Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 66
Þjóðmál haust 2012 65
SUS veitti frummælandanum á fundin-um, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni,
frels is verðlaun Kjartans Gunnarssonar
þann 30 . júní, enda hefur hann lengi verið
einn af höfuðhugmyndafræðingum ís-
lenskra hægrimanna og verið í fararbroddi
í hug myndabaráttu þeirra . Hannes flutti
skelegga ræðu, þar sem hann ræddi einkum
þau fjögur dagskrárefni sem helst brenna á
honum um þessar mundir .
Fyrsta málið, sem Hannes vill að verði á
dagskrá, hefur lengi verið honum hugleikið:
skattar, velferð og tekjudreifing . Að mati hans
er hagstætt skattaumhverfi lykilatriði til að
stuðla að vinnusemi og verðmætasköpun .
Skattar eru skilaboð til fólks um hvernig það
eigi að hegða sér . Skattalækkun felur í sér
fjölgun á tækifærum til að komast úr fátækt í
bjargálnir . Hannes telur lága skatta ekki vera
fyrir hina ríku heldur fyrir þá sem vilja verða
ríkir . Hann tekur dæmi af hátekjuskatti,
sem bitni ekki á ríku fólki, sem hafi heilan
her af sérfræðingum í vinnu fyrir sig til að
koma fjármunum í skattaskjól, heldur bitni
iðulega á ungu og atorkusömu fólki, sem
leggi hart að sér við að skapa verðmæti og
búa í haginn fyrir sig og sína .
Annað dagskrárefnið, sem Hannes vill að
hægrimenn gefi gaum, er auðlindanýting og
umhverfisvernd . Hann benti á að slík mál
væru gjarnan ekki efst á baugi í kreppu,
enda hugsaði fólk þá frekar um vinnu og
verðmætasköpun, en að samt sem áður væri
málaflokkurinn mikilvægur . Spurningar á
borð við hvernig við getum afstýrt mengun,
glímt við umhverfisspjöll og nýtt auðlindir
náttúrunnar með skynsamlegum hætti,
eru áríðandi . Að mati Hannesar er verðugt
rannsóknarefni hvernig hægt sé að leysa slík
mál með því að skilgreina eignarrétt, „því að
umhverfisvernd krefst umhverfisverndara,
einhverra sem gæta umhverfisins og hafa
hag af því,“ sagði Hannes og bætti við að
við stuðluðum „ekki að umhverfisvernd
með fundahöldum og ályktunum“ einum
saman . Í þessu sambandi tók hann dæmi af
fiskistofnum og hvölum við Íslandsstrendur
og fílum og nashyrningum á sléttum
Afríku . Í báðum tilfellum skila eignarréttur
og frjáls markaður mestum árangri í vernd
og nýtingu . Hann hnykkti á þessu með
ljóðrænum hætti með því að segja að lausnin
fælist í „verði en ekki sverði, viðskiptum
frekar en valdboði“ .
Þriðja dagskrárefnið, sem Hannes leggur
áherslu á, er nýsköpun og framtaksmenn,
sem hann sagði vera driffjöðrina og hreyfi-
aflið í kapítalismanum . Hann nefndi bæk-
ur rússnesk-bandaríska rithöfundarins
Ayn Rand í þess samhengi, að í þeim væru
frum kvöðlar og athafnamenn hetjur en
jafn aðar menn hins vegar afætur og skúrk ar .
Al menna bókafélagið gaf í fyrra út eina bók
eftir Rand í íslenskri þýðingu, Fountain head
eða Upp sprettuna, og hyggst í haust gefa út
aðra, Atlas Shrugged eða Undirstöðuna . Þriðja
bókin, We the Living eða Kíra Argúnóva er
síðan væntanleg í íslenskri þýðingu á næsta
ári .
Hannes fullyrti að heimskreppan væri ekki
kapítalismanum að kenna, heldur miklu
frekar ríkisafskiptum og fjármálatækni,
sem menn réðu ekki við . „Þegar ríkið
tekur ábyrgð á einhverju þá er afleiðingin
ábyrgðar leysi,“ sagði hann og bætti við að
F ramsögumenn voru fjóriraf atkvæða mestu hug mynda-
fræðingum íslenskra frjáls hyggju-
og íhaldsmanna á síðustu
árum: Hannes H . Gissurarson,
Gunnlaugur Jónsson, Jakob F .
Ásgeirsson og Óli Björn Kárason .