Félagsbréf - 01.05.1960, Page 16

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 16
14 FÉLAGSB RÉí II. Formsnilld Snorra Hjartarsonar er svo mikil, ljóð hans glitra svo í hljómi og lit, að ég hef grun um, að hún ein út af fyrir sig slái nokk- urs konar ofbirtu í augu sumra les- enda hans, seiði þá svo mjög til sín, að þeir láti hjá líða að lesa kvæðin niður í kjölinn. En skáldskapur Snorra er í eðli sínu dulur og inn- hverfur, og ljóða hans verður því ekki notið til fulls nema vel séu les- in. Einkum á þetta við um síöari bókina. Kvæði, fyrri bók skáldsins, kom út 1944 eins og ég gat um. Þá var dreg- ið að lokum heimstyrjaldarinnar, og öll munu kvæðin ort á þeim válegu tímdm, sem þá gengu yfir jörðina. Samt sem áður verður þegar ljóst við lestur bókarinnar, að styrjöldin hefur ekki sett mark sitt á hana, ljóðin hverfast um persónuleg vandamál skáldsins sjálfs eða náttúrufegurð fs- lands, ást skáldsins á landi sínu. Þegar þau eru lesin í réttri röð, skiptast á kvæði þessara tegunda; innan um hina hreinu náttúru-lýrikk. ljóð eius og Jónas Hallgrímsson, Á heiðinni, Haustiö er komið, Þjófadalir og Sum- arnótt, er fléttaÖ kvæðum, þar sem skáldið yrkir um sinn eigin hug, beyg sinn og efa, hamingju og fegurð þess liðna og þrána eftir nýjum, björtum dögum. f hinni hreinu náttúru-lýrikk gleymist allt nema fegurð landsins, ást skáldsins til þeirrar jarðar sem ól 'hann, hugur hans verður heill og óskiptur, eigin vandamál hverfa í þeirri andrá, sem fegurð landsins gagn- tekur hann. En á mörkum þessara tveggja meginflokka, sem ljóð bókar- innar skipast í, eru kvæði eins og Þjóðlag, eitt alfegursta ljóð Snorra, og Að kvöldi, eina ljóð bókarinnar, sem bergmálar samtímaviðburði, þ. e. styrjöldina. Það, sem sker náttúru-lýrikk Snorra úr öðrum kvæðum þeirrar tegundar, Snorri Hjartarson.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.