Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 44

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 44
 Þjóðmál haust 2012 43 Ólafur Egilsson Þankar um þjóðlífið og framtíðina A ð mörgu þarf að hyggja við þá endurreisn þjóðlífsins, sem mikilvægt er að nái fram að ganga á allranæstu árum . — Það sem hér fer á eftir varðar nokkra lykilþættina . Umhverfi og velmegun Þjóðin, sem um aldamótin 1900 — áður en hagur Íslendinga tók að vænkast til muna — taldi 77 .967 sálir, var í byrjun þessa árs orðin nær 320 þúsund . Hún þarf í takti við fjölgunina að ganga æ lengra í landnýtingu . Þetta verður að horfast í augu við af skilningi . Það þarf aftur á móti að gæta þess af fyllstu einurð að náttúrunni sé aldrei raskað umfram nauðsyn . Náttúruvernd — eins og flest annað — verður í stað öfga að nálgast af raunsæi og skynsemi, svo vel fari . Öfgarnar halda aftur af velmeguninni; vanhugsaðar framkvæmdir valda tjóni að nauðsynjalausu . Flestir vildu án efa að landssvæðið við Sundin, þar sem nú er Sundahöfn, væri enn óspillt náttúra . En höfuðborg landsins þarf góða höfn . Fæstir setja því fyrir sig, að þarna hefur þurft að fórna nokkru fyrir samgöngubætur, til að tryggja velmegun aukins íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins og landsins alls . Voldug hafnarmannvirki, vöruskemmur og verslunarhús setja svip á svæði þar sem áður uxu blóm í haga . Með sama hætti verður — án þröngsýni og óeðlilegra tafa — að finna lausn á hverjum vanda sem snýr að virkjunum og eflingu atvinnulífs . Atvinnulíf og skattaillgresi L ykillinn að því að þjóðin rétti al menni-lega úr kútnum eftir kreppu og sam- drátt undanfarinna ára er aukin fjölbreytni í atvinnulífi og fjölgun atvinnufyrir tækja . Takmarkaður skilningur hefur því miður ríkt á þessu . Í staðinn hefur þörf ríkisins fyrir fé í rekstur sinn verið mætt með því að seilast æ dýpra í vasa fólks og kassa fyrirtækja . Skattaillgresið verður æ fjölskrúðugra og kæfandi áhrif þess aukast . Fólk og fyrirtæki eru hneppt í fjötra . Eldri borgarar, sem með striti hefur tekist að eignast húsnæði yfir höfuðið, hætta á að lenda þess vegna í auðlegðarskatti, þó að rýrnandi tekjur þeirra dugi tæpast fyrir eðlilegu lífsviðurværi . Það verður að hverfa af þessari braut . Einungis aukin atvinnu- og framleiðslu starf- semi getur orðið grundvöllur uppbyggingar og framfara í þjóðfélaginu . Þannig skapast ríkinu eðlilegar tekjur til að standa undir samfélagsþörfunum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.