Þjóðmál - 01.09.2012, Page 44

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 44
 Þjóðmál haust 2012 43 Ólafur Egilsson Þankar um þjóðlífið og framtíðina A ð mörgu þarf að hyggja við þá endurreisn þjóðlífsins, sem mikilvægt er að nái fram að ganga á allranæstu árum . — Það sem hér fer á eftir varðar nokkra lykilþættina . Umhverfi og velmegun Þjóðin, sem um aldamótin 1900 — áður en hagur Íslendinga tók að vænkast til muna — taldi 77 .967 sálir, var í byrjun þessa árs orðin nær 320 þúsund . Hún þarf í takti við fjölgunina að ganga æ lengra í landnýtingu . Þetta verður að horfast í augu við af skilningi . Það þarf aftur á móti að gæta þess af fyllstu einurð að náttúrunni sé aldrei raskað umfram nauðsyn . Náttúruvernd — eins og flest annað — verður í stað öfga að nálgast af raunsæi og skynsemi, svo vel fari . Öfgarnar halda aftur af velmeguninni; vanhugsaðar framkvæmdir valda tjóni að nauðsynjalausu . Flestir vildu án efa að landssvæðið við Sundin, þar sem nú er Sundahöfn, væri enn óspillt náttúra . En höfuðborg landsins þarf góða höfn . Fæstir setja því fyrir sig, að þarna hefur þurft að fórna nokkru fyrir samgöngubætur, til að tryggja velmegun aukins íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins og landsins alls . Voldug hafnarmannvirki, vöruskemmur og verslunarhús setja svip á svæði þar sem áður uxu blóm í haga . Með sama hætti verður — án þröngsýni og óeðlilegra tafa — að finna lausn á hverjum vanda sem snýr að virkjunum og eflingu atvinnulífs . Atvinnulíf og skattaillgresi L ykillinn að því að þjóðin rétti al menni-lega úr kútnum eftir kreppu og sam- drátt undanfarinna ára er aukin fjölbreytni í atvinnulífi og fjölgun atvinnufyrir tækja . Takmarkaður skilningur hefur því miður ríkt á þessu . Í staðinn hefur þörf ríkisins fyrir fé í rekstur sinn verið mætt með því að seilast æ dýpra í vasa fólks og kassa fyrirtækja . Skattaillgresið verður æ fjölskrúðugra og kæfandi áhrif þess aukast . Fólk og fyrirtæki eru hneppt í fjötra . Eldri borgarar, sem með striti hefur tekist að eignast húsnæði yfir höfuðið, hætta á að lenda þess vegna í auðlegðarskatti, þó að rýrnandi tekjur þeirra dugi tæpast fyrir eðlilegu lífsviðurværi . Það verður að hverfa af þessari braut . Einungis aukin atvinnu- og framleiðslu starf- semi getur orðið grundvöllur uppbyggingar og framfara í þjóðfélaginu . Þannig skapast ríkinu eðlilegar tekjur til að standa undir samfélagsþörfunum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.