Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 5

Félagsbréf - 01.05.1960, Síða 5
|$lWblcr$ Bók mánaðarins: Júní 1960 Dagbók í Islandsferð er hingað komin á þann hátt, að árið sem leið gaf sonar-sonar-sonur dr. Hollands, David Holland, Landsbókasafn- inu handritið ásamt rétti til útgáfu, ef svo sýndist. Hefur Landsbóka- safnið látið.- átgáfuréttinn Almenna bókafélaginu góðfúslega í té. Þýðandi bókarinnar, Steindór Steindórsson yfirkennari frá Hlöðum, ritar jafnframt ítarlegan formála um þá félaga og ferðir þeirra. Hann lýkur formálanum með þessum orðum: ,,Að endingu skal þess getið, að ég skil við dr. Holland með nokkr- um söknuði. Eg hóf þýðinguna með ofurlítilli tortryggni á höfundin- um og verki hans. En því betur sem ég kynntist því, þótti mér meira til þess koma og höfundarins sjálfs. .. . Og þegar ég nú legg síðustu hönd á verkið, finn ég bezt, að gott hefur verið að eiga sálufélag við höfund þess." Dagbók í Islandsferð er bráðskemmtileg bók og jafriframt óviðjafnan- leg heimild um menn og menningu í byrjun 19. aldar.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.