Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 58

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 58
 Þjóðmál haust 2012 57 meir af kappi en forsjá . Er algerlega nauð- synlegt að ná tökum á mengandi efnum, svo sem brennisteinsvetni og brennisteinst víildi, sem losna úr læðingi í jarðgufuvirkj un um, og huga verður að langtímagufuforða á hverju virkjunarsvæði . Í varúðarskyni ber að líta á jarðgufuvirkjanir sem námuvinnslu . Olíuskorts gætti, þegar eftirspurn Kín- verja var í hámarki, og spár stóðu um tíma til hækkandi orkuverðs og hækkandi álverðs . Þó ber þess að gæta, að skjótt skipast veður í lofti í þessum efnum, og vaxandi framboð af setlagagasi með nýrri vinnslutækni („fracking“) hefur valdið orkuverðslækkun árið 2012 miðað við 2011 . Setlagagasið mun hægja mjög á orkuverðshækkunum til skemmri og lengri tíma litið . Álverðslækkun hefur líka orðið á árinu 2012, en hún er rakin til þess, að spá- kaupmenn fjárfesti ekki lengur í áli, en efna hagslægð í heiminum á einnig sinn þátt í lækkuninni . Álverðslækkun er þess vegna mjög tíma bundin . Árið 2020 er talið, að eftirspurn áls hafi aukizt um allt að 40 milljónir tonna, og það er engin goðgá, að Ísland hreppi um 2,5% af þeirri aukningu . Mikið er nú lagt í orkurannsóknir, og það kann að fara að styttast í stórfréttir af vettvangi samrunaorku, t .d . frá Banda- ríkjunum . Gangi það eftir, sem að framan er ritað um mögulega framleiðsluaukningu áls á Ís landi, gætu útflutningstekjur Íslendinga af áli árið 2012 numið um 700 milljörðum kr . Séu allar þessar útflutningstekjur lagðar saman og bætt við varlega áætluðum 200 milljörðum vegna annars útflutnings, fást 1800 milljarðar kr . árið 2020 . Þetta er 2,9-földun frá útflutningstekjunum 2011, sem er gríðarleg aukning á 9 ára tímabili . Á hitt er að líta, að magnaukning útflutnings hefur sáralítil verið síðustu árin, og mikil aukning útflutningstekna er þjóðarnauðsyn vegna þungbærra erlendra skulda og veiks gjaldmiðils í höftum . Ljóst er, að skilyrði feikilegrar aukningar útflutningstekna eru miklar fjárfestingar, en þó ekki yfir 20% af VLF á ári, sem hagkerfið á að ráða við með góðri hagstjórn . Munu þá fáar þjóðir geta skákað Íslendingum á sviði út flutn ings- verzl unar, sem er verðugt keppi kefli, enda undir staða velmegunar . Innviðirnir Til að mynda framúrskarandi inn viði á Íslandi, sem jafnist á við helztu sam- keppnis lönd okkar og myndi grunn að góðri lífsafkomu og lífsgæðum almenn ings, þarf miklar útflutningstekjur . Útflutn ings- tekjur Íslands eru núna allt of lágar til að tryggja sjálfbært hagkerfi . Þær nema aðeins S éu allar þessar útflutningstekjur lagðar saman og bætt við varlega áætluðum 200 milljörðum vegna annars útflutnings, fást 1800 milljarðar kr . árið 2020 . Þetta er 2,9-földun frá útflutningstekjunum 2011, sem er gríðarleg aukning á 9 ára tímabili . . . Ljóst er, að skilyrði feikilegrar aukningar útflutningstekna eru miklar fjárfestingar, en þó ekki yfir 20% af VLF á ári, sem hagkerfið á að ráða við með góðri hagstjórn . Munu þá fáar þjóðir geta skákað Íslendingum á sviði útflutningsverzlunar, sem er verðugt keppikefli, enda undirstaða velmegunar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.