Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 62

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 62
 Þjóðmál haust 2012 61 Aðeins ómengað efni verður notað og sótthreinsunar gætt . Smit er úr sögunni . Glæpum tengdum eiturlyfjum fækkar og kostnað þeim tengdum yrði hægt að virkja til að ná tökum á þessum skaðvaldi . Þessar hugmyndir má alls ekki líta á sem tillögu um að gera verslun með fíkniefni löglega eða frjálsa, þvert á móti . Öll verslun og neysla þeirra utan um sjár ríkisins á áfram að vera ólögleg og refsi- verð . Það á að líta á eiturlyfjafíkla sem sjúklinga, sem þurfa hjálpar samfélagsins við . Þessar tillögur lúta að því að fjarlægja ógnina og ná betur til hinna hrjáðu . Reglur mega þó ekki vera þannig að svart- ur markaður myndist á ný og þjóðfélagið missi tökin á þessum málum aftur . Óeirðir hafa orðið víða í arabaheiminum síðustu daga, en þar hefur sumum mislíkað kvikmynd ein og segja þeir hana draga upp of neikvæða mynd af spámanni heimamanna . Allnokkrir hafa verið myrtir í óeirðunum, hús brennd og sendiráð sprengd . Í dag létust fimm . Íslenska ríkissjónvarpið hefur nú sagt frétt af þessum ósköpum . Sú frétt var auðvitað eins og búast mátti við úr Efstaleiti . Íslenska ríkisútvarpið sér auðvitað strax hverjum þarf að fletta ofan af . Það eru auðvitað kvikmyndagerðarmennirnir . Strax í inngangi fréttarinnar er sagt frá því að um leið og hlutar úr myndinni hafi sést á netinu hafi múslimar „brugðist ókvæða við enda er þar dregin upp dökk mynd af þeirra helsta spámanni og hann sagður blóðþyrstur kvennabósi“ . Þetta er sem sagt allt skiljanlegt . „Enda“ er þarna dregin upp dökk mynd og hver getur látið bjóða sér slíkt án þess að brenna sendiráð og drepa fólk? Og framleiðendur myndarinnar, íslenska Ríkisútvarpið áttar sig strax á því hvers konar menn það eru . „Leikstjóri myndarinnar sem sagður er egypskur kopti, búsettur í Banda- ríkjunum, er farinn í felur . Svo virðist sem hann hafi þóst vera gyðingur þegar hann fékk fólk til liðs við sig og leitaði fjármögnunar .“ Þetta er augljóst aðalatriði í málinu . Fólk er drepið og hús brennd af því að einhverjum líkar ekki kvikmynd, og þá er auðvitað þýðingarmikið hvernig leikstjórinn stóð að fjármögnun . Það setur þetta í allt annað ljós . Menn vilja hafa svona fjármögnunarmál á hreinu . En svo er auðvitað skiljanlegt að menn reiðist, ráðist á fólk og brenni sendiráð . „Jarð vegurinn er líka frjór, ólgan kraumar í mörgum ríkjum Mið-Austurlanda enda hafa fyrirheit arabíska vorsins ekki ræst nema að tak mörkuðu leyti . Þegar tækifæri gefst til að skeyta skapi sínu á bæði yfirvöldum og Bandaríkjunum grípa margir það fegins hendi . Mót mælin, sem blossuðu upp í Egyptalandi á þriðjudagskvöldi, hafa haldið áfram að breiðast út í dag . Í Khartoum, höfuðborg Súdans, létu mótmælendur sér ekki nægja að gera aðsúg að bandaríska sendiráðinu heldur líka því breska og þýska og var eldur lagður að því síðast- nefnda . Í Túnis eru þrír sagðir hafa látist eftir uppþot við sendiráð Bandaríkjanna og tveir í Líbanon .“ Menn ættu að reyna að ímynda sér að kristnir menn stæðu fyrir slíkum hlutum til að mótmæla kvikmynd um Pál postula eða Krist á krossinum . Ætli nokkur hefði þá áhuga á að afsaka ofbeldismennina? VefÞjóðViljinn 258. tbl. 16. árg., andriki .is, 14 . september 2012 Fastir liðir . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.