Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 13
KÉLAGSBRÉF
11
fjölmörg önnur vestrœn öfl liaja mótmœlt har'Slega og vinna kröftuglegn
gegn öllu því ojbeldi, sem jrami'8 hejur veriS í þessum löndum. Hvort œtli
t.d. hin jasistíska stjórn SuSur-Afríku óttist mei.ra í dag rithö/undasambönd
Sovétríkjanna marflöt við fœtur Krústjoffs eða hinar frjálsu mótmælaöld
ur, sem risið hafa gegn kynþáttakúgun hennar á Vesturlöndum? Vissulega
hið síðarnefnda, og það af þeirri einföldu ástœðu, að sovétrithöfundar hafa
uldrei svo kunnugt sé skrifað stafkrók gegn stefnu stjórnar Suður-Afríku,
enda liefur kommúnistaflokkur Sovétríkjanna aldrei pantað hjá þeini slík
skrif.
Sjálfur fordœmir Hannes Sigfússon hörðum orðum öll mistök í ofbeldis-
átt vestan járntjalds, — ekki vegna ofbeldisins sjálfs, að því er virðist,
heldur til þess að reyna að sverta með því vestrœna starfsbræður sína. Erí
hann nefnir þjóðarmorð Rússa á Ungverjum aðeins „íhlutun“ og lœtur að
því liggja, að með valdaráni kínverskra kommúnista í Tíbet hafi einungis
„þjóðníðingar“ orðið fyrir barðinu á mannúðarleysinu. Það er samkvœmn-
in þar, eða hitt þá heldur.
Það er víðar kúgun en í ríkjum kommúnista og víðar drýgðir pólitískir
glæpir en þar. En Hannes Sigfússon hefði gott af að muna, að um allait
hinn lýðfrjálsa heim er unnið ósleitilega að því, að slík mistök endurtaki
sig ekki. Og það er einmitt þeirri baráttu að þakka, að þessum mistökum
fer fœkkandi og jleiri og fleiri ríki (nýlendur sem önnur) sœkja fram til
aukins lýðrœðis.
Það steðja. rnargar ógnir að mannkyninu í dag. Ein þeirra er kommún-
isrninn, voldiigasta kúgiinarstefna, sem nokkru sinni hefur ógnað heiminuin.
Onnur er fasisminn, sem ávallt skýtur upp kollinum, ef hann sér fœri á.
Þriðja er kynþáttavandamálið, sem tröllríður sumum ríkjum og er bein
ognun við tilverurétt mannkynsins. Fjórða er kjarnorkusprengjan, ógnun við
ullt líf. Fimmta er vonleysi og svartsýni sumra lýðrœðissinnaðra manna er
vex í augum þau erfiðu verkefni, sem óleyst eru.
En vér eruin minnug þess, að lýðrœðisríkin búa yfir þeim krajti, sem
felst í frjálsri hugsun, og sá kraftur er vissulega sterkasta lífsafl heimsins
í dag, — enda það afl, sem kommúnistar og aðrir kúgarar óttast mest. Með
því og því einu munum vér sigra kjarnorkusprcngjur, kommúnisma, fas-
isina, kynþáttavandamál og eigið vonleysi.