Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 33
32 Þjóðmál haust 2012
ráðs Arabaríkjanna við Persaflóa (e . Gulf
Cooperation Council), sem taka þátt í
Istanbúl-samstarfsfrumkvæðinu (e . Istanbul
Cooperation Initiative — merkt með rauðu
á myndinni að ofan), fjórði hópur inn —
ef hóp skyldi kalla — er samstarfs ríki á
heimsvísu (e . Partners Across the Globe
— merkt með grasgrænu á myndinni), og
fimmti samstarfsflokkurinn er aðrar fjöl-
þjóðastofnanir — Sameinuðu þjóðirnar,
Evrópu sambandið og Öryggis- og sam vinnu-
stofn un Evrópu .
Evró-Atlantshafssamstarfsráðslöndin
Lítum fyrst á Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðs lönd in . Þessi hópur var mjög eins-
leitur þegar kommúnisminn hrundi fyrir 20
árum . Svo er þó ekki lengur . Mörg fyrr um
komm únistaríki eru núna fullgildir aðilar
að Atlantshafsbandalaginu (dökk blátt á
myndinni hér að ofan) . Dæmi um lönd
sem „skiptu um lið“ eru Pólland, Tékk-
land, Albanía, Eistland og fleiri . Önnur
ríki í Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu, t .d .
Georgía og Bosnía, stefna á fulla aðild að
At lants hafs bandalaginu í framtíðinni . Enn
önnur, t .d . Úkraína, vita ekki enn í hvorn
fótinn þau eiga að stíga . Úkraína gerir sér
grein fyrir að efnahagsframfarir eru háðar
nánari tengslum við Evrópusambandið og
að aðild að öðrum vestrænum stofnunum,
s .s . Atlants hafsbandalaginu, er leið til að
sýna Vesturlöndum samstarfsvilja í verki .
En hins er að gæta að margir Rússar búa
í Úkraínu og að mörgum Rússum er enn í
nöp við Atlantshafsbandalagið .
Rússar, sem taka þátt í Evró-Atlants hafs-
samstarfsráðinu, þjást svipað pólitískt séð
eftir „kalda stríðið“ og Bretar og Frakkar
gerðu á áratugunum eftir síðustu heims-
styrjöld . Nýlendurnar eru orðnar sjálf stæðar
og heimsveldið tilheyrir fortíðinni . Stjórn-
völd fyrrum stórvelda þurfa oft langan tíma
til að sætta sig við breytta heimsmynd .
Vissu lega er efnahagur almennings í Rúss-
Samstarfsaðilar Atlantshafsbandalagsins
Teikning greinarhöfundur (2012) . Heimild: Atlantshafsbandalagið . Hnattkort: Wikipedia .
Skýringar: Dökkblátt: Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins . Mosagrænt: Evró-Atlantshafssamstarfsráðið (Euro Atlantic
Partnership Council) . Brúnt: Miðjarðarhafssamráðið (Mediterranean Dialog) . Rautt: Istanbúl-sam starfs frumkvæðið
(Istanbul Cooperation Initiative) . Grasgrænt: Samstarfsríki á heimsvísu (Partners Across the Globe) .