Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 8

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 8
 Þjóðmál haust 2012 7 veitingar voru fyrir fjölmenni í kosn inga- skrifstofu hans við Lágmúla, þar hefðu menn getað gengið að veisluborði nær allan sólar- hring inn . Offors í prófkjörsbaráttu í krafti fjár- magns náði líklega hámarki haustið 2006 . Þetta var síðasta prófkjörið til alþingis fyrir hrun . Í baráttunni trúði ég ekki frásögnum af því hve mikið var lagt undir til að ná því sæti sem ég skipaði . Nú er ljóst að það var jafnvel meira en menn gátu getið sér til fram að þeim tíma . Eftir hrun er óbeit á fjáraustri auðmanna til að koma ár sinni fyrir borð í stjórnmálum . Málflutningur stjórnmálamanna tekur mið af því . Fyrir hrun og sérstaklega í þingkosningunum 2003 gerðu Samfylkingin og Baugur banda lag um að koma Sjálfstæðisflokknum undir forystu Davíðs Oddssonar frá völd- um . Fyrir kosningarnar 2007 unnu Baugs- menn að því innan Sjálfstæðisflokksins að ýta einstaklingum til hliðar . Þingmenn láta árið 2012 eins og þeir hafi skipað sér í hærri sess í siðferðilegum efnum en forverar þeirra . Fyrir 2012 datt þó aldrei neinum þingmanni í hug að fela launa kjör sín með því að ákveða að skattgreiðendur stæðu undir útgjöldum vegna kaupa á gler- augum eða heyrnartækjum, krabbameins- leit, lík ams rækt o .fl . Í greinargerð með lög um um þetta efni sem samþykkt voru á lok a degi síðasta þings, 19 . júní 2012, segir að hér sé farin sambærileg leið og kjararáð hafi ákveðið 19 . desember 2006 og fól í sér að embættismenn skyldu eiga rétt á greiðsl- um úr Styrktarsjóði BHM . Ekki sé þó lagt til að stofnaður verði sérstakur fjölskyldu- og styrktarsjóður fyrir alþingismenn heldur fari um rétt alþingismanna í þessum efnum með sambærilegum hætti og um rétt embættismanna . Jafnframt feli þetta ákvæði í sér rétt alþingismanna til fæðingar styrks eins og eigi við um embættismenn . Þegar laun þingmanna eiga í hlut kennir sagan að mestu skiptir að allt sé uppi á borði en engar greiðslur séu ákveðnar samkvæmt reglum „klúbbsins“ . Hin nýja ákvörðun um greiðslur til þingmanna gengur gegn allri skynsemi við ráðstöfun á skattfé í þágu þeirra . Hún kallar á meting milli manna í hinum 63 manna hópi og síðan viðleitni til þess að greiða fyrir „sérþarfir“ hvers og eins til að jafna kjörin . Ákvörðunin er tekin af því að þingmenn treysta sér ekki til að færa sannfærandi rök fyrir að laun þeirra hækki . Þá hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem hæst hafa talað um nauðsyn siðareglna fyrir þingmenn til að auka virðingu þeirra að álit almennings á þinginu hefur aldrei verið minna en eftir að þeir náðu meirihluta á þingi sem hæla siðareglunum og gildi þeirra . Gasprararnir gleyma að reglurnar skipta minna máli en að menn sýni í störfum sínum að þeir séu trausts verðir hvað sem allar reglur segja . III . Hér að framan var minnst á Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann . Í yfirlýsingu sem hann birti í júní 2010 um Sá sem stefndi gegn mér, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði ótæmandi sjóði til ráðstöfunar . Síðar sagðist hann hafa varið að minnsta kosti tæpum 25 milljón um króna til baráttunnar . Stóðu Baugs- menn og félagar þeirra framarlega í flokki stuðningsmannanna . Þeim var mikið í mun að bola mér frá völdum, dóms mála ráðherranum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.