Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 75
74 Þjóðmál haust 2012
Bókadómar
_____________
„Forsetafrúin“ í nýju
ljósi
Margrét Gunnarsdóttir: Ingibjörg, Ugla og
Sögufélag, Reykjavík 2011, 312 bls .
Eftir Guðmund Magnússon
Líklega hefur enginn Íslendingur, fyrr eða síðar, hlotið jafn mikla umfjöllun
fræðimanna og Jón Sigurðsson forseti, leið-
togi sjálfstæðisbaráttunnar
á 19 . öld . Bækur og rit-
gerðir sem skrifaðar hafa
verið um líf hans og starf
fylla ótal bindi . Í þessu
ljósi má heita einkennilegt
hve kona hans, Ingibjörg
Einarsdóttir, „for seta frú-
in“, hefur fram að þessu
hlotið litla athygli sagn-
fræð inga . Hún hefur verið
afgreidd sem algjör auka-
persóna í lífi Jóns, svo ekki
sé minnst á hin alþekktu,
hæðnisfullu ummæli um
hana sem oft heyrast,
„konan með skeifuna“,
þar sem sveigt er að því að hún hafi verið
óaðlaðandi, ljót, fráhrindandi, jafnvel
tannlaus!
Það er þess vegna fagnaðarefni að nú
hefur verið ráðist í metnaðarfulla og vand-
aða rannsókn á lífi Ingibjargar og hjóna-
bandi hennar og Jóns Sigurðssonar og
afraksturinn ratað á bók, Ingibjörgu eftir
Margréti Gunnarsdóttur sagnfræðing .
Beinar heimildir um ævi, störf og við-
horf Ingibjargar, svo sem einkabréf, eru af
skorn um skammti, og setur það verkinu
vitaskuld miklar skorður . Bréfin sem fóru
á milli hennar og Jóns Sigurðssonar árin
sem hún sat í festum í Reykjavík, hann í
Kaupmannahöfn, hafa t .d . ekki varð veist .
Til að draga upp mynd af
daglegu lífi hennar notar
Margrét þess í stað marg-
víslegar óbein ar heim ildir,
svo sem heim ilis reikn ing-
ana til að átta sig á neyslu
þeirra hjóna og hús haldi .
Álykt ar hún einnig út frá
ýmsum upplýsingum sem
fyrir hendi eru um hagi
Kaup manna hafnarbúa um
og upp úr miðri 19 . öld . Þá
styðst hún við bréfasöfn,
endur minningar og margs
konar skjöl og frásagnir .
Finnst mér Margréti takast
vel að vinna úr þessum fjöl-
skrúðugu heimildum . Ályktanir hennar eru
yfir leitt varfærnislegar, hún fullyrðir ekki en
leiðir sterk rök að niðurstöðum .
Bókin er stútfull af margs konar skemmti-