Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 87
86 Þjóðmál haust 2012
frásagnir um dauða vegna sjúkdóma eða
mannskaða á illa búnum bátum á mörkum
hins byggilega heims .
Enn skulu Engilbert S . Ingvarssyni færð-
ar þakkir fyrir framtak hans og áhuga á
að miðla til annarra sögu sveitunga sinna .
Hún er saga fólks sem lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna og tókst á við náttúruöflin
af ótrúlegum sálarstyrk og dugnaði .
Um Kolbein í Dal er sagt: „Kjarkmaður
Kolbeinn í Dal“ og er frásögnin um upp-
runa orðatiltækisins skemmtileg en það
sýnir að í hópi hins kjarn- og kjarkmikla
fólks sem þarna bjó þótti hann í mörgu
tilliti fremstur meðal jafningja .
Í nafni
hentistefnunnar
Stefán Snævarr: Kredda í kreppu. Frjálshyggjan
og móteitrið við henni, Heimskringla, Reykjavík
2011, 380 bls .
Eftir Geir Ágústsson
Í fyrra kom út bók eftir heimspekinginn og prófessorinn Stefán Snævar . Hún varð,
að sögn höfundar, „til á andvökunóttum í
október 2008“ með rætur í eldra efni .
Því ber alltaf að fagna þegar bækur um
þjóðfélagsmál koma út . Í bókum er að öllu
jöfnu hægt að leyfa sér að koma málstað og
sjónarmiðum á framfæri í skipulegu máli
og gjarnan lengra og ítarlegra en rými er
fyrir í greinum og ritgerðum . Höfundi gefst
tækifæri til að byggja upp röksemdafærslu
sína og tala út frá henni . Lesandinn getur
þá meðtekið heimsmynd höfundar og tekið
afstöðu til hennar á ítarlegum og breiðum
grundvelli .
Stefán gerir þetta að vissu marki . Greini-
legt er að höfundur er vel lesinn og lesandinn
jafnvel látinn vita óþarflega mikið af því
með tilvísunum í skoðanir gríðarmikils
fjölda manna, og hann kemur víða við í
máli sínu . Höfundi er margt hugleikið og
hann drífur lesandann með sér út um allan
heim og inn í vangaveltur um ótal margt,
svo sem pólitík, heimspeki, hagfræði og
og sagnfræði . Höfundur er vinstrimaður
og viðurkennir það („ég er þess fullviss
að ríkið eitt geti eflt hag hins fátæka
verkalýðs“, bls . 311), og bókina ber að lesa
sem hugleiðingar vinstri manns frekar en
einhvers konar skipulagðan leiðangur um
ríkjandi hugmyndafræðistefnur nútímans
þar sem orsaka og afleiðinga er leitað á sem
hlutlausastan hátt .
Markmið höfundar er m .a . að fjalla
um frjálshyggjuna og kynna hana sem þá
„hugmyndafræði sem átti ólítinn þátt í
hruni Íslands og kreppu heimsins“ . Bókin
snýst að miklu leyti um ágæti þess að temja
og leggja bönd á hinn frjálsa markað .
Hugmyndafræði bókarinnar mætti lýsa í
örfáum orðum á eftirfarandi hátt:
Davíð Oddsson, Margaret Thatcher og •
Ronald Reagan eru stjórnmálaforingjar
sem einkavæddu, afnámu reglur, og
slepptu fjármálafyrirtækjum lausum án
eftirlits .
Davíð Oddsson, Margaret Thatcher og •
Ronald Reagan eru stjórnmálaleiðtogar
að skapi frjálshyggjumanna, og stjórnar-
tíma bil þeirra eru „frjálshyggju árin“ í
vest rænum löndum .
Árið 2008 hrundi fjármálakerfið með •
braki og brestum . Það hrun varð vegna
frjáls hyggju .
Bill Clinton, Tony Blair og Björgvin G . •
Sigurðsson komu hvergi við sögu .
Stjórnmálaheimspeki höfundar er vissu lega
hentug, því henni má henda um leið og