum og sérfræðingum eftir tilvísun frá viðkom andi fagráðherra . Þessi lög eiga það flest sammerkt að opin heimild er í þeim til ráðherra til að setja reglugerðir um frekari framkvæmd á lögunum, þannig að stjórnun í dag er meira eða minna tengd þeim . Draga þarf úr þessari reglugerðarstjórnun, sem endalaust hleður á sig fjölgun embættis manna sem eru bundnir við eftirlit . Þessu til viðbótar er nær öll nýja löggjöfin frá EB . Það var ekki gætt að undanþáguheimildum, sem eyþjóð og F orysta í væntanlegu þingmannaliði flokks ins verður að marka skýra stefnu eftir hinum gömlu gildum Sjálfstæðisflokksins um réttlæti, jafnræði, samábyrgð, grundvöll til eignamyndunar heimila og frelsi einstaklingsins til athafna með ábyrgð .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.