Félagsbréf - 01.05.1960, Page 17

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 17
FÉLAGSBRÉF 15 cr hin næma, stundum ráðríka skynjun hans á litum landsins. Hann yrkir ekki um landið frá sjónarhóli bóndans, ekki um sáningu og uppskeru, ekki um starf í skauti jarðarinnar og ekki um dul og máttug tengsl mannsins við moldina, hann er nútímamaðurinn, sem hverfur á vit heiða og öræfa til að „teyga styrk og þor við nakin brjóst/ hrjóstursins frjóa, hreina,“ — eins og hann kemst að orði í ljóðinu í grænni kyrrð. En hann er ekki alger borgarbúi, því hann er í nánum tengslum við landið síðan í bernsku sinni, eins og víða kemur fram í bókum hans, og hann gleymir aldrei uppruna sínum, til þess er bernskan of lifandi í vitund hans: Nei, ég vil ekki út til hafsins geima en inn til landsins sem við stefnum frá, ég þrái móans blóm og huliðshreima, hólana sem ég forðum lék mér á, borgirnar, ána: þar á þrá mín heima, þangað um ldáinn hvítir vængir sveima. (Hvítlr vænglr) En kvæði skáldsins um það, sem honum býr sjálfum í brjósti, eru fleiri en hin sem lýsa dýrð íslenzkrar náttúru, hinni skrúðmiklu fegurð hennar, en ef til vill mynda þau ekki jafn-glæsilega heild, þótt meðal þeirra séu þau kvæði tvö, sem hæst rísa í bókinni: I Úlfdölum og Það kallar þrá. í Úlfdölum er fremsta ljóðið í bókinni, og ég lít á það sem lykil að öðrum kvæðum hennar persónulegs eðlis. Það mun vera ort sumarið 1944-, árið sem bókin kom út, og þess vegna yngra en flest kvæði hennar, ef ekki yngst. Það leynir sér ekki heldur í gerð þess. Það er í eðli sínu yfirlit, skáldið horfir til baka og segir sögu, sem skiptist í þrjá kafla: Fyrstu fimm crindin lýsa mikilli hamingju og fegurð, sem eitt sinn var, ef ekki alsælu: Það söng í limi, ég lék við streng, ég lék að heilögum dómum, ég sveif í logum á svanavæng, ég svaf í dúnhvítu brimi.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.