Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 17

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 17
FÉLAGSBRÉF 15 cr hin næma, stundum ráðríka skynjun hans á litum landsins. Hann yrkir ekki um landið frá sjónarhóli bóndans, ekki um sáningu og uppskeru, ekki um starf í skauti jarðarinnar og ekki um dul og máttug tengsl mannsins við moldina, hann er nútímamaðurinn, sem hverfur á vit heiða og öræfa til að „teyga styrk og þor við nakin brjóst/ hrjóstursins frjóa, hreina,“ — eins og hann kemst að orði í ljóðinu í grænni kyrrð. En hann er ekki alger borgarbúi, því hann er í nánum tengslum við landið síðan í bernsku sinni, eins og víða kemur fram í bókum hans, og hann gleymir aldrei uppruna sínum, til þess er bernskan of lifandi í vitund hans: Nei, ég vil ekki út til hafsins geima en inn til landsins sem við stefnum frá, ég þrái móans blóm og huliðshreima, hólana sem ég forðum lék mér á, borgirnar, ána: þar á þrá mín heima, þangað um ldáinn hvítir vængir sveima. (Hvítlr vænglr) En kvæði skáldsins um það, sem honum býr sjálfum í brjósti, eru fleiri en hin sem lýsa dýrð íslenzkrar náttúru, hinni skrúðmiklu fegurð hennar, en ef til vill mynda þau ekki jafn-glæsilega heild, þótt meðal þeirra séu þau kvæði tvö, sem hæst rísa í bókinni: I Úlfdölum og Það kallar þrá. í Úlfdölum er fremsta ljóðið í bókinni, og ég lít á það sem lykil að öðrum kvæðum hennar persónulegs eðlis. Það mun vera ort sumarið 1944-, árið sem bókin kom út, og þess vegna yngra en flest kvæði hennar, ef ekki yngst. Það leynir sér ekki heldur í gerð þess. Það er í eðli sínu yfirlit, skáldið horfir til baka og segir sögu, sem skiptist í þrjá kafla: Fyrstu fimm crindin lýsa mikilli hamingju og fegurð, sem eitt sinn var, ef ekki alsælu: Það söng í limi, ég lék við streng, ég lék að heilögum dómum, ég sveif í logum á svanavæng, ég svaf í dúnhvítu brimi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.