Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 8
Þjóðmál haust 2012 7
veitingar voru fyrir fjölmenni í kosn inga-
skrifstofu hans við Lágmúla, þar hefðu menn
getað gengið að veisluborði nær allan sólar-
hring inn .
Offors í prófkjörsbaráttu í krafti fjár-
magns náði líklega hámarki haustið 2006 .
Þetta var síðasta prófkjörið til alþingis fyrir
hrun . Í baráttunni trúði ég ekki frásögnum
af því hve mikið var lagt undir til að ná
því sæti sem ég skipaði . Nú er ljóst að það
var jafnvel meira en menn gátu getið sér
til fram að þeim tíma . Eftir hrun er óbeit
á fjáraustri auðmanna til að koma ár sinni
fyrir borð í stjórnmálum . Málflutningur
stjórnmálamanna tekur mið af því . Fyrir
hrun og sérstaklega í þingkosningunum
2003 gerðu Samfylkingin og Baugur
banda lag um að koma Sjálfstæðisflokknum
undir forystu Davíðs Oddssonar frá völd-
um . Fyrir kosningarnar 2007 unnu Baugs-
menn að því innan Sjálfstæðisflokksins að
ýta einstaklingum til hliðar .
Þingmenn láta árið 2012 eins og þeir hafi
skipað sér í hærri sess í siðferðilegum efnum
en forverar þeirra . Fyrir 2012 datt þó aldrei
neinum þingmanni í hug að fela launa kjör
sín með því að ákveða að skattgreiðendur
stæðu undir útgjöldum vegna kaupa á gler-
augum eða heyrnartækjum, krabbameins-
leit, lík ams rækt o .fl . Í greinargerð með
lög um um þetta efni sem samþykkt voru á
lok a degi síðasta þings, 19 . júní 2012, segir
að hér sé farin sambærileg leið og kjararáð
hafi ákveðið 19 . desember 2006 og fól í sér
að embættismenn skyldu eiga rétt á greiðsl-
um úr Styrktarsjóði BHM . Ekki sé þó lagt
til að stofnaður verði sérstakur fjölskyldu-
og styrktarsjóður fyrir alþingismenn heldur
fari um rétt alþingismanna í þessum efnum
með sambærilegum hætti og um rétt
embættismanna . Jafnframt feli þetta ákvæði
í sér rétt alþingismanna til fæðingar styrks
eins og eigi við um embættismenn .
Þegar laun þingmanna eiga í hlut kennir
sagan að mestu skiptir að allt sé uppi á
borði en engar greiðslur séu ákveðnar
samkvæmt reglum „klúbbsins“ . Hin nýja
ákvörðun um greiðslur til þingmanna
gengur gegn allri skynsemi við ráðstöfun á
skattfé í þágu þeirra . Hún kallar á meting
milli manna í hinum 63 manna hópi
og síðan viðleitni til þess að greiða fyrir
„sérþarfir“ hvers og eins til að jafna kjörin .
Ákvörðunin er tekin af því að þingmenn
treysta sér ekki til að færa sannfærandi rök
fyrir að laun þeirra hækki .
Þá hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá
sem hæst hafa talað um nauðsyn siðareglna
fyrir þingmenn til að auka virðingu þeirra
að álit almennings á þinginu hefur aldrei
verið minna en eftir að þeir náðu meirihluta
á þingi sem hæla siðareglunum og gildi
þeirra . Gasprararnir gleyma að reglurnar
skipta minna máli en að menn sýni í
störfum sínum að þeir séu trausts verðir
hvað sem allar reglur segja .
III .
Hér að framan var minnst á Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann . Í
yfirlýsingu sem hann birti í júní 2010 um
Sá sem stefndi gegn mér, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði
ótæmandi sjóði til ráðstöfunar .
Síðar sagðist hann hafa varið að
minnsta kosti tæpum 25 milljón um
króna til baráttunnar . Stóðu Baugs-
menn og félagar þeirra framarlega
í flokki stuðningsmannanna . Þeim
var mikið í mun að bola mér frá
völdum, dóms mála ráðherranum .