Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 69
68 Þjóðmál haust 2012
hirt allan hagnað af brölti sínu, en ef tap
yrði gátu þeir dembt því á aðra .
Kjarninn í málflutningi Gunnlaugs er að
kerfislegir þættir hafi skipt sköpum í þeirri
atburðarás sem leiddi til bankahrunsins, að
ríkið hafi með eiginlegri eða ætlaðri ábyrgð
á bönkunum stuðlað að ábyrgðarleysi, að
tengingin sem þarf að vera á milli athafna og
ábyrgðar hafi verið rofin þannig mikill háski
myndaðist . Hin undirliggjandi ríkisábyrgð
er þannig meginástæða hrunsins, að mati
Gunnlaugs, og lærdómurinn er sá að ríkið
megi ekki ábyrgjast banka . Hann segir sams
konar aftengingu ábyrgðar verða þegar ríkið
eigi banka því að þá fari einnig hópur fólks
með peninga annarra . Rangir hvatar eru þó
vissulega ekki það eina sem líta verður til
við greiningu á hruninu, heldur eigi hrein
og bein mistök við stjórn bankanna eflaust
einnig hlut að máli .
Á bóluárunum í aðdraganda bankahruns-
ins var lögð áhersla á að traust yrði að ríkja
á bankakerfinu . Gunnlaugur heldur því
hins vegar fram að slíkt andrúmsloft bjóði
hættunni heim, þvert á móti sé mikilvægt að
fólk sé tortryggið á banka og sé óhrætt við að
vantreysta þeim sé tilefni til þess . Tortryggni
viðskiptavina stuðlar að ábyrgari starfsemi
banka og varfærnari ákvarðanatöku .
Gunnlaugur sagði lausnina á vandanum
ekki felast í að auka eftirlitsiðnað ríkisins, enda
væri slíkt eftirlit annaðhvort of aumt eða of
gerræðislegt . Best væri að auka aðhald eigenda
fjármagnsins með því að afnema ríkisábyrgð .
Þessu tengdu áréttaði hann mikilvægi þess að
berjast gegn því að ríkisvaldi sé beitt í þágu
fyrirtækja, það er að segja gegn þeirri stefnu
sem nefnd er pilsfaldakapítalismi .
Gunnlaugur benti á það á fundinum, rétt
eins og hann gerir í Ábyrgðarkverinu, að
boðskapurinn um ábyrgð eigi ekki aðeins
við í fjármálum, heldur í lífinu öllu . Um er
að ræða lífsspeki sem gildi á öllum sviðum
mannlífsins .
Undir lok ræðu sinnar ræddi Gunnlaug-
ur um ýmis atriði sem hann brýndi fyrir
frjálshyggjumönnum að hafa í huga í hug-
myndabaráttunni . Hann benti á mikilvægi
þess að boðskapurinn um frelsi og ábyrgð næði
til fólks þegar það væri ungt, því að þá væri
það gjarnan ekki komið með ýmsa hagsmuni,
sem gætu hamlað því að það sé opið fyrir
skynsömum hugmyndum . Gunnlaugur lagði
áherslu á mikilvægi hugsjóna og staðhæfði að
stefnufesta og hreinar hugmyndir væru mun
meira hríf andi heldur en tækifærisstefna og
mála miðlanir . Hann lofaði bandaríska þing-
mann inn og frjálshyggjumanninn Ron Paul
fyrir að vera vel að sér í hugmyndafræði og
sagði það ástæðu þess að hann hafi ekki ráfað
af leið eins og svo oft væri raunin með stjórn-
málamenn . Gunnlaugur mærði einnig þá sem
hafa þor, dug og hugsjónaanda til að berjast
fyrir óvinsælum málum og gegn pólitískum
rétttrúnaði . Hann hvatti frjáls hyggjumenn
til að styðja hver annan í baráttunni, enda
væri verkefnið krefjandi: „að gera hið nýja
Ísland að landi persónu legrar ábyrgðar“, en
ekki, eins og sumir virðast beita sér fyrir, „að
landi valds, ofbeldis og óstjórnar“ .
Jakob F . Ásgeirsson steig næstur upp í pontu . Hann flutti mikla eldræðu þar
sem hann lagði áherslu á siðferði og gildi
í stjórnmálum og atvinnulífinu . Eins og
margir hægrimenn er Jakob blanda af frjáls-
hyggjumanni og íhaldsmanni . Íhalds stefna
hans er af sígildum toga sem á einmitt
talsvert meira sameiginlegt með frjálshyggju
en sú nýíhaldsstefna sem víða ræður ríkjum
um þessar mundir .
Jakob byrjaði ræðuna á því segja að við
hrun bankanna hafi myndast eins konar
banda lag vinstriafla og útrásarmanna um að
klína sök á Sjálfstæðisflokkinn og ekki síst á
Dav íð Oddsson . Vinstriöflin hafa stjórnað
um ræðunni og fengið frítt spil að dreifa
áróðri sínum . Sumir talsmenn Sjálfstæðis-