Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál haust 2012 slag voru þó kaffihúsin þeirra ekki undir; aðeins nútíminn . Nútímalegar kröfur um framtíð lækninga á Íslandi . Þessi harði hópur afturhaldsseggja hefur því einsett sér að gefa ekkert eftir varðandi skipulagsmál í kaffihúsahverfinu sínu . Harðvítugar deil ur hafa geisað á síðum Fréttablaðsins vegna áforma eigenda símareitsins um að nýta bygg ingarrétt sinn . Þar leggja menn dýrt undir . Heilagur páfi næturlífsins, Páll Óskar, er stór orður og hótar að hlekkja sig við brota bómur ef eigendur voga sér að ráðast á hans helgustu vé, NASA . Kinnroðalaust lýsti hann þessu yfir þrátt fyrir svikin við sína huldumey, þegar villuljós Hörpu tældu hann til sín . BIN-hópurinn, sem staðið hefur fyrir undirskriftasöfnun gegn byggingu hótels og niðurrifs NASA, lýsir þeim áformum sem „vanvirðingu við byggingararfinn“ og bendir á „sögulegt og menningarlegt mikilvægi NASA-salarins“ . Menningarlegt mikilvægi! Já, einmitt . Örsaga NASA er hér notuð sem réttlæting fyrir varðveislu húss, sem ekkert stendur eftir af nema framhliðin . Hún hefur þegar verið friðuð . Salurinn á bakvið á sér vissulega sögu og verður að segjast að það kemur skemmti- lega á óvart að menningarelítan skuli leggja slíkan tilfinningahita í að veg- sama verk Sjálfstæðisflokksins . Þögnin sem ríkir um tilurð salarins fær mann þó til að efast um að lífi Páls Óskars yrði svo fjálglega fórnað ef baráttan stæði um félagsheimili sjálfstæðismanna eða mötu- neyti Símans . Nei, það sem hér ræður ríkj- um er uppskafningsháttur og hræsni fólks sem á óskammfeilinn hátt er að skara eld að eigin köku og ætlar skattgreiðendum að standa straum af dekurverkefnum sínum . Menningarsagan er aðeins fyrir sláttur . Botnlausum taprekstri NASA á að ýta yfir á skattgreiðendur . Hávaðinn út af málinu er til kominn vegna þess að skipulagsráð hefur áttað sig á ábyrgðinni sem á það fellur ef samningar eru brotnir . Skrefið, sem tekið hefur verið, er smátt því að vinningstillagan rís tæpast undir kröfum burðugs miðbæjarlífs . Hún er þó skref í rétta átt . Heil fjögur ár eru liðin frá hruni og það er kominn tími til að horfa fram á veginn . Koma sér út úr molbúahugsuninni um að allt hafi verið svo dásamlegt endur fyrir löngu . Endur fyrir löngu átti fátækt fólk sér stóra drauma; Landsbankinn, Reykjavíkur Apótek, Eimskipafélagshúsið bera því vitni . Hugmyndasnauð „endur- gerð“ þess sem var er myndbirting óttans sem situr eftir hrunið . Borgaryfirvöld gætu byrjað á að viðurkenna mistök með því að fjarlægja Landsyfirréttarhúsið af Lækja rtorgsreitnum . Það gæti orðið upp- hafs skref að miðbæ sem þjónaði öllum Reykvík ingum . Vilji menn halda áfram að lifa í fortíðinni geta þeir búið henni ból á Miðbakkanum . Þar er frumleikinn til staðar, fiskur og slor og þar gæti draumurinn um litla, fátæka fiskiþorpið lifað góðu lífi áfram . Nú er farið að halla á seinni helming ráðsmennsku Besta flokksins í Reykja vík . Sumarið hefur verið kaffi húsa - eigendum og viðskiptavinum þeirra hag- fellt . En haust ið minnir á sig og lægð irnar koma nú hver af annarri, jafnt yfir torg sem túrista . Í kjöl far þeirra sigla svo árs- hluta reikningarnir og boða kaldan vetur fyrir gleðigengið sem lofaði að svíkja allt . Og stóð við það .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.