Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 82
Þjóðmál haust 2012 81
fleiri einföld líkön af mannlífinu verið notuð
í fræðilegum tilgangi . Margir kannast við
líkan bandaríska sálfræðingsins B . F . Skinner
(1904–1990) af hinum skilyrta manni
og á síðustu árum hefur líffræðilegt líkan
Richards Dawkins (f . 1941) af manninum
sem handbendi eigingjarnra erfðavísa fengið
talsvert mikla athygli . Líkan Adams Smith af
hagmenninu er um margt hliðstætt þessum
líkönum sem ég eigna Hobbes, Skinner og
Dawkins . Það er einföldun sem er sett fram
í fræðilegum tilgangi og kann að gagnast til
að varpa ljósi á einhverjar hliðar tilverunnar .
Hvað sem þeirri gagnsemi líður enda menn
í einsýni, öfgum og firrum ef þeir halda að
svona líkön segi allt sem máli skiptir um
mannlífið . Það má ef til vill skýra þetta með
einfaldri líkingu .
Ef ég reyni að átta mig á hegðun tveggja
manna sem tefla skák þá geri ég ráð fyrir að
þeir kunni leikinn og stefni að sigri en ég læt
mig engu varða hvernig menn þeir eru að öðru
leyti . Á þessum forsendum segi ég kannski að
í næsta leik hljóti hvítur að reyna að valda
biskupinn sinn . Með slíkri spá gef ég mér
ekkert annað en að hann reyni að ná árangri
í leiknum og ég þarf ekki neinar forsendur
sem segja að maðurinn sem situr að tafli sé
fyrst og fremst keppnismaður eða allt hans líf
snúist um að máta andstæðinga sína . Sá sem
reynir að átta sig á hvað keppnismaður gerir
vinnur með sértekningu sem er einföldun á
veruleikanum . Hann lítur á mann af holdi og
blóði sem keppnismann og sleppir því að pæla
í öðrum þáttum í tilveru hans . Á líkan hátt
getur sá sem veltir fyrir sér einhverjum þáttum
verslunar og viðskipta, t .d . fasteignasölu,
komist nokkuð langt með því að gera ráð
fyrir að fólk sé að jafnaði hagsýnt, hagi sér að
meðaltali svipað hagmenni Adams Smith . Af
þessi leiðir að sjálfsögðu ekki að fólk sé fyrst
og fremst hagmenni .
Líkanið af hagmenninu er líkan af einni
hlið tilverunnar . Það er því ekki eins hrein
og klár vitleysa og Einar Már gefur í skyn
þar sem hann reynir að svara öfgum þeirra
sem ekki sjá neinar aðrar hliðar mannlífsins
en þá sem hagfræðin gerir grein fyrir . Mér
sýnist hann eiginlega tefla fram gagnstæðum
öfgum og neita því að hagfræðileg líkön
segi nokkurn sannleika . Þarna hefur hann
kannski smitast af aldarhættinum því það
virðist í tísku að bregðast við öfgum með
gagnstæðum öfgum, þótt meðalhóf sé besta
svarið við hvorum tveggju .
Hagmennið kom ekki fram sem fræðilegt
líkan af hegðun fólks á markaði fyrr en í
riti Adams Smith Um auðlegð þjóðanna .
Samt hefur það verið vitað öldum saman að
hagrænir hvatar orka á breytni fólks . Í einu
af bréfum sínum til Atticusar (Epistulae ad
Atticum, 1 .16) hefur rómverski spekingurinn
Cicero (106 f . Kr .–43 f . Kr .) það eftir þeim
sigursæla Filippusi II . Makedóníukonungi
(382 f . Kr . –336 f . Kr .) að hægt sé að vinna
hvaða virki sem er svo fremi asni klyfjaður
gulli komist upp að því . Filippus þessi var
annars faðir Alexanders mikla og ummæli
hans hafa orðið að málsháttum í ýmsum
tungumálum . Á ensku er til dæmis sagt „An
ass loaded with gold climbs to the top of the
castle“ og á íslensku að enginn borgar veggur
sé svo hár að asni klyfjaður gullpeningum
komist ekki yfir hann . Hugmyndin um
að treysta megi fégirninni til að vinna sitt
verk hvar sem margir menn eru saman
komnir er forn og hún var ekki fundin
upp af frjálshyggjumönnum . En þótt þessi
hugsun sé forn er oftrú á fræðileg líkön ef
til vill einkenni á módernisma fremur en
eldri þankagangi . Slík oftrú getur verið
varhugaverð eins og Einar Már bendir á .
Mér virðist það besta og merkilegasta í bók
hans vera hvernig hann varar okkur við að
líta á hagmennið sem einu réttu myndina
af mannlífinu og missa þar með sjónar á því
hvað taumlaust óhóf, græðgi og eigingirni eru
ljótir lestir . Ég held að það sé rétt hjá Einari